Skólablaðið - 01.10.1908, Page 3

Skólablaðið - 01.10.1908, Page 3
iðjulausir, lifa í kaupstöðunum óhollu götulííi og í sjóþörpunum innihatdslausu, tómu, eyðileggjandi iðjuleysislífi. Mundi ekki auðveldara að aga þann dreng — eg nefndi einmitt agaleysið, sem eitt aðalmeinið — sem skiítir deginum milli bóknáms og þarflegrar handavinnu, heldur en hinn,. sem geugur eins og sjáf- ala skepna allan þann tírna, sem hann er ekki við bóknámið í skólanunt, eftir- litslaus og iðjulaus einhversstaðar út um bnskann? Pað er sannfæring mín, að handavinnan sje eitthvert hið besta meðal við agaleysi. En um leið gerir hún sitt til að bæta úr fátæktinni eða varna henni inngöngu á heimilin. Starfsemin eyðir tóm- leika lífsins, gerir það unaðssamt og inni- haldsríkt, og er vernd unglinganna móti ósiðlegu hátterni, ófögrum munnsöfnuði og Ijótum strákapörum. Hún veitir hug- anum annað, manninum samboðnara, verk- efni; hún veitir höndununi annað að gera en sjálfum sjer vansæmd og öðrupi mein. Eg sagði, að handavinnan gerði sitt til að bæja burtu hinni sáru neyð; það gerir hún; en það er þó ekki aðalatriðið. Hitt er meira um vert, að hún kennir ung- lingunum almenna verklægni, svo að þeir verða færari til að vinna hvert verk sem fyrir kemur. Fyrir flestum af okkar unglingum á það að líggja, að vinna fyrir sjer með höndunum og þá er það mikilsvert fyrir þá, að hafa lært að beita höndunum til verka. Peir fá af því þor og þrek til að leggja sem flest á gjörva hönd, og geta oftast haft eitthvað fyrir stafni, þar sem hinn verðnr að sitja auðum höndum, eða gerir annað verra, sem ekkert kann að vinna. Hversu oft heyrist ekki það svar, þegar beðið er um einföldustu verk unnin: Það hef eg aldrei gert; eg get það ekki«! Eðlilegt vantraust á höndum sem ekkert kunna! * * * Ef aðrir geta ekki bent á önnur ráð vænlegri tll að endurreisa heimilisinðnað- inn, eða kenna unglingum vel til hand- anna, en það, að skólarnir beiti sjer fyrir það og byrji, — er þá ekki sjálf- sagt að þeir geri það? Skólarnir eru sjer þess væntanlega með- vitandi, að þeir sjeu að gera eitthvað í áttina til þess að búa nemendur sína undir lífsbaráttuna; flestir skólakennarar munu hafa einhvern grun um það, og flestar skólanefndir. Ef mönnum kemur saman um að mciri hluti þjóðarinnar berjist áfram með hönd- unum, — mikill minni hluti aðallega með heilanum — er þá ekki ástæða til þess fyrir skólana að leggja meiri áherslu á mentun handanna hjej eftir en hing- að til? f*að á ekki og þarf ekki að draga úr mentun heilans; en þetta á að haldast í höndur. Hvað eiga skólarnir þá að gera? Hvað geta þeir gert? Lög um fræðslu barna nefna ekki lík- amlegt uppeldi á nafn; þau gera ekki ráð fyrir líkamsæfingum, nje nokkurskon- ar handavinnu. En taka má þetta upp SKÓMm.AI)H» til kenslu alt um það, ef það þykir þess vert; enginn bannar það. — Skólarnir eigfa að taka upp kenslu í handavinnu handa stúlkum ogf drengfjum. Þeir geta það, ef þeir vilja — með tímanum. Kennara vantar. F*eir verða að koma. Kennarsskólinn verður að leggja þá til. Anuað er ekki að flýgja sem stendur, enda ættu kennararnir að sjálfsögðu áð i geta þar fengið nægilegan undirbúpi'ng til þess að geta kent handavinnu í barna- skólunum á eftir. Reglugerð kennaraskólans mælir svo fyrir að þar skuli kend han da- vinna tvær stundir í viku í hverri deild. Sjálfsagt verður »skólaiðnaður« (Sljöd) kend öllum nemendum skólans. En þar má kenna hverskonar: aðra handavinnp, sem nauðsynnleg þætti kennurunum, bæði konum og körlum. Hjer gæti verið um margt að ræða, annað en venjulegan »skólaiðnað:« að fljetta körfur, bregða gólfmottur, binda bursta, smíða búsáhöld og amboð, prjóna, vefa, binda bækur o. s. frv. o. s. frv. Menn og konur á því meutunarreki, sem kennaraskólafólkið er á, mun ekki þurfa langan tfma til að læra slíka hand- vinnu svo, að kent geti börnum með góðum árangri. Sje hugsað til að kenna börnum og ungliugum eitthvað þessu líkt til hand- anna, og byrja á því innan skam s, þá má ekki dragast að taka þessa kenslu upp við kennaraskólann. f»ar verð- ur að byrja. En ekki ætti að vera okleyft fyrir þá kennara, sem ekki ganga í kennaraskóiann að afla sjer nægilegrar þekkingar til þess að geta kent handavinnu Þar ætti fram- haldsmentun kennara að koma að góðu haldi. Á því námsskeiði ætti að gefa kennurum kost á að afla sjer þeirrar fræðslu. Legðu þeir ekki stund á neitt verulegt annað, þá ættu þeir á þeim 8 vikum, sem námskeiðið væntanlega stend- ur, að geta orðið sæmilega undirbúnir. Lesbók handa börnum og unglingum. II. (Guðm. Finnbogason, Jóhannes Sigfússon f’órhallur Bjarnason gáfu út af tilhlutun lands- stjórnarinnar). Fyrsti partur Lesbókarinnar kom út í fyrra, og var yfirleitt vel tekið, þó að nokkuð fengi hann harðan dóm í einu Reykjavíkurblaðinu. Rað er vandi að skrifa ritdóma svo að þeir sjeu með öllu rjettlátirog geri tilætlað gagn. Dómurinn sá um fyrsta part bókarinnar var ómildur, þó að sumt í honum væri á nokkrum rökum bygt. Þessar línur eru fremur skrifaðar til þess að benda á þessa þörfu bók, sem margir kennarar og húsfeður hafa beðið eftir með óþreyju, heldur en til þess að kveða upp nokkurn eiginlegan ritdóm. Sá partur Lesbókarinnar, sem hjer ræðir um, er 10 arkir að stærð, eins og fyrsti parturinn; en miklu er hann myndarlegri að ytra áliti og betur úr ,71 garði gerður að pappír, og prentun er skýr og góð. Ytri frágangur bókarinnar mun þykja minnu skifta, — þó að langt frá sje þýðingarlaus —, heldu en hitt, hvernig efnið og innihaldið er. hað er þá í stuttu máli að segja, að efnið er mjög fjölbreytt og virðist hafa tekist vel að velja fræðandi ög mentandi efni, sem þó er víl við barna hæfi. Skáldsögur, eða skáldsögubrot, æfintyrí, skemtileg kvæði ög láusavf'sur, góðar glefsur úr þjóðsögunúm, dæmi- sögur og Ijeítar smásögur — þetta er alt besta barnafæða. Ymislegt got't og vel sagt um íslenskt þjóðlíf, ein- kum sveitalíf (Lambarekstur -- ööngur — Orasaferðin), o. s. frv. — Suður í Kyrrahafseyjar og norður í Grænland flýgur hugurinn. — Hve vel eru þær ekki valdar, smásÖgurnar tvær: Litla stúlkan í heita landinu og Litla stúlk- an í kalda landinu — til þess að gefa unglingunum hugmynd um hin mjög svo mismunandi lífskjör mannanna. Kýmni bregður fyrir, og munu börn- in síst óánægð með það ; en nóg er og af alvarlegra efni og ýmsum gagn- legum fróðleik. hessi litla bók verður sjálfsagt kær- komin unglingum; þeim mun þykja hún bæði skemtileg og fróðleg. Kennararnir hafa og í henni góða stoð við móðurmálskenslun. Það er margt í þessu het'ti, sem kennurum er handhægt umtalsefni til þess að fræða börn í móðurmálkenslu tímun- um, þeim stundunum, sem menta börnin hvað mest, ef kennarinn er góður. Sjálfsagt má finna eiíthvað að þess- ari bók, ekki síður en öðrum manna- verkum. Einstaka prentvilla hefir læðst inn, t. d. é i stað jé á einum þrem stöðum. Einstaka orðtök kunna að hittast óviðkunnanleg, eða jafnvel miður íslensk. Hitt varðar mestu, að málið á bókinni er yfirleitt gott. Málvilla ætti auðvitað engin að koma fyrir í slíkri bók sem þessari ; enda má oft um það deila, hvað má segja og hvað ekki. Um þessháttar, sem til bóta gæti staðið, er skemti- legra að ræða við höfundana sjálfa áður en hókin verður prentuð upp aftur; það verður ekki langt þangað til. Má vera, að einhverjum öðrum, sem um hana skrifar, þyki gaman að telja upp lýtin; af þeim sparðatýningi er best að hann hafi þá ánægjuna. Engar myndir eru í þessum parti lesbókarinnar; en það mun standa til að í þriðja heftinu verði nokkuð af myndum. Jfýja stafrófskverið. (höf: Laufey Vilhjálmsdóttir). Síðari hluti þessa nýja stafrófskvers er prentaður hjer á landi, og er ný kominn út. En fyrri hluti þess er prentaður f Kaupmannahöfn, og er væntanlegur hingað innan skamms.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.