Skólablaðið - 15.06.1909, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 15.06.1909, Blaðsíða 2
54 rækilega um þennan ósóma að íslenzkt fólk væri að senda börn sín í aldanskan skóla. Man eg þá að »ísafoId« reit á móti fremur afundið og virtist einmitt telja skólanum það til ágætis og yfirburða að alt færi þar fram á dönsku, sú lunga þá sjálílærð, og gagn og gaman að kunna hana, auð- vitað. Ekki man eg eítir að hafa lesið aðra málsvörn fyrir móðurmálslausu fræðslunni, en ýmsir helstu menn þessa bæjar, íslensk- ir, hafa í verki samsint því með því að senda börn sín á Landakotsskólann. Og svo er verið að gylla mentunargildi móðurmálsins! Dóminn í ísafold átti víst enginn annar en sjálfur ritstjórinn (B. J.). Jeg veit að ritstjóri annars þjóðlegasta og áhrifamesta blaðsins (Sk. Th.) er sama sinnis í orði og verki í áliti sínu á notkun hins danska barnaskóla hjer í bænum. Jeg beinist að þessum mönnum af því j að þeir eru öndvegishöldarnir í sjálfstæð- is- og þjóðrjettindaframsókn vorri. Blöðin okkar íslensku, sjálfsagt engu síður þeirra blöð en önnur blöð, hafa vakið oss mörg samhrygðartár með ves- alings Pólverjum, sem meinuð er kenslan fyrir börnin sín á móðurmálinu: »Stærsta kúgun. — Sárasta böl«. — — Eins og það sje ekki gott óg gagn- legt fyrir pólsku krakkaangana að læra þýsku! — — Sje nú öllu svona hvolft við hjer heima fyrir — þá skirpum vjer og svei- jum þessarri þjóðernisóveruogþessutungu- greyi. Hvað að vera að dragast með þann hjegóma? — — »Pað er færeyska fyrirmyndin«, segir getspakur kunningi. Og yfirmálið á þá líklega eftir að komasí upp i prjedik- unarstólinn hjá okkur. En spyrja mætti þá menn, sem svifta vilja börnin sín og annarra móðurmálinu islenska, því þeir þa vilji ekki fá hjer alenska barnafræðslu? Par þó fyrir miklu meira að gangast. Og síður að óttast hrognamálsgrautinn, er tungan nýja er óskyldari. Ekkert er nýtt undir sólunni! En hætt- um þá líka að hnjáta i góða og merka feður vora á 18. öld, sem skifta vildu um tunguuna eða selfæra okkur suður á Jótlandsheiðar! N. Kbl. Sparsemiskensla í barnaskolunum. Eins og kunnugt er, er mönnum um fátt tíðræddara nú, en fjárhags- ástand landsmanna. Menn kvarta og kveina. Hver þykist öruggastur, sem minstu fje hættir í fyrirtæki og af því leiðir atvinnuleysi og margt annað ilt, sem enn er eigi sjeð að rætist úr. Traust á landsmönnum út á við hef- ir minkað, sökum vanskila á skuldum, | SKÓLABLAÐIÐ og sömuleiðis inn á við, af sömu or- sökum. rii að bæta liina íjárhagslegu mein- semi, sem land vort nú þjáist af, þarf auðvitað að finna orsakir hennar og ráð til að uppræta þær. Þetta hefir að vísu verið gjört, að því leyti, að orsakir hefir verið bent á, en þær hafa verið þannig viðfangs að lands- menn hafa ekki getað við þær átt. Eru það hin útlendu peningavandræði, sem hafa haft mikil og ill áhrif á alt viðskiftalíf vort. Par eð sumt það, er fjárhagsvand- ræðunum veldur, er óviðráðanlegt, ættu menn því frekar að leitast við að bæta það, sem kynni að vera mögulegt að bæta. En eru þá engar slíkar orsakir til? Pað er ekki ætlun mín með þessum línum, að benda á og finna ráð við öllu því, sem í landinu veldur fjár- hagsvandræðunum, því þá dul veit jeg mjer um megn vera, en á eina slíka orsök vildi jeg benda og hún er eyðslusemi landsmanna. Eins og kunnugt er, hafa kröfurn- ar til lífsins aukist stórkostlega á síðari tímum. Menn neyta margs- konar munaðarvöru svo úr hófi gengur. Menn hlaða utan á sig allskonar ó- nauðsynlegu eða beinlínis skaðlegu prjáli, einungis til þess að elta heimsku- lega týsku. Menn hrúga í híbýli sín hjegómlegum hlutum, sem eiga að vera augnagaman eða til þess að fylgjast með í tímanum. Hinir stærri I kaupstaðir ganga á undan og aðrir kaupstaðir og sveitirnar streitast út | af lífinu við að lafa með. En þetta fylgir menningunni segja I menn. »Já, verið getur það; en erómögu- legt að þetta geti flutst um landið, i þótt menning fylgi ekki? A nú að segja íslendingum að þeim fari ekki fram í menningu? Nei, en hins má spyrja: Fer þeim að sama skapi fram í að framleiða og þeim fer fram í að eyða? Það hefir nútíminn reynt, og reyndin hefir orð- ið, að landsmenn eyða hlutfallslega meiru en þeir framleiða. En þá er menníngarþroskunin ekki sönn. Hún er þá ábyggileg, þegar einstak- lingurinn eyðir ekki meiru en tekjur hans leyfa, því annars getur hann ekki verið efnalega sjálfstæður, en efnalegt sjálfstæði er meginstoð hins andlega sjálfstæðis í flestum tilfellum. Til dæmis um hugsunarhátt manna í þessum efnum, skal þess getið, að þeir menn eru til, sem h2fa tekið lán tii að kaupa ónauðsynlega hluti í hí- býli sín. Af láninu þurfa þeir að borga rentu og af hlutunum bruna- bótagjald; hafa þeir þannig bundið sjer tvær ónauðsynlegar útgjaldabyrð- ar, einungis til að fylgjast með í tím- anum. Og hve mörg eru dæmi þess, að menn kaupa, fyrir væntanlegan arð á næsta ári muni, sem þeir gætu auðveldlega án verið, og svo rekur á I reiðanum með borgunina. Slík dæmi eru ótalin. Innan undir fágaðri menningarskurn getur stundum leynst dáðleysi og óinenska. Nú vilja menn segja: Pettavissum við áður, en að finna ráðin til að lag- tæra það; — það er vandasamara. Eitíhvað verða menn að gera í þessu efni. Ættu allir, sem hugsa um þetta mál, að benda á þau ráð til endur- bóta, sem þeim dettur í hug. Pað er augljóst, að þessu verður ekki breytt í einni svipan. Hugsun- arhætti heillar þjóðar verður ekki snú- ið eins og vindspjaldi. Breytingin verður að koma smámsaman. Mést ríður á, að unga kynslóðin verði fyr- ir sterkustum áhrifum, minna verturn hina þroskuðu kynslóð, enda er örð- ugra að hafa áhrif á hana. Hvaða stjett manna hefir best tæki- færi til að leiða þjóðina á brautspar- seminnar? Pað er — kennarastjettin. Mikið á nú að heimta afkennurun- um, sem svo lítið bera úr býtum, sjálfir, vilja menn ef til vill segja. Satt er það. Mikið er heimtað af þeim, en meira verður heimtað af þeim og þá verður þeim vonandi bet- ur launað en nú er. Það er mín hyggja, að kennarastjett- in ráði meiru um framtíðina en nokk- ur önnur stjett manna hjer á landi, og miklu meir en menn alment gruna. Þessi stjett, sem enn er naumast tal- in sjerstök stjett, er þó sá flokkur manna, sem hefir að miklu leytifeng- ið í hendur stjórntaumana á andans- fleyi þjóðarinnar. Að rökstyðja þetta er óþarít, því það liggur í augum uppi. Pegar maður hugsar um alla barnáskólana og kennara að störfum og sjer að þéir standa íraunogveru við stýrið og hafa hugarstetnu þjóð- arinnar í hendi sjer, þá dettur manni ósjálfrátt í hug: Þetta eru konungar framtíðarinnar. Og í þeirri von að þeir verði engir Loðvíkar, treysti jeg þeim tll að beygja huga barnanna í sparsemisáttina. Af því að hægara er að venja börn en fullorðna menn, virðist það sjálf- sagt, að næsta kynslóð fái uppsker- una af námi nútíðarkynslóðarinnar, eins í þessu efni sem öðru. Það er nauðsynlegt, að kenna börn- unum hinaralgengu fræðigreinar, enda á það að vera til þess, aðgjörabörn- in hæfari í lífsbaráttunni; en þótt það sje gert, ef ekkert er gert til að efla vilja barnanna í þá átt að verða efnalega sjálfstæðir menn, þá vantar þann grundvöll, sem þroskun þjóð- fjelaga byggist að miklu leyti á. Kennarinn þarf að hafa það í huga, að hann er að sá frækornum, sem eiga að uppskerast í framtíðinni. Fá- ein áhrifamikil orð frá kennurum, geta haft afarmikið gildi fyrir barnið. Ef nútíðar kynslóðin vill að framtíðarkyn- slóðin erfi ekki galla sína, þá er það

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.