Skólablaðið - 15.08.1909, Síða 1

Skólablaðið - 15.08.1909, Síða 1
Þriðji árgangur. 17. tb. 1 Kemur út tvisvar i mánuði. Kostar 2 kr. á ári. 5{eykjauík 15. ágúst. Auglýsingaverð: 1 kr. þuml. Afgr. Bergst.str. 27. 1909- Júní- hugleiðingar í Askov. Eftir J. Þorsteinsson. — — Sunnanblærinn líður yfir land- ið og strýkur alt með silkimjúkum lófunum. Blómin brosa og anga óg fuglarnir syngja fegurstu Ijóðin sín á skógar- greinunum. Hæðalausa, velræktaða landið hjer umhverfis breiðir skaut sitt á móti geislum sólarinnar svo hvergi ber skugga á. Friður og blíða sumars og sveita- lífs ríkja hjer og ráða ekki síður en heima. En eg sakna bakhjarls við útsýnið — blárra íslenskra fjalla með bröttum klettum og síraulandi lækjum. Blómlegir akrar og beykiskógar — víst eru þeir fagrir — en ekki til sam- jafnaðar við íslenska sumardýrð í mín- um augum. — — Eg sje bóndann og vinnu- menn hans við störf sín — oftast með langar reykjarpípur í munninum — glaðlega á svip. Nóg er til að starfa, því fátt er fólkið á mörgum jótsku bændabýlunum. Sú trú virðist vaxa hjer ár frá ári hjá unga fólkinu, að betra og sælla lífi sje lifað í kauptúnum og stórbæj- um en á landi úti. Sökum þess leitar margur ungur sveitamaður til bæjanna og hygst að finna þar gull og græna skóga. En leitin gengur ærið misjafnlega og allmargir hafa óhag af skiftun- um. Atvinnuleysi og fjárskortur grípur meir og meir um sig meðal alþýð- unnar í hinum stærri bæjum. Tugir þúsunda hafa verið atvinnu- lausir hjer í landi næstliðinn veturog þarafleiðandi átt við mjög þröngan kost að búa. Samskota hefir hvað eftir annað verið leitað til þess að halda lífinu í þessum óhamingjusömu börnum þjóð- arinnar. En — á meðan fjöldi verkafólks sit- ur auðum höndum hjer í stórbæjun- um neyðast danskir bændur til þess að taka pólska verkamenn sem ann- ars eru taldir vandræða gripir að mörgu. Allir skynbærir menn sjá hina sí- vaxandi hættu er af þessu leiðir, og brjóta heilann til þess að finna ráð, er henni megi at'stýra. Um þessi vandamál hinnar dönsku þjóðar mætti margt skrifa, sem vjer kynnum nokkuð af að læra. En það er ekki ætlun mín, að fara ná- kvæmlega út í þá sálma. Eg skal þá taka það fram, að þjón- ustufólk hjer á landi úti, mun yfir- leitt eiga við óhagstæðari kjör að búa, en vinnufólk í sveitunum okkar. Á milli húsbænda og hjúa er djúp mik- ið, sem vjer, sem betur fer höfum ekkert af að segja. Get eg þessa, því verkafólki til málsbóta, sem nú flytur í hugsunarleysi til bæjanna með von um ljettari vinnu og betra kaup. »En hvernig standa sakirnar á ís- landi — hvort vilja menn heldur búa í kaupstöðum eða upp til sveita?« Sú spurning hefir mætt mjer hvað eftir annað hjer. Og hún hefir knúð mig til þess að hugsa um, hvort vjer værum ekki á hraðri för í sömu ógöng- urnar sem Danir í »sambandsmálinu« milli sveita og kaupstaða. Niðurstaðan af hugleiðingum mín- um hefir orðið sú að svo mundi vera. En verið getur að það sje ekki rjett ályktað. Mundi oss og annað betur henta, en líkjast hinum stærri þjóðum i því, að eignast stóra bæi með nokkr- um auðmönnum og skrautlegum bygg- ingum, og jafnframt fjölda vesalinga andlegaog líkamlega veiklaða, erskreið- ast atvinnulausir og tötrum klæddir um sorpgöturnar. Eg minnist, að éitt af bestu skáld- um vorum hefir, ekki alls fyrir löngu, gefið oss það ráð, að flytja kotin sam- an, »því bæir skópu hverja þjóð«. Um það geta verið skiftar sköðanir. Mætti ef til vill með sama rjetti segja, að bæirnir hefðu ástundun eyðilagt þjóðirnar. En hvað sem því líður, þá er ekki hægt annað að sjá, en vjer höfum fylgt ráðum skáldsins fremur vel á síðastliðnum árum. Við árslok 1900 var íbúatala kaup- staðanna: Reykjavíkur, ísafjarðar Akur- evrar og Hafnarfjarðar til samans 8281. Nú mun lítið vanta á, að íbúatala sömu bæja sje helmingi stærri. En það eru einnig þeir af þorp- stöðum vorum, sem mest hafa vaxið tiltölulega. Ressi skjóti vöxtur kaupstaðannaer þó líklega ekki skáldinu að þakka eða kenna — Orsakanna mun annarsstað- ar að leita. Og þær hafa komið því til leiðar, að kauptún vor og sjóþorp hafa á næstliðnum árum stækkað meira, en kraftar þjóðarinnar leyfa. »Bóndi er bústólpi og bú er lands- stólpi«, segir gamalt orðtak. Útlit er fyrir, að það sje sniðið eftir íslenskum staðháttum. Og þótt það sje gamalt, mun það enn vera í gildi. Efalaust verðskulda fleiri menn en bóndinn einn að nefnast landsstólpar, en landbúnaðurinn hefir verið, og hlýtur enn að verða um langan aldur, okkar aðalatvinnugrein. Víst er gullkista umhverfis landið, en það má ekki gleymast, að hún oft er lokuð landsins börnum og þangað engan auð að sækja. Af því leiðir að framtíö þeirra kaupstaða, sem ekki hafa á annað að treysta en góð- an fiskiafla stendur á mjög svo völt- um fótum. En ekki nóg með það. Framtíð landbúnaðarins er einnig hætta búin af þessu segulmagni kaupstaðanna. Sveitirnar bera tiltölulega þyngstar byrðar af uppeldiskostnaði þjóðarinn- ar. Pær senda kaupstöðunum ár eft- ir ár unga liðsmenn, sem þær þó als ekki mega án vera. Slíkt getur ekki staðið til lengdar. Og hvaða áhrif mun þessi stefna hafa á heimilislíf þjóðarinnar í heild ! sinni? Eg heti átt tal við ekki svo fáa 1 sveitamenn sem komnir eru nokkuð til ára er sagt hafa, að á þeirra yngri árum hafi verið mikið glaðara líf í sveitunum en nú gerist. Hversvegna? Rað er víst ekki satt! »Jú — þá var mikið fleira afungu fólki. Nú sópast allir á burtjafnóð- um og þeir komast á legg!« Án efa hefir þetta mikið til síns máls. Gott heimili líkist hörpu með hljóm- þýðum og vel stiltum strengjum. Hver þeirra geymir sinn ákveðna tón og engan má vanta. En vanti einn ein-

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.