Skólablaðið - 15.01.1907, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 15.01.1907, Blaðsíða 2
2 SKOLABLAÐIÐ Mun þá ár þetta verða minnisstætt í sögu íslands. ,,Táp og fjör og frískir menu finnast hjer á landi enn." Hraust þjóð og mentuð vóru gull- aldar íslendingar í samanburði við allar aðrar þjóðir. Liggur því nær að spyrja, hvort því sje enn þann veg farið á vorum dögum, og ætla eg nú í fám orðum að svara helm- ingi máls. Hraust þjóð erum vjer íslendingar eigi nú á dögum og allra síst, er vjer berum oss saman við forfeður vora. Og ber margt til þess. Afburða- menn á ýmsan hátt eru hjer margir enn. En í heild sinni skortir þjóð- ina — einkum æskulyðinn — herslu þá og líkamsstæling, sem nauðsynleg er hverjum þeim, er hraustur og heil- brigður á að lifa langa æfi. — Sjest þetta best á því, að hinir voðalegu óheillagestir lungnatæringin og berkla- veikin höggva einna stærst skarð í ungmennaflokkinn. — Pví nú vantar það viðnámsafl, er forfeður vorir höfðu Verður hjer eigi rakið í stuttu máli, hvern veg þessum mikla mismun, er farið, heldur hvern veg vjer eigum og verðum að bæta þjóðartjón þetta og girða fyrir það. Er það sannfæring mín og trú eftir margra ára reynslu, að til sje aðeins eitt óbrigðult varnarráð gegn þessu, og er það reglubundin hersla og lík- amsstæling frá barnæsku — jafnt fyr- ir stúlkur sem drengi. — Fæst hún aðeins á einn veg. Með vel völdum stöðugum íþróttaiðkunum. Pessu verðum vjer að koma á fót samfara nýju kenslumálafyrirkomulagi. Munu þá gulialdareinkennin sjást aft- ur á næstu mannsöldrum: — Að ís- land byggir hraust þjóð og mentuð — þjóð með hrausta sál í hraustum lík- ama.' — F*að er takmarkið. Hj er verða kennararnir og »ung- mennafjelögin« að takast í hendur og leggja til allan starfskraft sinn og á- huga. Ætti það að vera Ijúft verk og þakkavert, því heill þjóðarinnar er í því fólgin. íþróttir eru gamlar í garði á íslandi en mjög hefir þeim förlast og farið aftur, og víða eru þær undir lok liðn- ar. — Nú hafa »ungmennaijelögin« haf- ið þær að nýju, og skipa þar glím- urnar öndvegi, enda eru þær sjerís- lensk íþrótt, sem hvergi á sinn líka. Allskonar leikfimi er og sjálfsögð samfara öðrum íþróttum, og er venju- leg leikfimi afarnauðsynlegur grund- völlur allra annara íþrótta. Til þess vantar oss þó auðvitað enn sjerment- aða kennara. En þeir, sem eru, geta þó mikið gert, ef áhugi er með. Og ein íþrótt er það, sem allir geta iðk- að án verulegrar sjerfræðslu. Er það einmitt íþrótt sú, sem fegurst er og gagnlegust allra og ætti að vera »þjóð- ar-íþrótt« vor. — það eru skíðahlaup. Engin önnur íþrótt stælir svo líkama vorn ogstyrkir sem þær. Engin önn- ur íþrótt hvetur svo og eykur hug vorn, kjark : g dug. En til þess að þær komi að tilætl- uðum notum og nái almennri út- breiðslu, verða menn að komast upp á að brúka »föst« skíði, þ. e. með böndum, er tengja skíðin föst við fótinn, svo maður hafi fulla stjórn á þeim — sem skóm sínum — bæði að framan og aftan. — Þetta hafa Norðmenn og Finnar sjeð fyrir löngu, enda eru þeir nú fremstu skíðaþjóðir í heimi. »Föst skíði« eru fyrsta skilyrði til þess að verða góður skíðamaður. Á þeim má fara hraðara upp brekkur en lausgangandi maður, renna snar- brattar brekkur staflaust, skáskera hlið- bratta, snúa til hliðar ogjafnvel stöðva sig á hraðri ferð. Altsaman staflaust. Á sinn hátt eins og á skautum. Eg hefi fengið dálitla reynslu fyrir þessu hjer á íslandi. — Á Seyðisfirði eystra fór eg í fyrravetur með 10 — 12 skólastráka mína á skíðum upp á fjöll og firnindi, og vorum við dag allan í þeim leiðangri. Strákarnir vóru býsna duglegir, þó ungir væru, sumir að- eins á 11. ári; fóru þeir brekkur allar UPP °g °fan á skíðum, og þykja þó margar þeirra furðu erfiðart. d. »Staf- irnir« á Fjarðarheiði og »Bröttu-brekk- urnar« á Vestdalsheiði, og^eitast þær flestum fullorðnum nógu erfiðar; en flestir strákarnir stóðu þær mjög vel, — og vóru frískir og ólúnir daginn eftir — enda höfðu þeir allir skíða- bönd, sem eg hafði hjálpað þeitn að búa sér: Tvöfaldur spansreyrssmeig- ur aftur um hælinn, ganga álmurnar gegnum »auga« sitt hvoru megin á tábandinu (hankanum) og eru svo festar í skíðið dálítið framan við tána. Er það mjög ódýr útbúnaður og þó allgóður og fer vel /ið íslenska skó. Verður aðeins að tengja spansreyrs- smeginn við hælinn — með bandi undir iljina og upp um ristina — svo hann fylgi hreyfingu hælsirts, því ann- ars sjerir hann mann. — — I »Ungmennafjelagi Reykjavíkur« höf- um vjer nýlega fengið 15 skíði frá Nor- egi, öll af nýustu gerð með fullkomnum útbúnaði. Kosta skíðin sjált 12 — 15 krónur samstæðan, og böndin 4 — 5 krónur á hver skíði. Eru þetta alt askskíði svo vönduð og falleg, að unun er á að líta. — Höfum vjer fjelagar nýlega reynt skíðin, og þreytt- um vjer þá skíðastökk að norskum sið — þ. e. að fara fram af hengjum. — Tókst það eftir vonum og öllu betur, og lærðu það allir í ferðinni, að eng- in hætta er að detta og kútveltast með »föst skíði«, og er það þó ein- mitt það, sem flestir óttast að óreyndu. Eg hef orðið all langorður um mál þetta, enda er það mjer svo hugleik- ið og kært, að vel gæti eg um það ritað fleiri og stærri blöð en »Skóla- blaðið.« — En eigi er málið heldur óskylt kenslumálum vorum. Set eg líkamsefling barna og æskulýðs full- komlega jafnliliða andlegri uppfræðslu. Verður þetta tvent að fara saman hjá oss. Mentaþjóðirnar hafa gleymt þessu»sorg!ega alt til þessa. Nú eru þær farnar að sjá pað. Látum oss íslendinga sjá viö þessu frá upphafi. Hraust sál í hraustum Ifkama er takmarkið. Að því verð- um vjer að keppa. Eg mun framvegis rita þætti um skíðahlaup, leikfimi og ýmsar aðrar íþróttir í »Skólablaðið«. Og gleðja mun það mig, ef menn vilja beina til mín spurningum þar að lútandi. Ritstj. Nýmæli er það, að í haust var byrjað að kenna stúlkum matreiðslu við barna- skólann í Reykjavík. Sú kensla er víða komin á við barnaskóla erlendis og þykir hvarvetna mikill fengur. Kenslukona í þessari námsgrein er Soýfía Jónsdóttir (skólastjóra Jóns Rórarinssonar í Flensborg). Hún ger- ir á þessa leið grein fyrir þessari skólamatreiðslu í ávarpi til barnanna við kenslubyrjun: . . . Sú kensla, sem hjer á að fara fram, er ný hjer á landi, °g eg get ímyndað mjer, að bæði þið og aðrir hafi ýmsar hugmyndir um hana. Rað má vera, að sumir haldi, að hún sje aðeins leikur, en að aftur aðrir geri sjer svo háar hug- myndir um hana að halda, að þið, sem takið þátt í henni, verðið full- komnar matreiðslukonur. Þetta væri hvorttveggja misskiln- ingur. Rað sem þið eigið að gera hjer, er enginn leikur. Það er vinna, og það er nám. En eg spái, að þessi vinna og þetta nám eigi það sam- eiginlegt við leikinn, að ykkur þyki það skemtilegt. Hitt væri líka misskilningur að halda, að þið gætuð orðið fullkomnar elda- konur af því, sem þið lærið hjer. Til þess eruð þið of ungar og tíminn of stuttur. Hver er þá meiningin með þessu námi? Það er meiningin að temja ykkur þriýnað og reglusemi. Rað er aðal- atriðið. Hitt er aukaatriði, að þið lær- ið ýms handtök, sem er nauðsynlegt að kunna til eldhúsverka, og að þið lærið að búa til einfaldan mat. Rrifnaður og reglusemi eru góðar °g gagnlegar dygðir fyrir alla, en ekki síst fyrir stúlkurnar. Kvenþjóð- in á að halda heimilinu þokkalegu. Heimilið verður ekki »fínt« af því, að fólkið gangi í fallegum fötum, nje af því að húsgögnin sjeu keypt dýr- um dómum. Það verður »fínt« af reglusemi og þrifalegri umgengni. Fá-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.