Skólablaðið - 01.05.1909, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.05.1909, Blaðsíða 2
42 SKOLABLAÐIÐ sjer stakk eftir vexti ineð námsgreina- fjöldann ár hvert, og auk þess ljettir það talsvert á, að kennararnir við Kennaraskólann eiga að sínu leyti að kenna ókeypis við framhaldskenslu skeiðið. En nú vaeri æskilegt að fá að vita það, hvað margir kennarar það væru, sem vildu taka þátt í fram- haldsnámi, þar sem þeir ættu ekki kost á að fá kenslu nema í einni fræðigrein sama árið eða mesta lagi tveim. Beinasti vegurinn til þess sýn- ist sá, að þeir kennarar sem þetta vildu, skrifuðu útgefanda Skólablaðs- ins um það, og nefndu jaínframt þá fræðigrein eða þær fræðígreinar sem þeir vildu helst njóta tilsagnar í. Þetta gæti flýtt fyrir því að framhaidskensla í einstökum greinum komist á. Láti engir eða mjög fáir til sín heyra, þá má skoða það sem vott þess, að til- lagan sje of snemma borin fram, og að hún geðjist kennurunum ekki nú sem stendur. Kennari. Hngleiöingar í jólafríinu 1908 -’09. Eftir Snorra Sigfússon frá Tjörn. Frh. Nemandinn þarf að læra til aó lifa, og þess vegna er um að gera að sem mest af því sem sagt verður, verði hans eigin eign. Leikfimi er sjálf- sögð, og jafnframt skíða og skauta ferðir, þegar því verður við komið; — en gegn um alt þetta verður söng- urinn að hljóma, ti! að vekja »andans mögn» — lyfta, glæða og Ijetta starfið. þýðingarlaust fjas! — Markmiðið of hátt! — Vjer eignumst aldrei skóla sem svara tii þess sem sagt hefir verið, — munum þið máske segja. En því er einu til að svara, að af þessu markmiði megum vjer ekki sleppa; þessar kröfur megum vjer ekki hina minstu vitund skerða, svo'fram- arlega sem vjer viljum lifa og dafna sem heil og sjerstök þjóð. Efins vegar væri h'til ástæða til að halda að oss væri !íf lagað, ef vjer ekki hefð- um dáð nje dug til aó gróðursetja slíka skóla f vorum eigin jarðvegi; — alveg eins og nágranna þjóðirnar; ef oss skortir afl og atgjörfi til að ala upp æskulýðinn, þá erum »vjer á vegi til grafar«. En nú á dögum er Bæði synd og smán að telja sjer trú um slíkt. Jafnvel í svartasta myrkrí seytjándu aldarinnar, áttu feðurnir vor- ir von og trú á líf lands og þjóðar; hversu sannfærðir megum vjer þá ekki vera nú á dögum, bara ef vjer breyt- um viturlega, og ráðum ráðum vorum, sem heiðvirðum mönnum sæmir. Eg veit heldur ekki hvar ætti að vera betri skilyrði fyrir slíka skóla, en heima, þar sem eflingarþráin er vakin, þjóðin góðum gáfum búin og verkefni skól- anna yfir drifið. Ekki erum vjer held- ur svo bláfátækir, eða öllu heldur: ekki svo vell auðugir, að nokkur ástæða sje til að setja það fyrir sig. það skyldi þá vera það einasta, að vjer hefðum enga dugandi kennara, og því miður er mikið hæft í því. Áuðvitað eru það kennararnir sem skapa skólana, og ráða árangri þeim, sem starf þeirra hefir. Ptss vegria þarf að vanda val þeirra manna. Hingað til höfum vjer — því miður — átt alt of fáa góða kennara, og það hefir verið stór hnekkir fyrir hið »unga ísland«, e.i ætla má án efa, að þaðhafi komið af tilfinnanlegum skorti á kennaramentun. Nú er verið að bæta úr því, og þá mun vonandi bráðlega í ljós leiðast, að íslendingar eru eigi heldur sneyddir þeirri gáfu. Pá rísa upp nýir menn til nýrra starfa. II. Fullkomió — alfrjálst þjóðfjelag hef- ir aldrei verið til, og svo er enn. Líklega eru Ameríkumenn og Eng- lendingar komnir lengst á leið í því efni. Pó hafa t. d. Bandaríkin og England sítta stjórnartauma í eigin höndunt, — eru pólitískt sjálfstæð; en þar með er ekki sagt að þau sjeu alfrjáls þjóðfjelög. Frjáls eru þau að mestu leyti út á við, en þó svo sje, er eigi víst að þau sjeu frjáls inn á við, Frelsið hefir að vísu takmörk, og enginn verður alfrjáls. Mörg af lögum náttúrunnar setja sk/r takmörk fyrir oss. Göngum vjer í bága við þau, kemur hefndin fram á oss sjálfum. Hlýðum vjer þeim, höfum vjer frelsi. En það er stór munur á algerðum þræli og algerð- um frelsingja; og þó vjer aidrei ná- um alfrelsismarkinu, erum vjer stöð- ugt að leita eftir því, og það eigum vjer að gera. Pví lengra sem vjer komumst, því meiri þýðingu fær líf vort, og því hamingjusamari verðum vjer. Eins og líkami vor er bygður upp af ódeilandi ögnum, eins eru þjóð- fjelögin bygð upp af einstaklingum, og leituðum vjer í Ameríku og á Englandi, mundum vjer finna fjölda þjóðarlima, sem kvörtuðu yfir ófrelsi og áþján. Vjer mundum máske finna menn, sem væru þrælkaðir af öðrum mönnum, en fleiri mundum vjer sjá, sem neyðin lemdi með lurkum að verkinu, sem þeir fyndu enga minstu ánægju í — ef til vilí, vegna þess að það var svo lágt! En þó þessir menn kæmust hátt, mundi fara á sömu leið. Peir eru eigi iengur sjálf- ir sínir húsbæridur, heldur þrælar starfsins. Engin heilaspunnin lög megna að frelsa þá. Vjer sjáum þann- ig að hið ytra og innra frelsi er beinlínis ekki það sama. í lífi þjóð- arinnar verður það að baldast í hend- ur, — svara hvort til annars. Langt hafa forfeður vorir komist í þessu x efni, á þjóðstjórnarárunum, — hvað einstakl. snerti gagnvart allsherjar- stjórninni, og alsherjarstj. gagnvart eínstakl.; en gæjumst vjer lengra inn í líf þeirra og siðu, sjerstaklega á síóarí hluta þjóðveldisins, heyrum vjer brátt hringla í hlekkjunum. Inneftir en ekki út-eftir á hið sanna írelsi rót sína að rekja. Hversu oft eru ekki hin þörfustu verk vanvirt htima, að eins vegna þess, að þau þykja of Iítilmótleg, — svo sem heiður þess sem þau rækti væri í veði. — Flestir munu og hafa heyrt jafnvel hærri sem lægri kvarta um þrældóm. Peir eru þrælar síns lífsstarfs. Pað er svo gleði snautt, — og ekkert til að vinna fyrir. Vjer ísléndingar höfum engaástæðu til að kvarta um hörku og hlífðarleysi vinnuveitendanna, en það er þó það sem vjer hljóðum svo sárt yfir. Pess vegna viljum vjer helst allir sanian vera »lausamenn«, — engum böndum bundnir, eður nokkrum skyld- um háðir hvorki við Guð nje menn. »En hvert viltu maður fara og flýja? þú flýr þig aldrei sjálfan þó.« — Ætli vjer kennum ekki hlekkjanna í lausamenskunni — ? Bærum vjer saman kjör og kosti íslenska — og norska vinnulýðsins hjá bændunum t. d., mundum vjer brátt sjá allmikinn mun. Eg hefi farið yfir mikið af Vestur landinu hjer, — nokkuð af Suður- og Austurlandi líka, og unnið um tíma bæði vestan —, sunnan og aust- an lands. Eg hefi því eftir megni aðgætt kjör og aðbúð vinnulýðsins í þessum landshlutum. Pað er eng- engum efa bundið, að norski vinnu- karlinn — og þó sjerstaklega konan — sætir að mun harðari kjörum en al- menf gjörist heima nú á dögum. Hjer er einni — aleinni vinnu- konu alls ekki vorkent að hirða 10 —12 kýr, 30 — 40 kindur og 3 — 4 svín, og svo hamast í vefstólnum á milli eður öðrum innistörfum, og þó fær hún minna kaup, en alment gjörist heima nú. Oftast gera vinnumennirnir heima, lítið yfir veturinn, — þeir sem þá ekki hirða fje, — en hjerna mega þeir höggva og saga og draga trje, stór og smá, úr skóginum, og er það eitthvert hið versta vérk sem eg veit; þeir þreskja og höggva eldivið, taka upp — eða sprengja grjót úr ökrum og túnum, og keyra fram ogaftur, — aftur og fram. Sjaldan er vinnufólk- ið látið vera verklaust. Öll aðbúð er síst betri, þó það sje sjaldgæfara hjer en í Danmörku, að vinnulýðurinn sofi í fjósum og hesthúsunum! Eg hefi þó örsjaldan heyrt norskt vinnufólk kvarta, — síst um þrælkun. — Pað vi11 vinna, og fyrirlítur alls ekki hin lægstu verkin. En svo er það að krefja meiri og meiri rjettar í þjóð fjelaginu! Pað þekkir orðið skyldurnar, og

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.