Skólablaðið - 01.08.1919, Page 5
SKÓláABLAÐIÐ
ii 7
þeim skólum, sem í venjulegum skilningi mundu kall-
ast góðir eða sæmilegir.
Langoftast munu skólarnir bornir þeirri þungu sök,
að börnin læri þar ekkert og skilji ekkert; alt sje óð-
ara gleymt.
J?að er einmitt eitt af því, sem stórspilt hefir barnaskól-
unum, hve fólk er kröfuhart um það, að þeir, sem í skóla
ganga, verði „lærðir“, sprenglærðir, eins og íslendingar hafa
kveðið skemtilega að orði. Úr skólunum eiga menn að
vita alt mögulegt; það er almenningur, sem krefst þess,
miklu fremur en skólarnir sjálfir. Fólkið hefir blátt
áfram ætlast til þess, að skólarnir „troði í“ börnin. Og
kennarinn á að vera eins konar fræðaskjóða, sem stinga
megi hendinni ofan í og sækja þangað hvaða fróðleik
sem vera slcal. Ófróður maður gerir sjer mjög rangar
hugmyndir um alt nám, en „lærða“ manninum finst
ósjálfrátt, að þau atriði, sem hann hefir löngu numið, og
orðin eru samgróin vitund hans, sjeu ofureinföld og auð-
lærð, og af þessu verður margur Áslákurinn forviða yfir
kunnáttuleysi porbjarnar stráks.
En auðvitað fer enginn að neita því, að bæði eru náms-
efni skólanna löngum hörð undir tönn og illa tilreidd,
og verða því síður en svo að gangi, og að margoft er
nauðalítill árangur kenslunnar, þótt hún sje í góðu lagi,
eftir almennum skilningi. En þess ber og vel að gæta, að
hjer er um það starf að ræða, sem torsóttast hefir reynst
af öllum, en það er að fræða mennina og bæta.
Viðfangsefni skólanna hafa frá fornu fari verið ein-
göngu bókleg, eða til munnsins, sem kallað er, og mörg-
um ofbýður, hve mikið gleymist af þessu námi. Og þeirri
staðreynd er venjulega beint sem rothöggi á barnaskól-
ana, og er þá krafist meira af börnum en fulltiða nem-
endum, og meira af barnaskólum en æðri skólum. Margir
lialda líka, slík fásinna sem það er, að alt það, sem mað-