Skólablaðið - 01.06.1909, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.06.1909, Blaðsíða 4
52 SKOLABLAÐIÐ óhaggaðar kröfur fræðslulaganna og fyrirmæli um fræðsluskyldu og fræðslukröfur (I. Kafli) — hjeraðaskifting (í skólahjeruð og fræðsluhjeruð) (II. k.) — skólahald í skólahjeruðum (III. k.) — próf (V. k.) — skilyrði fyrir styrkveitingu úr landsjóði (VI. k.) — skipun og skyldur skólanefnda og fræðslunefnda (VII. k.) — yfirstjórn fræðslumála og umsjón (VIII. k.) Frá barnapr5funum 1909. (Úr Þing.syslu): — — — Eg held einnig að það ætti að vera fyrirskipað að einhver úr fræðslunefndinni sje við prófið, þar sem hún á að athuga, hvort öll börn mæta, kæra til sekta, og gefa gaum að hvernig þau standi sig, eða hvort þau muni ná fræðslumarkinu á rjettum tíma. Prófið hjer virðist ganga veljbörn- in fjörug og kát, og als ekki feimin, eða kjarklaus; kunnu mikið af kvæð- um, og tóku mörg 6 í landafræði, 14 ára. Pað var auðsætt að prófið — eða umhugsunin um það — hafði aukið þekkingu þeirra og kunnáttu að miklum mun, írá því, sem ella hefði verið. — — — (Úr Snæf.n.s.) Hörmung er með börnin hjer í sveit. Vitnisburður þeirra er, held eg of hár í samanburði við hin útfrá. Ekki von, raunar, að þau sjeu betri; hjer hefur ekki verið nokkur kensla í 14 ár, og presturinn gerir ekkert. Hann varð vondur, þeg- ar eg bað hann um nöfn barnanna, sagði að Stjórnarráðinu kæmi ekkert við börn hjer. — — — — En út frá ér vaknaður áhugi; sjerstl. hefur Hall- björn í Gröf hug á henni í sinni sveit. — — — — Aðalfundur hins ísl. kennarafjelags var haldinn 19. f. m. Þar gerðist þetta helst: 22 kennarar gengu í fje- lagið (31 bættust því í fyrra). Borin upp til fullnaðarsamþyktar lagabreyt- ingar, sem samþykt hafði verið á sein- asta fundi, svo hljóðandi: »Fjelagið gengst fyrir því, að sem fyrst verði stofnuð kennarafjelög um alt land, og þegar tiltækilegt þykir, verði kvatt til sameiginlegs fundar fyrir öll kennarafjelög landsins og sett á stofn alsherjar bandalag með fjelögum öllum, og komi þaðístað hins íslenska kennarafjelags, ogtaki við sjóði þess og öðrum eignum.« og var hún samþykt á fundinum. En aðal-umræðuefni var útgáfa »Skólablaðsins« - sem fjelagið tók að sjer síðastliðið ár. Blaðinu hafa bæst kaupendur, um hálft annað hundr- að, síðan í fyrra, en ber sig þó ekki enn. Stjórn kennarafjelagsins annast um útgáfu blaðsins eftirleiðis undir sömu ritstjórn og síðastl. ár. Stjórn fjelagsins var endurkosin að öðru leyti en því að Skólastjóri Morten Hansen var kosinn varaforseti (í stað Dr. B. M. Olsens) og Pórður J. Thor- oddsen, bankaritari, endurskoðunar- maður (í atað Björns Jónssonar, ráð- herra, sem beðist hafði undan kosn- ingu); og varafulltrúi var kósinn Einar Þórðarson, kennari á Seltjarnarnesi, í stað Jóns Jónassonar, barnaskólastjóra í Hafnarfirði. — ?rú Öíuju Tinsen. Sfofnanda kvennaskó/ans í $.eykjavík er minst í 12. tbl. »Óðins« (mars- blaðinu), og flytur blaðið mynd af henni; en frk. Póra Friðriksson \ætur myndinni fylgja nokkur æfiatriði þess- arar merku konu. Tvent er það í þessum æfiatriðum, sem mest ber á, starfserni frú Finsen sálugu fyrir sönglistina hjer á Iandi, og stofnun kvennaskólans í Reykjavík. Lærisveinar hennar í sönglistinni urðu um áratugi kennarar í sönglist (Jónas Helgason frú AnnaPjetursson) og kvennaskóli Reykjavíkur mun um aldir minna á starfsemi hennar íþarf- ir íslenskrar kvennmentunar. Nöfn þeirra hjóna Hilmars Iands- höfðingja og frú Finsen týnast ekki úr sögunni, en eru þeir ekki margir samtíðarmenn þeirra, sem langar til að myndir þeirra geymisteftirkomend- um? Pað ér hneyxli að vjer skulum ekki geta sýnt svip Hilmars Finsens, þegar vjer sýnum íslendingum og út- léndum komumönnum alþingishúsið. Og þegar kvennaskólinn flytur áþessu ári inn í hið veglega steinhús, verður fyrst og fremst að minnast frú Ólufu Finsen. Par á mynd hennar áð sjást, í veglegasta sal hússins. Skemtisamkomu hjeldu þeir kennarar og nemendur gagnfræðaskólans á Akureyri 3. f. m. Tilgangurinn aðallega sá aö koma á fót sjóði til styrktar fátækum nemend- um skólans. Skemt var með ræðum, söng og hornablæstri. En síðasti þáttui skemt- unarinnar var - ekki dans, heldur sýning á leikfimis-leikni nemendanna. Útgeýandi: HIÐ ISLENSKA KENNARAFJELAG. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: fÓN ÞÓRARINSSON. Prentsmiðja D. Ostlunds. UNGA ISLAND. MYNDABLAÐ HANDA BÖRNUM OO UNOLINO'JM. 5. árg. 1909.-5000 eintök. Kostar innanlands kr. 1,25, sem borgist fyrir maílok. Þessurn árgangi fylgir gefins handa skil- vísum kaupendum : BARNABÓK UNQA ÍSLANDS 5. ár. FRJETTABLAÐ UNGMENNA 1. ár. HAUSTSKÓGUR (Ijómandi falleg lit- mynd). BÓKASEÐLAR, sem veita afslátt á ýmsum bókum. VERÐLAUNAÞRAUTIR eru í blaðinu við og við. Útsölumenn fá blaðið lægra verði, og auk þess ýms hlunnindi. Meira síðar. KaupbœfÍF „Skólablaðsins" verður ekki sendur neinum, nema burðargjald íyrir hann verði sent fyrirfram afgreiðslumanni blaðsins, hr. Hallgrími skólakennara Jónssyni, Bergstaðastræti 27 Rvík, en burð- argjaldið er þetta: fyrír Tímaritið.....60 au. — Kennarablaðið... 30 - - Skólablaðið. ... 40 - Lesið! Mjög margvísleg, og ódýr rit- föng, svo og prentpappír m. m. því um I., fæst hjá undirrituðum, bæði meðstÓr8ÖlU¥GrðÍ(innkaupfráfyrstu hendi) og smásöluverði. Einnig pantar undirritaður óil skólaáhöid fyrir farskóla og fasta sköla. Far- skóiaáhöidin mjög meðfærileg. Skölanefndir og fræðslunefndir sendið pantanir fyrir miðjan júlí. Full borgun fylgi pöntunum. BeyKiwíK, Berð$utr. 3, % \m. Jlsgr. Magnússon,

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.