Skólablaðið - 01.03.1915, Blaðsíða 12
44
SKÓLABLAÐIÐ
var ótæmandi. Á eftir komu skammirnar, því Gróa kom aö
vitja um strákana. Hafði þótt þeir óskiljanlega lengi í
fjósinu.
Nonni haföi nóg umhugsunarefni um kvöldiö. Og tilhlökk-
unin að veiöa meira upp úr Gvendi annaö kvöld geröi hann
léttari í lund.
Þessi Gvendur var þrettán ára. Nonni var fimm árum yngri.
Þeir voru tvö ár saman, drengirnir. Þaö mætti eins.segja:
Nonni var viö nám hjá Gvendi í tvö ár. Þá var Nonni búinn
aS læra margt. Hugsun hans var oröin auöug af myndum, og
löngunin til að fá meira að vita, meira að hugsa um, meira að
reyna, var orðin sterk.
Þó var ekkert próf tekið . að loknu námi.
, Dæmi lík þessu kannast víst margir við frá bernskunni.
Nú kemur þrumudómur reynslunnar yfir okkur, kennar-
ana, að við náum ekki því, sem Gvendur gerði í hjáverkum.
Þegar börn yfirgefi skólana, þá sé mest öll löngun til náms
dauð. Séu fegin lausninni, og andinn ekki þroskaðri en svo,
að best seljist „rómanaruslið" hjá bóksölunum.
,,Rómanaruslið“ slær á strengi forvitninnar og ímyndunar-
aflsins, og þá er auðvelt að fylgjast með, einkum, ef ást er
með í leiknum. Bækurnar, sem kalla á skilning og dómgreind
verða á hakanum. Þykja örðurgri viðfangs. Löngunin ekki
svo mikil, að hugsunin um fyrirhöfnina hverfi. Börnin ekki
orðin svo þroskuð, að þau kenni þæginda við að reyna á æðri
sálarhæfileika.
Ekki þarf að vænta þess að börnin leggi sig eftir öðru,
þegar þau koma úr skólanum, en því, sem þau hafa löngun til.
Ef þau hafa enga löngun til að fá meiri fræðslu en þá, sem
skólinn veitti þeim, þá er engin von um, að þau leyti fyrir sér
frekar.
Þegar börnin koma í skólann, eru þau á mismunandi stigi.
í sumum þeirra er vöknuð löngun til náms en í sumum ekki.
Heimta verður af skólunum, að þeir haldi við námfýsi þeirra,
sem þegar hafa hana, þó ekki geri þeir meira.
Ekki má kenna skólunum einum um deyfðina, því heimilin
hafa mikil áhrif í þessa átt. Nuddið um að taka nú skrudduna,
„standa sig“ hjá kennaranum á sinn þátt. I mörgu fleira geta
heitnilin haft áhrif.