Skólablaðið - 15.07.1909, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 15.07.1909, Blaðsíða 3
SKOLABLAÐIÐ 59 fyrir göfugjyndi þeirra og drengskap í því að styrkja til þess að stofnunin komst svo vel á fót. Það verður ekki fullþakkað. En hin eiginlega stofnun það að kvennaskólinn í Reykjavík varð til, það mun ætíð verða kent við nöfn- in: Þóra Melsteð og Páll Melsteð, eins og það hefir verið fram á þennan dag. Framanskrifuðu bið eg yður að Ijá rúm í næsta t.blaði »Skólablaðsins«. Reykjavík 27. júní 1909. Virðingarfylst. Stgr. Thorsteinsson. * * * Sjáltsagt að Ijá þessari grein rúm í »Skólablaðinu«. Mjög fjarri ritstj. að vilja »draga af frú P. Melsteð á æfi- kveldi hennar þann heiður, sem hún á með rjettu«. Aðdróttun um það ástæðulaus. Líklegt að rjett sje að kalla frú Póru Melsteð stofnanda skól- ans vegna afskifta hennar af skóla- stofnuninni frá byrjun; en engin fjar- stæða er þó að kalla frúOlufu Finsen stofnanda hans, þar sem það er vit- anlegt, að fjársafnið til skólastofnun- arinnar var mest henni að þakka, og skólastofnunin eflaust farist fyrir þá, ef hennar hefði ekki notið við. Pess- ar tvær konur hafa átt mestan og best- an þátt í skólastofnuninni, og virðast báðar mega nefnast stofnendur. í víðari skilningi eru allir þeir stofnend- ur, sem gefið hafa fje til skólans, til j að stofna hann. Pað sannar ekkert í þessu máli, hvað sett hefir verið í út- lend blöð um það, eða innlend. Mörg vitleysan fengið að standa ómótmælt lengur en 3 áratugi. En »Skólablaðið« vill enga deilu um þetta vekja. Pví þykir Ijúfara að minnast hins, að báðar þær konur, sem hjer hafa verið nefndar, hafa unnið landi og lýð ógleymanlega þarft og gott verk með stofnun kvennaskólans í Reykjavík, og frú Póra sjerstaklega með forstöði sinni fyrir skólanum þau árin, sem hann átti erfiðast uppdráttar. Ritstj. Úr brjefi. Pótt eg áður hafi skrifað yður nokk- uð viðvíkjandi fræðslumálum yfirleitt, vildi eg þó drepa á fátt eitt enn því viðvíkjandi. — pví um málið má margt segja. Pað sem eg vildi í þetta sinn einkum minnast á er um kristindóms- fræðslu barna (o: »kver«-kensluna.) Allir, sem áður hafa látið í ljósi skoð- un sína á því hafa held eg verið á einu máli um það, að þessi utanbók- ar lærdómur barna, væri í raun og veru óbrúkandi; og flestir eða allir sem fengist hafa við barnakenslu fyr og síðar munu hafa fundið, hve ófull- nægjandi og skökkkennsluaðferð þetta væri. — Eg hefi meira og minna fengistvið að segja krökkum til í milli 10 ög 20 ára; (að eins þó á heimili mínu) og verð eg að játa, að ekkert hefir krökk- um leiðst eins og það, að læra »kver- ið« þó ekkert ónámfús væru að öðru leyti. Faðir minn, sem nú er kominn undir áttrætt hefur áður í rúm 20 ár verið töluvert mikið við barnakenslu — lengstaf sem sveitakennari; mestán hluta vetrar í mörg ár; hefir hann sagt mjer, að hann sje kominn á þáskoð- un, að kverin ættu helst að leggjast niður, en í þess stað ætti að vera meiri munnleg fræðsla, samfara því, að börnin væru látin kynna sjer vel helstu staði í biblíunni. Vitaskuld er það, að ekki er öllum á heimilum, þó full- orðnir sjeu, vel trúandi til þess, að út- lista rjett og nógu vel fyrir börnum það efni sem þau eru látin lesa. — En þegar þess er gætt, að framvegis verður barnakenslan aðallega í hönd- um kennara, sem til þess starfa hafa lært, og gefa sig einhuga við starfinu, má ætlast til, að útskýring á efni, og munnleg fræðsla verði sæmilega góð. Eins og allir þekkja, eru »kverin« svo úr garði gerð, öll undantekning- arlaust, að þær ritningargreinar sem í þau eru teknar, eru sín úr hverjum stað; slitnar út úr sambandi, sumar aðeins hálfar, efnið og meiningin, alt slitiðog kubbað í sundur. Börn hafa því litil not af þessum einstöku grein- um nema þau sjeu látin lesa þá kafla eða kapítula sem greinarnar eru tekn- ar úr, og svo efnið auk þess útlistað fyrir þeim munnlega sem best. Pegar þess er nú gætt, að töluvert meira er heimtað að börn læri fyrir fermingu nú en áður, og þess enn fremur, hversu mikinn tíma árlega kverið tekur upp fyrir þeim, einkum sjeu þau tornæm, óg löt við námið, þá vil eg segja, að næstum sje óhjá- kvæmilegt að breyta til með kristin- dóms kensluaðferðina, og helst líkl. í það horf sem hjer er áminst. Mjer finnst satt að segja, að nú einmitt sje bæði tækifæri til þess og þörf á því, þegar breytt er til með kenslu aðferð frá því sem áður var. Pó eg hafi hjer minst á, að »kver« kenslan væri lögð niður, er það síður en svo, að eg vilji draga úr kristin- dóms uppfræðing barna. Nei, eg vil miklu fremur hafa hana fullkomnari en áður; álít að það takmark náist frem- ur með nýrri aðferð. . . . Baldv. Eggertsson. ^dj) (®r J\Cýja stafrófskverið. Tyrri h/u/i. (Eftir frk. Laufey Vilhjálmsdóttur). Pá er hann kominn, fyrri hluti staf- rófskvers fröken Laufeyjar. Hann er 52 bls. að stærð, og mest allur með skrifletri, því að svo er til ætlast að börnin læri jöfnum höndum að lesa og skrifa. Auk þess verður lestrar- kensluaðferðin nokkuð með öðrum hætti með þessu nýja stafrófskveri en með hinum eldri. Hefði því verið æskilegt að höfundur þess gæfi út nokkrar leiðbeiningar um notkun kvers- ins við lestrarkenslu (og skriftar); hætt við, að kverið komi annars ekki að fullum notuni. í kverinu eru 40 — 50 myndir eft ir Asgrím Jónsson o. fl. og munu margar þeirra kærkomnar börnunum. Pær eru flestar af hlutum eða dýrum, eða í sambandi við atvik, sem börn þekkja — úr daglegu lífi þeirra, og eru eigi síður skemtilegar fyrir það. Á líkan hátt hefur höf. leitast við að velja efn i lesmálsins. Petta nýja stafrófskver er ekki um- fangsmikið ritverk, en það er mikið verk að búa það til, og marga erfið- leika við að stríða, — hentugar mynd- ir ekki auðfengnar, og afar dýrt að láta prenta svo mikið skrifletur. Petta vandaverk virðist höf. hafa leyst vel af hendi, með mikilli vandvirkni og gtöggum skilningi á hlutverki sínu. Ytri frágangur er góður, sterk ur pappír og fremur haldgott band;inn- hefting og kápa nokkuð með ensku stafrófskvera sniði. — Verð ókunnugt um; en mun verða auglýst síðar. Bóndaheimili í Mýrasýslu fyrir 40—50 árum. Eftir G. Hjaltason. Niðurl. En svona var það nú líka á öllum betri bæjum, já á allflestum bæjum þeim er eg þekti í Stafholtstungum og Hvítársíðu óg Pverárhlíð. Til voru þar kærleikslitlir ríkismenn innanum svo marga rausnarmenn. En þessir mauravinir voru nær því aldrei svo, að þeir færu illa með neitt af heimil- isfólki sínu. Eg fór frá heimili þessu þegar eg var 16 ára. Var svo hjá móður minni og stjúpa í næstu sveit Pverárhlíð í 4 ár. Svo dó hún, og var eg þar 2 ár til. Par var svipuð heimilismenn- ing, en efni minni og tími minni til bóknáms. Jók eg þar samt þekking mína, einkum í veraldar sögu, stjörnu- fræði og trúbrögðum, lærði eg margt gott aý móður minni. Var hún mjög vel að sjer, guðrækin og góðgerðar- söm, mátti ekki aumt sjá. Par kynt- ist eg betur Bjarnakvæðum. Svo fór eg á vetrum og vorum til Akraness og svo Seltjarnarness. Var fyrst við sjóróðra og svo púlsvinnu. Kyntist eg þá ýmsum velgefnum og fróðum mönnum, og svo dálítið þrem- ur þjóðskáldum vorum og lærði margt af þeim. Alstaðar lærði eg eitthvað. Bestir reyndust mjer þeir Seltirningar,

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.