Skólablaðið - 15.06.1909, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 15.06.1909, Blaðsíða 3
55 afarmikil hjálp að kennarastjettin berj- ist fyrir að uppræta þá. Ekki þarf að búast við því, að öll- um takist þetta eftir óskum, enda á það við í flestri baráttu, en viðleitni má þó sýna, og ólíklegt er, að það beri ekki neinn ávöxt. En hvernig á að fara að því? AÖferðirnar eru margar og yrði of langt mál að minnast á mikiðafþeim hjer, enda geta kennararnir best fund- ið þær, Jeg vil aðeins nefna fá at- riði. Fyrst og fremst má telja eftirdæmið. Kennarinn þarf að vera sparsamur, ef hann vill ala upp sparsöm börn. Hon- um er gagnslítið að útskýra hve tó- baksnautnin sje mikið óhóf og skað- semi, ef hann neytir tóbaks sjálfur. Eða um vínnautn, ef hann neytir víns. Kennarinn má ekki vera skrautgjarn um of, að minsta kosti þarf það að fara eftir efnum hans. Hann þarf að veia hirðusamur um smámuni, reglu- samur og sparneytinn, bera virðingu fyrir eignarrjettinum og vera áreiðan- legur í viðskiftum. Sje hann þannig, getur hann frætt börnin um sparsemi í þeirri von að það hafi einhver áhrif á þau. Kennarinn þarf öðru hvoru að taka tíma til að útskýra nytsemi sparsem- innar fyrir börnunum, jafnframt og hann útskýrir það, sem hið almenna viðskiftalíf krefur af einstaklingnum, t. d. ráðvendni, reglusemi, trúmensku o. fl. Þvínæst þarf hann að framfylgja kenningum sínum í verkinu og mun ávaninn verða drjúgvirkastur. Gott verkefni til að byrja með eru skólaáhöld barnanna. 011 eru þau einhvers viíðj. Þótt penni kosti ekki nema 2 aura, er hann of dýr til að týna honum eða skemma hann. Börnin þurfa að gæta vel áhalda sinna; ekki að fleygja þeim sitt í hvert lag. Ef þau fá eitthvað að láni hvert hjá öðru, sem helst ætti aldrei að vera, þarf kennarinn að hafa nákæmar gæt- ur á, að því sje skilað aftur. Kenn- arinn þarf að láta í Ijósi ánægju sína við þau börn, sem eru sparsöm og hirðusöm, þá mnnu fleiri koma á eftir. Annað verkefni er fatr.aður barn- anna. Kennarinn þarf að gæta þess vandlega að börnin ekki skemmi fötin að óþörfu. Hann þarf að láta í Ijósi ánægju yfir því að föt eru vel hirt og útnýtt. Hann má ekki líta smærri augum á drenginn í bættu buxunum, en drenginn í heilu buxunum. Kenn- arinn ætti einnig að fræða börnin um hverskonar föt sjeu hagkvæmust ís- lendingum og minna þau á, að »holt sé heima hvað«,.eins í þessu efni sem öðru. Um munaðarvöru ætti kennarinn að gefa börnunum þetta ráð: Þið eigið einskis að neyta, sem líkami ykkar þarfnast ekki. Munaðarvaran gerir ykkur ekkert sælli en getur gert ykkur ósælli. Jeg býst við að fáir eða engir SKÓLABLAÐIÐ kennarar hjer á landi þurfi að venja börn af tóbaksnautn eða vínnautn, en þeir þurfa að búa svo um hnútana að þau venjist ekki á slíkt síðar. Tækifæri hefir hann nóg til að útskýra skaðsemi þessara nautna. Hann þarf að koma inn hjá börnunum fyrirlitningu á slíku, gera það hlægilegt og heimskulegt í augum þeirra, þá mun sómatilfinning sérhvers barns aftra því frá þessum nautnum. Til þess að venja börnin á söfnun er nauðsynlegt að aurasjóðir sjeu sem víðast, og ættu kennarar að hvetja börnin til að leggja í þá og styðja slíkar stofnanir sjálfir. Væri jafnvel æskilegt að þeir gengjust fyrir að þeim yrði komið á fót, ef þeir hefðu nokkur tök á því. Kennarar mega vera vissir um það, að þótt þeim mæti mótstaða foreldra í flestu öðru, sem að starfi þeirra lýt- ur, þá mundu þeir vinna með þeim í þessu efni. Mun það flestum foreldr- um hugleikið að börn þeirra verði sparsöm. Jeg býst jafnvél við að þetta yrði meðal til að efla samvinnu for- eldra og kennara við uppeldisstarfið. og þótt ekkert annað ynnist við það væri þó nokkuð fengið. Jeg vona að kennarar landsins Ijái þessum orðum eyru og láti þau ekki inn um annað en út um hitt eyrað. Taki þeir þetta mál til íhugunar veit jeg að framkvæmdir koma á eftir og þá er tilgangi mínum með línum þess- um náð. Pá veit jeg að fleyið breytir ofurhægt stefnu, því sem sagt, kenn- arastjettin heldur um stýrissveifina. s.j. Gr Kennaraskólinn byrjar næsta haust vetrardaginn fyrsta. Jeg hef fengið fyrirspurnir úr ýmsum áttum um það, hvort þess mundi verða kostur framvegis að fá inngöngu í 2. bekk hans og 3. og þá jafnframt hverjum skilyrðum það verðí bundið. í 3. gr. laga 22. nóv. 1907 um stofn- un kennaraskóla er það lagt á vald stjórnarráðsins að veita slík leyfi eða synja um þau. Jeg hefi því leitað at- kvæði þess um þetta efni og fengið aftur það svar, »að innganga í 2. bekk skólans verði leyfð fyrst um sinn, og í 3. bekk næsta haust, en eigi síðar, nema sjerstakar ástæður sjeu til. Auð- vitað er inntaka í efri bekki skólans bundin því skilyrði, að hlutaðeigend- ur hafi náð sama þroska og kunnáttu, sem skólinn heimtaraf nemendum sín- um, til þess að þeir verði fluttir upp í þann bekk, sem um er að ræða«. Eftir þessum brjefum er mönnum þá óhætt að sækja um inngöngu í hvern bekk kennaraskólans, sem þeir vilja, í þetta sinn, svo framarlega sem þeir fullnægja skilyrðum þeim, ergjöra skal grein fyrir hjer á eftir; en jeg bið menn að gá að því, að það er ekki nema í þetta sinn, að dyrnar standa opnar að 3. bekk, og búast má við, að sama verði um 2. bekk áður en langt um Iíður, því að svo er tilætlað, að sú verði aðalreglan, að alþýðukenn- arar gangi framvegis gegnum alla 3 bekki kennaraskólans. Eftir reglugjörð skólans er námsgreinum skift svo á bekkina og kenslu yfirleitt þannig hag- að, að þegar í 1. bekk fer fram nokk- uð af þeirri fræðslu, sem sjerstaklega er kennurum ætluð. Ekki er heldur því aó leyna, að það vilja kennarar skólans helst, að þeir, sem ætla sjer á annað borð að sækja fræðslu hingað, dvelji hjer allan skólatímann, 3 vetur; þykist hver kennari njóta sín best með því að fá að kenna sjálfur sínar náms- greinar frá byrjun. Undantekning frá meginreglunni er gjörð þessi fyrstu ár, einkum vegna þeirra, sem voru byrjaðir á námi áður en kennaraskólinn varð til; það hefði verið hart að láta þá gjalda þess; en nú vita allir af honum úr þessu, og geta því eins byrjað nám sitt í hon- um eins og öðrum skólum, ef þeir ætla sjer að ganga kennaraleiðina. Til leiðbeiningar fyrir þá, sem ætla sjer í skólann i haust, set jeg hjer skilyrði þau, sem inntökuleyfið er bundið í hvern bekk fyrir sig. Þessi eru almenn inntökuskilyrði samkvæmt reglugjörð skólans: »1. Að nemandi, sem tekinn er í neðsta bekk, sje eigi yngri en 18 ára, í miðbekk eigi yngri en 19 ára, og í efsta bekk eigi yngri en 20 ára. 2. Að hann sje ekki haldinn af nein- um næmum sjúkdómi, eða öðr- um likamskvilla, sem orðið geti hinum nemendunum skaðvænn, eða gjöri hann sjálfan óhæfan til að gegna kennarastarfi. 3. Að siðferði hans sje óspilt.« Jeg tek það fram, að engin undan- þága fæst frá aldursskilyrði því, sem reglugjörðin setur; verður hver um- sækjandi að sýna aldursskýrteini til sannindamerkis; sömul. læknisvottorð um það, að hann fullnægi skilyrði því um heilbrigði, sem að ofan er ritað. »Til þess að verða tekinn í neðsta bekk kennaraskólans, verður nem- andinn: 1. Að hafa þekkingu á kristnum fræð- um að minsta kosti eins og nú er heimtað til fermingar. 2. Hann verðurað getalesið íslensku skýrt og áheyrilega, auðvelt, ó- bundið mál, og geta sýnt, að hann skilji efni þess, sem hann les. Hann á að þekkja hinar helstu málfræðil. hugmyndir og kunna helstu atriði í ísl. beygingarfræði. Enn fremur á hann að geta skrif- að ritvillulítið, og svo að lesmerki sjeu nokkurn veginn rjett sett, stutta ritgjörð um kunnugt efni. 3. Hann verður að kunna 4 aðal- greinir reikningsins með heilum

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.