Skólablaðið - 15.01.1907, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 15.01.1907, Blaðsíða 1
Skölablaðið Fyrsti árgangur. /. tbl. Kemur út tvisvar i mdn- uði. Kostar 2 kr. á úri. Auglýsingaverð : I kr. þml. Afgr. Þingholtsstrœii 23. 1907« MJf'kki þarf að gera langa nje ítarlega (ht' grein íyrir ætlunarverki »Skóla- blaðsins.« Nafnið segir til þess, hvert erindi það vill eiga, og til hverra það á erindi. Það vill ræða öll þau mál, sem að einhverju leyti lúta að skólahaldi, kenslu barnauppeldi andlegu og líkamlegu. Það vill því mega komast milli handa allra þeirra manna, karla og kyenna, sem einhver afskifti hafa af kenslu- málum og uppeldismálum landsins. . Fyrst og fremst býst það auðvitað við góðuin viðtökum hjá kennurunum, hvort heldur eru karlar eða konur. Eítir þeim áhuga og góða liðstyrk, sem prestastjettin ávalt hefir látið þess- um málum í tje, býst það og við hlýjum hug hennar sjer til handa. En það treystir því, að mörgum öðrum þyki það góður gestur. Ást foreldranna til barnanna væri ekki sönn, ef þeir gerðu sjer ekki eftir föng- um far um að afla sjer þekkingar á uppeldismálum. Bændunum er ant um að fá rjetta þekkingu á grasrækt og þroskaskilyrðum búfjárins. En ekki mun þeim síður áhugamál að vanda uppeldi barnanna sinna; en til þess þarf þekkingu á uppeldismálum. Allir vita, að fátt er um uppeldisrit hjer á landi. Að nokkru leyti vill »Skólablaðið« bæta úr þeim skorti. Pað býst því fastlega við, að allir þeir sem hafa börn til uppeldis, í hverri stjett eða stöðu, sem þeir eru, taki vel á móti sjer. Þeir, sem sérstaklega fást við barna- kenslu hjer á landi, eru meinlega ein- angraðir. Oft óska þeir þess að geta rætt mál sín við aðra starfsbræður sína og borið sig saman við þá um hið vandasama og þýðingarmikla starf. «SkóIablaðið« ætlar sjerað verða hugs- anamiðill þeirra í milli. í því eiga þeir að tala saman, skiftast á hugs- unum. Hversu þarflegt blað það verður, er að miklu leyti komið und- ír því, hvernig þessir menn nota tækifærið til þess að ræða mál sín í því. Árið nýja. Ávarp til aimennings. Áramót eru jafnan efni alvarlegra hugleiðinga öllum hugsandi mönnum. Einstaklingnum serri þjóðheildinni. — Og þó hugur einstaklingsins sje djúpt snortinn á þessum vegamótum liðins lífs og komanda, þá rista þó dypra hugsanir og tilfinningar þess ,er finnur heill og framtíðarvelferð þjóðar sinnar hvíla á sjer. Sjaldan eður aldrei hefir verið eins djúp og víðtæk bylgjuhreyfingí þjóð- lífinu íslenska sem nú fyrir áramótin, og ber margt til þess. Rís því sú spurning í huga vorum, hvernig úr öllu muni rætast, og sú hjartans ósk og von hreyfist óefað í hvers manns barmi, að alt megi það stefna íþáátt eina, er íslandi sje til farsældar og blessunar. Hreyfing sú, er oss þykir einna mestu varða, er kenslumálaáhugi sá, sem óðum vaknar víðsvegar um land alt. Sjest hann best á því, að fleiri sveitir kosta kapps um að koma upp skóla- húsum af eigin ramleik, og eru þau víða eins vel úr garði gjörð, ogfram- ast er unt. Er þetta gleðilegur vottur þess, að augu manna eru farin að opn- ast fyrir nauðsyn kenslumálanna, og er þá sigurinn vís. Sá sigur, er íslensk alþýða hefir orðið aðbíða svo óskilj- anlega lengi. Er það gott fyrirkomu- lag kenslumálanna. Mikill er munur á skoðunum manna í máli þessu nú og fyrir nokkurum ár- um síðan. Pá var áhugi í kenslu- málum einstakra manna eign, en nú vaknar hann mannjafnt í heilum sveitum. Þörfin er alt í einu orðin tilfinnan- leg. Og menn fara að berjast fyrir málefninu, í smáflokkum, eða þá einn og einn. Almennur áhugi á kenslumálum vor- um er að hefja göngu sína um landið. En langt er og torsótt milli bæja og og bygða, og á vetrum er oft »ísi lokuð öll vor sund«. Er því eigi greiðgengt til samráða og sarnstarfa, og mundi þó margur óska, að svo væri. »Skólablaðið« ætlar sjer að bæta úr þessum vanda. í því eiga allir straum- ar kenslumálum vorum viðvíkjandi að mætast og mynda öfluga á, er taki þástefnu.sem þjóð vorri er heppilegust. Bændur og búalið, kennarar ogprest- ar — allir þeir, er kenslumálum vor- um unna og ant er um velferð þjóð- ar vorrar, eiga hér að leggja orð íbelg. Öllum er málið skylt. FMngið að sumri á að fjalla um kenslumálið og vonandi að leiða það til lykta á einhvern hátt. Er og mál til komið, og nógu lengi er heima set- ið, þó nú væri riðið úr hlaði og það heldur greitt. Én til þess að vel fari, eigaogverða allir þeir, sem málinu unna og álíta það helsta velferðar mál vort, að hugsa það rækilega í tæka tíð, ræða það ít- arlega og bera svo fram tillögur síhar. Það er alþyða sjálf, sem á að njóta ávaxtanna af kenslumálastarfinu, og er því eigi tinskisvert, að hún hati á því vakandiauga og geri sér full-ljóst, á hvern veg hún áliti fyrirkomulag kenslumálanna heppilegast og þeim best borgið. Því um er að gera, að ákvarðanir þingsins í máli þessu komi engum á óvart, og væri það málinu hinn mesti skaði, ef alþýða sjálf yrði óánægð og andvíg fyrirkomulagi þess, þegar nú að lokum verður snúist til framkvæmda í því. Með góðum unditbúningi verður þó séð við þeim Ieka, ogvæntum vér, að allir verði hjer drengilega við og liggi eigi á liði sínu. Munum vér þá bera sigur úr býtum og þakka oss" sjálfum. Enda er það heppilegast. Að svo mæltu heilsar »Skólablaðið« öllum þeim, er kenslumálum vorum unna, og cskar þeim góðs og gleðiLegs nýárs, óskar að þeir megi heilir hittast á »nýja árinu« og skipa sér sem þétt- ast iim þelta æðsta og helsta velferð- armál lands vors, svo það verði far- sællega til lykta leitt á næsta þingi.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.