Skólablaðið - 01.03.1915, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 01.03.1915, Blaðsíða 5
SKÓLABLAÐIÐ 37 fór svo um einn bónda á þingi, aS hann varð allhissa, er honum var bent á, að hann (þingm.) hefði árlega 4000 kr. i árstekjur af búinu, en teldi eftir hálfu minna kaup fyrir landsjóðs hönd. Og eitt er víst: að enginn barnakennari hefur orðið efnaður af kaupi sínu, en margir bændur og útgerðarmenn hafa orðið stórefnaðir af búskap og útvegi. Meðan svo er ástatt, eins og nú er frá skýrt, verður alt fræðslukerfið mesta kák. Kenslan er að langmestu leyti komin undir þroska og persónulegum eiginleikum kennarans. Þess vegna er ekki mót von, þó að töluvert bryddi á ótrú á skólunum. Það er hægur vandi að búa hermennina illa undir stríð, en senda þá samt i bardaga, og skella á þá skuldinni, þegar búið er að sigra þá. Fyrst er að gæta þess, að margir kennarar vinna vel og trú- lega, bæði að því að fræða börnin og eigi síður að kenna þeim góðra manna siði. En mjög viða starfar kennarinn nær ein- göngu að því að uppfylla bókstaf fræðslulaganna, en hirða minna um andann. Eiga margar skólanefndir og prófdómend- ur drjúgan þátt í að spilla kenslunni með því að heimta að börn- in kunni allar kenslubækurnar utanbókar. Einum ungum kenn- ara var falið að kenna börnum á fermingaraldri söguágrip Boga Melsteðs. Brátt komst hann að því að börnin kunnu kveriö utan að, en skildu sárlítið i því. Höfðu þau þó farið yfir þaö sex sinnum á undanförnum árum. Kennarinn tók nú það ráð, að segja börnunum æfisögur nokkurra merkustu Islendinga. En urn miðjan vetur komst skólanefndin að þvi, að Bogi var ekki lesinn í sjöunda sinn. Brást hún reið við og hótaði mann- inum uppsögn næsta vor ef svo væri haldið áfram. Þetta verða menn að skilja að er orsök þess, að margir skólar bera lítinn ávöxt og jafnvel gera börnin heimskari en þau voru áður. Ástæðan er sú, að alt of víða bera ekki fræðslu- nefndir, kennarar og foreldrar nægilega skyn á málið, og kvelja börnin ár eftir ár með ófærum kenslubókum og úreltum aö- ferðum. Þetta getur einungis lagast með því að gera strang- ari kröfur til kennaranna. Þeir verða að kunna verkið vel, og hafa vald til að gera rétt, þrátt fyrir hleypidóma Og mótblást- ur. Skal nú með fáum orðum benda á, hvernig ætti að breyta til fræðslu- og uppeldismálum okkar, ef við vildum koma þeim í gott horfr svo að von væri um, að aukin mentun hefði holl

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.