Skólablaðið - 01.01.1909, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.01.1909, Blaðsíða 3
SKOLABLAÐIÐ Auðvitað væri æskilegast að geta veitt sem flestum viðtöku á námsskeiðið, bæði nemendum kennaraskólans og öðrum, en ef um takmörkun yrði að ræða á tölu þeirra, er móttaka væri veitt, þá virðist mjer auðsætt hverjir eigi að þoka. Vil eg svo að endingu taka það skýrt fram að eg álít það mjög misráðið, ef það yrði ofan á, að námsskeiðið byrjaði fyr en um miðjan maí, og eg ber það traust til fræðslumálastjórnarinnar að hún íhugi málið vel, áður en því verðurráð- ið til lykta. K. V. A víö oi flreif. Tvö Reykjavíkur-blöðin hafa nýlega flutt sína greinina hvort um íslensku- kenslu. Höfundum þessara greina virðist •iggja þungt á hjarta, að málið okkar skuli vera vanrækt, og er það að von- um. Báðir höfundar éru sammála um það, að alþýða sje illa að sjer í móður- máli sínu. Hallast þeir að því, að áfellast skól- ana fyrir, bæði barnaskóla og aðra skóla. Péir bera skólunum á brýn, að þeir fari illa með íslenskuna og hugsi ekki nóg um að vekja virðingu fyrir henni. Annar greinarhöfundurinn segir mcð- al annars: »Pví miður er eg hræddur um, að í mörgum skólum vorum sje ís- lenskukensla algerlega ónýt eða verri en það, vegna þess, aðkennararnir hafi alls enga hæfileika til þess að kenna hana.« Pað er örðugt að segja, við hvað mikla þekkingu á skólahaldi og kenslu þessi hræðsla höfundar styðst. Vera má, að kenslunni sje meira eða minna ábótavant, en það hlýtur að lagast méð meira eftirliti en verið hefir. Eg þekki til í nokkrum skólum, þar sem hið gagnstæða á sjer stað, og svo get eg hugsað sje viðar. Pekt hefi eg líka kennara og átt, sem lagt hafa alla alúð við að gera lærisveina sína vel úr garði og vekja virðingu þéirra fyrir móðurmálinu og glæða ást þeirra á því. Lengi má deila um það, hvort Pjetur eða Páll hafi hæfileika til að kenna hvort heldur er móðurmál eða annað. En ekki er eg samdóma höf. um það, að hæfileikaleysi íslenskra kennara sje orsök þess, hve þjóðin er fákunnandi í málinu. Öðrum greinarhöfundi þykir sýni- lega of mikið gert að því, að hlýða yfir málfræði og spyrja um orðmynd- ir. Honum farast orð á þá leið, að víða sje ekkert kent nema stafsetn- ing. Pað er víst óhætt að fullyrða, að skólarnir okkar reyna að sameina þetta þrent: stafsetningu, málfræði og virðingu fyrir góðu máli, hitt er ekk- ert tiltöku'nál, \>óíi það takist mis- jafnléga. Reyndum mönnum mun koma sam- an um, að stafsetningar-kensla sje engu ónauðsynlegri í barnaskólum en málfræðiskensla. Vitanlega er líka nauðsynlegt að geta komið börnum í skilning um málfræðishugmynd- ir, ef tími vinst til. En þeir, sem þekkja, vita, að margt þarf að gera áður, því börnin kunna ekki að tala, þegar þau koma í skólana. Fræðslutíminn hefir verið og er í molum hjá okkur eins og skýrslurnar um sveitakenslu sýna. Hann hefur verið frá 1 viku og upp í 26 vikur, en lengstur fræðslutíminn hjá föstum skólum 7 '/2 mánuður, víða miklu styttri. Pað má vafalaust furðu fljótt glæða góðan smekk hjá börnum á málinu. Pað getur orðið samferða lestrarkensl- unni, á undan stafsetningi og máltræði. Ekki tjáir að kasta allri sökinni á skólana, þótt íslendingar sjeu yfirleitt fákunnandi í málinu. Fleira liggur til grundvallar fákænsku manna í því efni en ljeleg skólakensla. Lestri fornsagna okkar er að fara aftur. Menn eru hættir að lesa sögur. Dönskunámskák er að færast í vöxt. Kaupstaðirnir búa til orðskrípi og fá þau að láni; þau breiðast út og berast upp til sveita. Danskar skáld- sögur eru meira lesnar en fornsög- urnar. Blöðin eru rituð á vondu máli og ekki svo vandað mál á bókum, sem vera skyldi. Daglega málið er að verða afskræmi í kaupstöðunum, alls ekki síður meðal lærðra manna, nema fremur sje. Skólarnir einir eru ekki færir um að veita þessu mótspyrnu. Erfiðast er hlutverk þeirrra í kaup- stöðunum. Par ægir öllu saman hjá börnunum: stafsetningarvillum, hálfútiendum orðum og vondri setn- ingaskipun. Petta er öðruvísi upp til sveita, þar er málið hreinna, sem talað er við börnin og orðskipun óg setninga- skipunin betri. Stafsetningunni er auðvitað ábótavant. Pað væri ofætlun óspiltum smaladreng ofan úr svit að skilja landa sína hjer í Reykjavík, þeg- ar þeir garantera stykkin komplett á bókaaxtionum um formiddaginn við tólftíðina og eftirmiddaginn við sex- tíðina, en þetta skilja unglingarnir í Reykjavík. Börnin læra málið af því það er haft fyrir þeim. Ljettatelpa framan úrdölum myndi ekki skilja húsmóður sína hjer í R.vík er hún segði: »Afstufaðu nú skiliríin, og láttu ofninn ekki ganga út ef ein- hver skyldi koma í vísitt. Taktu svo viskustykkið og póleraðu borðtauið. Penaðu síðan til í spískamesi og kokkhúsi svo þar líti ekki alt of úhuggulega út; eins inni í lælíheð- inni.« 6 ára telpa hjer í Vík skilur þetta, það þekkja allir. Sá sem nefnir eldhús talar sveita- lega, hinn sem nefnir búr er nærri því klúryrtur. Von er að margur spyrji um hvað gera eigi til þess að bæta máiið. Svörin verða nokkuð mörg. Pað verða fleiri en skólarnir, sem þurfa að vinna að umbótunum. Fyrst og tremst verða húsbændur og foreldrar að temja sjer að tala gott og hreint mál. Peir verða að kenna börnunum að tala rjett heima, þeir verða að leiðrjetta börnin og leiðbeina þeim þegar þau eru fyrst að læra að tala. Til dæmis að taka má ekki lofa börnunum að venjast á að segja: »Meg langar í kuku mist af ullu. Ég fir tel hinnar mummu og beð hana öm önderskál mið sekre og kuku á.« En svona er málið barnanna hjer sunnan lands þegar þau koma í skól- ana til Okkar. Pað þarf meira en lítið til að skila þeim góðum úrskól- anum eftir skamman tíma. Pað er við ramman reip að draga að leið- rjetta til fulls allar vitleysurnar, sem börnin koma með að heiman og af götunni hjer í kauptúnunum. Mikið hafa skólarnir hjálpað, en sjálfsagt hafa þeir ekki gert eins mik- ið og æskilegast hefði verið. En hvernig ætli málið væri nú ef við hefðum ekki átt skólana? Pá er eg hræddur um að við værum ver rit- færir og ver læsir. Pað þurfa margir að taka höndum saman eigi almenningur að læra ís- lenskuna vel. Rithöfundar þurfa að skrifa bæði fallegt og hreint mál. Ritdómarar verða að dæma sam- viskusamlega bækur, sem út koma, með það fyrir augum að leiðbeina þjóðinni. þeirri reglu á að fylgja hvort heldur dæmt er um efni eða mál. En þótt árlega sje bent á það, að ritdómar hjer spilli fremur smekkfólks en bæti hann, þá dynja þeir samt sem áður yfir þjóðina jafn vitlausir og áður og jafn samviskulausir. Pað er orðið svo alkunnugt, að hvert mannsbarn veit það, að ritdóm- arnir eru ýmist ritaðir af velvild til bókarhöfundarins eða þá af óvild til hans. Dómarnir verða því marklaus- ir og miklu verri en gagnlausir fyrir alþýðu. Hrognamál á bókum er lofað hafi einhver sá ritað, sem ritdómararnir þora ekki nje vilja ganga í berhögg við. Gott mál er aftur á móti nítt úr hófi hafi einhver nýgræðingurinn ritað það. Með þessu eru þrjár syndir drýgð- ar: Frjóanginn er brotinn og marinn í ógætni og af strákskap. Lesendum eru viltar sjónir ög ritdómendum sjálfum smán ger. Hjer á landi dæmir hver dreng

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.