Skólablaðið - 01.05.1909, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.05.1909, Blaðsíða 4
44 enda hennar er afþiljað áhaldaher- bergi. Fræðslulögin nýju mæta engri mót- spyrnu, það eg til veit, hjer í sveit. Enda er breytingin alls eigi mikil frá því er verið hefir hjá Mýrdælum síð- ustu árin. En þó að kenslumála- klukkan kunni að vera nokkrum mín- útum á eftir dagsmörkum fræðslu- laganna, þá vonum vjer að það verði fært á betra veg, þar eð sýnd hefir verið öll viðleitni á því, að færa kenslumálin í lag eftir föngum. Hugsjónirnar — nei, eg ber ekki við að segja eitt órð um þær, í þeim sökum hafa fæst orð minsta ábyrgð, en eg man eftir því að við lofuðum hátíðlega að brégðast ekki hug- sjónum okkar, lofuðum að vinna af alúð og kappi að heill mentamálanna f orði og verki. Um efndirnar hjá mjer skal eg ekki fjölyrða. Eins og þið sjáið, þá hefi eg lítið lagt ti! mál- anna opinberlega, og hvað stoðar að ætla að bera af sjer blakið með því, að segja að annirnar hafi staðið í vegi — nei, hugsunarleysi, leti og ómenska eiga sökina. En eg er nú búinn að sofa nógu léngi og vona að eg þurfi ekki að stritast við að halda sjálfum mjer vakandi fyrst um sinn. En hvað líður nóttinni hjá ykkur? Er ekki mál að fara á fætur? Jæja, góðan daginn! og gleðilegt nýár! vildi eg sagt hafa. En, meðal annars, hvar eigum vjer að koma saman næst? Er ekki fram- kvæmanlegt að hittast á Þingvelli seint í júní næsta sumar? Pað vil eg. Hvað segið þið? Er nokkur hængur á því? — — — — »Ekkert ti! fyrirstöðu, ef Ouð lofar.« Eg þakka fyrir! Líði ykkur öllum betur en þið eigið skilið! Litla-Hvammi á nýársnótt 1908 ’09. Steýán Hannesson. Um mentun sjómanna flytur »Dagur«, hið nýstofnaða viku- blað ísfirðinga, dálitla hugvekju. Vill láta stofna námsskeið handa sjómönn- um, þar sem »sjermentaðir menn um fiskiveiðamál fræddu sjómenn um alt, sem að málum þeirra lýtur, hvettu þá ti! fjelagsskapar og samheldni, skýrðu frá nýjum veiði- og vinnu aðferðum, veiðarfærum og meðferð fiskjar og sölu. Auk þess ætti að halda þar menn- ingarlega fyrirlestra. Slík námsskeið æskileg víðar; landsjóður ætti að styrkja | þau að nokkru leyti, en bæja- og hjer- aðsstjórnir að nokkru leyti*. Hugvekjan er þörf og rjett að gefa henni gaum. Landlegudagarnir í verstöðum og sjóþorpum eru margir, og einkar hentugir til fyrirlestra og fræðslu: Skortir ef til vill víðast hæfa menn og góðan vilja. Fjárspursmál- ið svo óverulegt, að það ,ætti enginn þröskuldur að vera. SKOLABLAÐIÐ Eitthvað þessu líkt hefur verið reynt á Eyrarbakka; en fjell víst niður — af örsökum, sem oss eru eigi kunnar. Gagnfr«ðaskóii á ísafirði. þingmaður ísfirðinga flutti frumvarp um það í e. d. að stofna gagnfræða- skóla á ísafirði. Nefnd var kosinn í málið, en ekkert hefur heyrst frá henni síðan. Mentunaráhugi sýnistfara vaxandiá ísafirði; þeir hafa það nú í ráði, ís- firðingar, að stækka barnaskóla sinn að miklum mun. Framhalds bekkur hefur verið þar síðustu árin fyrir stálp- aða unglinga, og kostað hefur verið kapps um að fullkomna barnaskól- ann sjálfan með bættum og auknum kensluáhöldum og kenslukröftum. Hvergi betur launuð barnakensla nú á landi hjer en á Isafirði. Svöng skólabörn. Nýlega hefur þótt ástæða til að grenslast eftir mataræði skólabarna í nokkrum borgum í Ameríku. Við þá rannsókn vitnaðist það, að í Chicago gengu að jafnaði 5000 börn svöng í skóla, og hálfu íleiri voru vanhaldin af matarskorti, svo að það stóð þeim fyrir þrifum, háði framförum þeirra í skólunum. fSv. L. t.) Skólamála á þingi verður að nokkuru getið í næsta blaði. „Skólablaðsins44 verður ekki sendur neinum, nema burðargjald fyrir hann verði sent fyrirfram afgreiðslumanni blaðsins, hr. Hailgrimi skólakennara lónssyni, Bergstaðastræti 27 Rvík, en burð- argjaldið er þetta: fyrír Tímaritið..........60 au. — Kennarablaðið ... 30 - — Skólablaðið.... 40 - Coær kennarasiöður eru lausar næsta ár við barnaskólann á Isaýirði með 700 kr. launum hvor. Um- sóknarfrestur til 14. maí næstkomandi. ísafirði 6. apríl 1909. Þorvaldur Jónsson. eru beðnir að tilkynna afgreiðslu- manni tafarlaust er þeir hafa bú- staðaskifti. 5HF* Wðjudaginn 18. Maí verð- ur aðalfundur haldinn í kennara- fjelagi Gullbringu og Kjósarsýslu í Flensborgarskólanum. Fundurinn hefst kl. 4 e. h. Aðalumræðuefni: Lestrarfjelag fyrir kennara sýslunn- ar. Ögmundur Sigurðsson. UNGA ÍSLAND. MYNDABLAÐ HANDA BÖRNUM OO UNOLINOUM. 5. árg. 1909.-5000 eintök. Kostar innanlands kr. 1,25, sem borgist. fyrir maílok. Pessurn árgangi fylgir gefins handa skil- vísum kaupendum : BARNABÓK UNGA ÍSLANDS 5. ár. FRJETTABLAÐ UNGMENNA 1. ár. HAUSTSKÓGUR (Ijómandi falleg lit- mynd). BÓKASEÐLAR, sem veita afslátt á ýmsum bókum. VERÐLAUNAþRAUTIR eru í blaðinu við og við. « Útsölumenn fá blaðið lægra verði, og auk þess ýms hluntiindi. Meira síðar. r ■*/*/*■.■* .. T/*/Æ/jr/Æ/Æ/jr/Æ/Æ//r/*/*r r r r r r r/r/r/r/r/r/r/r/r/r/r/r/r/r/r/r/n Aðalfundur hins verður haldinn miðvikudaginn 19. maí næstkomandi. Fundarcfni, staður og stund verður auglýst síðar. Útgeýandi: HIÐ ISLENSKA KENNARAF/ELAG. Ritstjóri og áhyrgðarmaður: /ÓN Þórarinsson. Prentsmíðja D. Ostlunds.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.