Skólablaðið - 15.10.1908, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 15.10.1908, Blaðsíða 1
Skólablaðið, Annar árgangur. 19. b/að. Kcmur ut tvisvar í mánuði. Kosiar 2 kr. á ári. Sieykjaoík 15. okt Auglýsingaverð: 1 kr. þiiml. Afgr. Reykjavik. /908. (er skólameistari sjera Magnús Helga- son flutti við vigslu og setningkenn- araskólans 1. þ. m. Við voru stadd- ir ailmargir meiri háttar menn úr bænum, og nokkrir utanbæjar). Jeg hygg að það sje eins dæmi í sögu landsins það sem hjer gjörist í Rvík. í dag, að settir eru 2 nýirskól- ar, skólar sém ekki hafa verið til á landinu áður, og hvor um sig einn sinnar tegundar á öllu landinu. Það eru Iagaskólinn og kennaraskólihn. Og merkisdagur hlýtur slíkt að vera, svo sannarlega sem vísindalíf og al- þýðumentun hverrar þjóðar eru meg- inþættir þjóðfjelags og meginstöð all- ra þjóðþrifa. Pað er hinn fyrsti sjérstaki kenn- araskóli á íslandi sem hjer á að vígja og setja. Vafalaust er það mörgum manni gleðiefni. Pað er jafnan gleði- efni er þarflegu fyrirtæki verðurfram- gengt, og þó jafnvel því fremur, sem það hefir verið lengur þráð og leng- ur eftir því beðið. Og sannarlega höfum vjer íslend- ingar lengi orðið að bíða eftir þess- um skóla líklega lengur en nokkur önnur þjóð, sem með mentuðum þjóðum er talin. Fyrir meir en 100 árum voru aórar þjóðir farnar. að stofna hjá sjer kennaraskóla; þar voru menn þá farnir að skiljaþað, að sönn holl almenn lýðmentun væri traust- asta undirstaða undir heill og sæmd hverrar þjóðar, o'g af annari hálfu líka að kannast við það, að öll alþýða, voldugir og vesælir, allir jafnt, hefðu þörf á og ættu þá líka heimtingu á, að fá þá uppfræðslu þegar í æsku, er vekti úr dvala hæfileika þeirra, svo að þeir gætu náð eðlilegum þroska og byggi þá undir lífið svo að þeir gætu lifað því eins og mönnunum sómdi. Menn voru þá farnir að skilja það, að til þess að því gæti orðið framgengt þyrftiæskulýðurinnað eiga kost á kenn- urum, er væru starfi sínu vaxnir og gætu helgað því krafta sína; er skildu sitt hlutverk og vissu hvað þeir væru að gjöra; sem leituðu lags að áorka sem mestu í barnanna þarfir méð starfi sínu. Og svo höfðu þá ýmist stjórnendur landanna eða einstakir menn bundist fyrir að stofna skóla, þar sem kennaraefni fengju fræðslu og æfingu í þessum efnum. En meðan aðrar þjóðir eru að stofna hjá sjer kennaraskóla, þá eig- um vjer ekki svo mikið sem einn barnaskóla. Ekki af því að hjer væri enginn áhugamaður um þau efni, eng- inn sem sæi þörfina og skildi þýðingu aukinnar mentunar fyrir þjóðina; slík- ir menn voru til, og hafa, að eg hygg, æfinlega verið hjer til tiltöluléga eins margir og annarstaðar. Allir muna í því sambandi frá þeim tímum nöfn þeirra Hannesar biskups og Magnús- ar Stephensen, sem reyndu með rit- um sínum að ná til allraralþýðu. En gleymd eru nöfn margra annara, sem unnu í kyrþey víðsvegar út um sveit- ir þessa lands að mentun alþýðunn- ar fyrir lítil laun og við þröngan hag. Á jeg þar ékki að eins við prestana, heldur og við alþýðuna sjálfa, feður og mæður, vinnumenn og vinnukon- um sem miðluðu börnunum af góð- ur hug því 'besta er þau áttu til. Þessum starfsmönnum öllum til sam- ans er það að þakka, hve vel og lengi ísl. alþýðu hefur haldið í við alþyðu annara Ianda í bókvísi og mentun þrátt fyrir Skólaleysið og skort á sjer- stakri kennarastjett. Eg get ekki ann- að en hugsað til þeirra við þetta tæki- færi með hlýju þakklæti og blessun minningu þeirra, þó að nöfnin sjeu gleymd. En þegar um það var að tefla að stofna skóla, þá strandaði auðvitað allt á gamla skerinu, fátækt ogfjeleysi; Vjer áttum eigi þá auðmenn, er þess væru umkomnir og landið sjálft var eigi fjár síns ráðandi; það varð að biðja erlenda stjórn um hvern eyri til landsþarfa. Einstaka barnaskóla skýtur að vísu upp, er dregur fram á 19. öldina, en langt var þess að bíða, að nokkurum dytti kennaraskóli í hug. Þegar einn af vorum mætustu mönn- um og bestu sjkólamönnum setur fram tillögur sínar um alþýðumentun nú fyrir '/4 aldar, þá mintist hann eigi á kennaraskóla; svo lítt var sú hug- mynd þá enn farin að ryðja sjer hjer til rúms. Fyrsti vísir þeirrar hugmyndar svo að mjer sje kunnugt kemur fram hjá sjera Þórarni Böðvarssyni, er hann með gjöf sinni leggur grundvöllinn að Flensborgarskóla. Hann tekur það fram að það sje ætlunarverk skólans, að gjöra menn færari til að kenna börnum. ' — •— — (Hjer gat skólameistari hinnar fyrstu kénnarafræðslu, í Flens- borg, og afskiftum Jóns Þórarinsson- ar af kennaraskólamálinu). — — — Af stjórnarinnar hendi hefir hann fnestu ráðið um tilhögun og áhalda- kaup til hans. Eg tel það einkum honum fyrst og fremst að þakka og þar næst smiðnum, Steingrími Ouð- mundssyni, er húsið hefir reist, að skólahúsið er svo vel úr garði gjört og allur útbúnaður þess, sem frekast vérður til ætlast efti'r því fje, sem úr var að spila. Ekki verður þeim um kent, þó að mörgu sje enn ábótavant í því efni; jeg held að trauðla hafi verið unt að gjöra meira með því fje, er veitt var til skólans. Það sem áfátt er stendur til bóta, og treysti eg því, að bótanna þurfi eigi lengi að bíða, því að það væri fásinna og engi ráðdeild að stofna dýran kennaraskóla, en hamla svo notum hans með því, að láta hann vanta það, sem hverjum kennaraskóla er bráðnauðsynlegt t. d. æfingaskóla og leikfimishús; það væri meiri fásinna en svo, að ætlandi sje stjórn og þingi. Að þörf hafi verið á þessum skóla, um það hygg eg flestum mönnum komi saman, sem nokkuð er ant um menntun alþýðu og einhverja hug- mynd hafa um, hvað kennaraskóla er ætlað að vinna. Það hefir til skamms tíma verið deilt um mentunarástand ísl. alþýðu bæði í ræðum og ritum, sumir hrós- að því, sumir niðrað því, og mjög skift í tvö horn. Um slíkt má lengi þrátta, því að dómurinn fellur eftir því við hvað er miðað og frá hvaða sjónarmiði er á málið litið. Aðmínu áliti er mentunarástand alþýðu hjer furðulega gott í samanburði við al- þýðu annara landa, þegar tekið er til- lit til ástæðnanna og því er maklegt að hrósa. Jeg veit ekki hvort þess éru mörg dæmi, aðalþýða, semtil skamms tíma hefir vantað bæði skóla og kenn- arastjett, standi á jafn háu menning- arstigi og íslenska alþýðan. En þeg- ar aftur á móti er miðað viðkröfurn-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.