Skólablaðið - 01.03.1915, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 01.03.1915, Blaðsíða 11
SKÓLABLÁÐIÐ 43 Nú eru góð ráð dýr; en fræðslunefndin er ekki ráðalaus Iiún setur ó kr. kaup i ráðningasamningana, en tekur um leið loforð af kennurunum um ]>aö, að þeir gefi hreppnum 2 kr. af kaupi sínu viku hverja. ()g sjá! Kennararnir lofa því. Og alt fellur í ljúfa löö. Nefndin þykist gróflega sniðug, að hafa farið svona kænlega kringum lögin og sparað hreppnum sín- um alt að þvi hálft ómagameðlag. Svona er ,,mórall“ nefndarinnar, og þessu likan „móral“ rná búast við að þessir kennarar kenni börnum sveitarinnar, þeir sem hafa rétt nefndinni hjálparhönd til aö fara kringum skj'- laus lög. Alt fellur í ljúfa löð milli fræðslunefndar og kennara. En landsjóðsstyrkurinn er —dálítið óviss. Og ábatinn fyrir hrepp- inn j>á heldur ekki alveg viss. En eitt er a 1 v e g v i s t: ])etta brall er hvorki til sæmdar fyrir fræöslunefnd né kennara. „Ord í belg.“ — Hvaö heklurðu aö þú gerðir, (ívendur, ef nykur kæmi hingað inn? spuröi Nonni. — Þeir sátu á bálkinum við auða básinn. - Uss, ekki kemur nykur hingað. Hann er aöeins viö vötn. Hefiröu ekki heyrt sögu um nykur? — Jú, en blessaður segðu mér eina. — Sagan rann af vörum (ivendar eins og' árstraumur. Nonni sat hljóður. Hver myndin annari skýrari rann upp fyrir hon- um. IIanrt sá nykurinn læðast upp eftir grófinni við vatnið. Ferðamaðurinn kom labbandi eftir ])jóðveginum. Nykurinn læddist í vtg fyrir liann. Maðurinn hélt að þetta væri hest- lir, steig á bak og ætlaöi að riða yfir ána, sem ránii úr vatn- jnu. Svo komu þessi hræðilegu sögulok. Nonni vildi fá að vita, hvort ]>etta væri satt. — Hver gat sagt um það? Nei, líklega ekki. Svo komu útskýringar um dýrin, sem Gvendur hafði heyrt að liföu i vatni. Hver sagan rak aöra. Fjöldi ’hugleiðinga og spurninga slæddust innan um og töfðu tímann. Tali'ð færðist yfir á landdýr. Samræðuefnið

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.