Skólablaðið - 01.10.1908, Qupperneq 2

Skólablaðið - 01.10.1908, Qupperneq 2
70 Eða að minsta kosti til svo rnargra af þeim, sem skrifað hafa sömu villuna. Þegar hann fer yfir stýlana daginn áður, safnar hann saman þeim villunum, sem oftast koma fyrir, eða sem flest börnin hafa sett, og talar svo um þær við öll þau börn, sem hlut eiga að máli. Lesturinn er alt erfiðara með. Þar er eiginleg hópkensla mjög torveld, ef ekki ómöguleg í skólum þar sem kent er eftir stöfunaraðferð, eins og hjer á landi er gert. Aftur á móti eru engir erf- iðleikar á því að viðhafa hópkenslu eftir hljóðaðferðinni. það er einn af henn- ar mörgu kostum, og yfirburðum yfir stöfunaraðferðina, kostur sem gerir hana eftirsóknarverða í skólum, þar sem kenna þarf mörgum börnum á sama tíma. Þannig má koma við hópkenslu að meira eða minna leyti í móðurmálinu, — bæði í lestri, skritt og rjettritun, og er sjálfsagt að gera það í skólunum. Mundi ekki kvörtunin um það, að börn- um farí ekki eins vei frarn í skólum og á heimilum koma til aí því að skólarnir eru enn skamt komnir á veg í því að framkvæma hópkenslu? Góðum reikningskennurum tekst og furðanlega hópkensla í reikningi; erf- iðleikarnir stafa aðallega af þvt, að börn- in eru á svo mísjöfttu reki, svo að hverjum bekk vilja verða margir hópar, sem hver um. sig verður að fá sína sjer- stöku tilsögn. í stuttu máli: við tilsögn í öllum hin- um bóklegu námsgreinum er hópkensl- an höfð að meira eða minna leyti, enda þó að henni verði ekki jafnauðveldlega beitt við þær allar; og dugnað kennar- anna má að nokkru leyti meta eftir því, hve vel þeim tekst að beita henni. — En Handavinnan: prjón, saumar — o. s. frv. Handavinna er óvíða kend enn sem komið er hjer á landi. I nokkrum skólum er stúlkum þó kent lítilsháttar til handanna. Einnig þar má koma við hópkenslu, og er líka farið að tíðkast erlendis meira en áður. Kennendurnir hafa fundið til þess, hve erfitt var að veita tilsögn hverjum einum nentanda út af fyrir sig, og hafa því reynt að haga kenslunni sem líkast hópkenslu í bók- fræðum. Kenslukonan gefur leiðbein- ingu svo mörgum, sem við getur átt í einu, og eftir að hafa fengið þá leiðbein- ingu, vinnur svo hver nemandi sem mest á eigin spýtur. Sama er að segja um kenslu í skóla- iðnaði (Slöjd). Og eins er um kenslu í skólae Id hús- inu. Þar væri ómögulegt að koma nokk- urri mynd á kenslu nema þá sárfárra í einu, væri hópkensla ekki við höfð. Snnflnrlansir Jankar um uppeldi barna. il. F*að hefir þá verið nokkuð athugað til hverra ráða skólarnir grípa, til þess # SKOLAj&LAÐIÐ að ala upp líkamá.; barnanna, jafnh.liða andlegu uppeldi þeiVra. Heimilin verða að grípa til hins salna. Flest börn hjer á landi alast nær eíngöngu upp á heimilunum; skólarnir eru svo fáir, og ná svo skamt. En skólarnir verða sjálfsagt að byrja, ef breyting á að verða til batnaðar, og frá þeim verða svo nýir siðir að breið- ast út trl. heimilanna. ; Handávinnan var nefnd sem eitt upp- eldismeðalið, einkum til líkamlegs upp- eldis. Allir þurfa að læra eitthvað til handanna; allir þurfa að mentast »til munns — og handa.«’ Hvaða kunnátta er mönnunum nauð- synleg, ef ekki sú, að kunna að brúka höndurnar? Vjer líkjum þeim manni við blindan mann, sem ekki kann að hagnýta sjer bækur, og segjum: blindur er bóklaus maður. Sem vonlegt er; hánn fer á mis við ffijög svo þarfleg not euguanna. En við hvað eigum vjer i að líkja þeim manni, senr svo að segja I ekkert kann að vinna í höndunum? Pað mætíi með nokkurnveginn sama rjetti segja að hann sje þandlaus, eða að höndur hans sjeu fjötraðar. En með því að kenna unglingunum til handanna leysum vjer höndur þeirra úr viðjum. Hvað leiðir af kunnáttuleysinu til hand- anna? Eðlilega iðjuleysið. En hvað leiðir af iðjuleysinu? Af því leiðir svo margskonar böl andlegt og I kamlegt, að ekki verður tölum talið: í stuttu máli eyðilegging sálar oglíkama. Fjár- tjón, freistingar, afvegaleiðsla; það eru afleiðingarnar af iðjuleysinu. Og engum er það þó skaðlegra en ungling- unum. Börnin eru sköpuð með þrá til starf- seini. Pessi starfsemi kemur fram í barnaleikjunum. Og þó að börn sjeu ekki að neinum eiginlegum leikjum, þá vilja þau ávalt hafa eitthvað fyrir stafni. Fessari starfsemi unglinganna verður að veita næringu, veita þeim eitthvert viðlangsefni. En í stað þess að gera það, er hún drepin; hún er einatt drep- in þegará fyrstu æskuárum barnsins. En þegar þessi meðfædda löngun til viunu er drepin í æskunni, rís hún oftast ekki upp aftur; maðurinn býr að því alla æfi, hann verður letingi; lifir lífi sínu í iðjn- leysi. En starflaust líf er ánægju- snautt, sælulaust líf. F*að vil eg taka skýrt fram og leggja áherslu á, því að eg hef oft orðið var við þann hrapal- lega misskilning, að hinn ríki sje sæll, hann þurfi ekki að vinna! Starfsemin gerir einstaklinginn sælan; og starfsemi einstaklinganna hefir þjóð- irnar á æðra stig; með baráttunni vinst sigurinn. * * * Oftar en einu sinni hefir það komið til fals — og líka orðið að framkvæmd — að ísiendingar tækju þátt í iðnaðar- sýningum. Þegar það hefir verið ráð- gert, hafa sumir kent líkrartilfinningar eins og skóladrengur, sem á að standast próf, en hefir vanrækt að búa sig undir það. þeim hefir fundist við verða að koma til dyra svo tötralega búnir, af því að við kuunum svo fátt. Heimilisiðnaður er oft sýndur engu síður er, verksmiðjti-iðnáður í mentalönd- unum. ’ V Á sýningunni í Björgvín 1898, — en sú sýning átti að vera sú skuggsjá, er líta mætti í andlegt og líkamlegt menn- ingarstig Norðmanna, — var ein deild, sem mörgum þótti öðru fremur hugð- næmt að skoða; það var heimilisiðn- aðardeildin. Hún var safn alskonar handavinnu, sem nöfnum tjáir að nefna, sem unnin hafði verið af ungum og gömlum á heimilunum. þar var als- konar vefnaður, frá einföldustu fataefn- um, Og upp í hih mndælustu listaverk í þeirri- grein, Má nefna til dæmis á- breiðu, sem einnig mátti hafa fyrir vegg- Ijald; ,hún kostaði 5000 kr., og var seld fyrsta daginn, sem sýningarhöllin stóð opin, þar vóru smíðishlutir úr trje og málmi frá hinum einföldustu búsáhöldum, hrífur og þessháttar upp í hina vönduðustu skrautgripi. Prjón og saumur bar að sama skapi vott um, að kvenfólkið í Nor- egi hefir sumstaðar lært að brúka hönd- urnar. þegar þess er gætt að alt þetta var unnið á heimilunum af mönnum, sem ekki lögðu þó þetta fyrir sig, heldur höfðu gert alt þetta í hjáverkum, og þegar það er athugað hvílík ógrynni fjár alt þetta kostar, dylst ekki að hjer er veruleg tekjugrein fyrir fóikið. Og þó er fjeð, sem fyrir þessa vinnu fæst, ekki aðalávinningurinn, heldur þau góðu á- hrif, sem það hefir á fólkið, að geta á- valt haft nytsamt starf með höndum. Það út af fyiir sig væri g u 1 I n á m a, þó að enginn eyrir fengist fyrir vinnuna Auðvitað var heimilisiðnaður Norð- manna þaina á sýningunni í sparifötun- um. En sa, sem á svo glæsileg spari- föt, hlýrur að eiga eitthvað sæmilegt til að gapg.t í hversdagslega. En hverju eiga Norðmenn nú að þakka það, að heimilisiðnaður þeirra stendur í svo miklum blóma? Mest af öllu því,, að unjrling-unum erkend handa- vinna í skólunum. Hún var um tíma sama sem engin; en skólarnir endur- reistu hana. * * * Hvar er komið íslenskum heimilisiðn- aði? Hann hjarir varla í einstaka sveit, en má heita aldauða við sjávarsíðuna og í kauptúnum. Hver ráð eru þá til að endurreisa hann? Eg sje engin önnur en þau, að skólarnir, þeir fáu, sem við eigum, taki í taumana. Enginn skyldi koma með þá mótbáru, að verkefnið sje ekki nægi- legt fyrir hendi, nje heldur að ekki verði hægt að gera sjer mat úr vinnunni. Lítið inn í kaupmannabúðirnar! Komið inn í Thomsens magasín og skoðið alt það, sem þar er á boðstólum af ýmsum hlutum; ilt að vita til þess, að alt þetta skuli vera út- lend vinna. Gólfmottur, körfur, amboð, eldhúsáhöld og hverskonar búskaparáhöld eru nú flutt inn í landið og landsnienn kaupa vinnuna á því öllu saman, vinnu, sem íslenskir drengir og stúlkur hafa nægan tíma til að inna af hendi; en í stað þess að gera það, ganga þeir

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.