Sovétvinurinn - 01.03.1933, Page 3

Sovétvinurinn - 01.03.1933, Page 3
SOVÉTVINURINN 3 upp bókaverzlun. Gamlir og ungir eru með bækur undir hendinni. Svo ef það skyldi nú fjúka í ykkur yfir því, hvað pappírinn er ljótur og hættir við að tætast upp í pennann, þá ætla eg að minna ykkur á eitt: Fyr- ir byltinguna voru að visu tvö þúsund kirkjur í Moskva, en það voru yfir hundrað miljónir manna í landinu, sem hvorki kunnu að-Ie.sa né skrifa. Það var einn liðurinn í fyrstu fimm ára áætluninni, að kenna hundrað miljón mönnum að lesa og skrifa. Og þessi ásetningur var framkvæmdur. — Nú má segja, að meginþorri þessa fólks, sem áður var hald- ið í fullkominni villi- mennsku, hafi lært að lesa ög skrifa. Fvrir byltinguna gengu á ári rúmar 7 mil- jónir betur stæðra barna í skóla; í fyrra gengu 20 miljónir verkamannabarna í skóla. Fyrir byltinguna voru nemendur æðri skóla rúm 300 þúsund, (tölurnar eru frá 1914—15) og það voru hér um bil allt ungir borgarar, sem verið var að mennta til þjónustu við auðvaldið ; nú er hálf f jórða miljón verkamanna á æðri skólum í Rússlandi menntaðir með uppbyggingu sósíal- ismans fyrir augum. ■Þegar þið verðið gramir yfir því, hvað vondur sé pappírinn í rússnesku bókunum og bréfsefnunum, þá skuluð þið minnast þessa: áður voru hér hundrað miljón verkamenn og fátæk- ir bændur, sem kunnu hvorki að lesa né skrifa. Og ef þið komið til Sovétríkjanna aftur, þegar líður á aðra fimm ára á- ætlunina, þá skal eg ábyrgjast, að þið fáið betri pappír. Skórnir. Þið hafið oft lesið í Morgunblaðinu, að rússneski verkalýðurinn sé skólaus og líti öfundaraugum á skófatnað fínna útlendinga. Og eg ætla að fullvissa ykk- ur um það íyrir fram, að þegar þio komið til Sovétríkjanna, munuð þið sjá fjölda marga verkamenn, sem hafa ekki öllu betri fótabúnað en verkamenn á Eskifirði eða Bolungarvík. Nú hugs- ið þið kannske sem svo: Var þá til— vinnandi að gera allan þennan upp- steyt í Rússlandi úr því að fjöldi verka- manna hefir eftir allt saman ekki f eng- ið öllu betri skó en verkamenn á Eski- firði og í Bolungarvík? En nú skal eg segja ykkur sögu úr hagskýrslunum x'ússnesku: Fyrir byltinguna voru búin til 12 miljón pör af skóm í Rússlandi á ári, og mikið af því var útílutnings- vara. Það var sem sé á annað hundrað Bóksala á götu. miljónir manna í Rússlandi fyrir bylt- inguna, sem aldrei höfðu séð stígvéla- skó á æfi sinni, auk heldur sett þá upp. Setjum hins vegar svo, að nægur skó- fatnaður hefði verið á markaðnum. I evrópiska Rússlandi einu saman voru á fjórðu miljón bændafjölskyldur, — h. u. b. 20 miljónir manna — þar sem heimilisfaðirinn hafði ekki meira en 17 rúblur peningatekjur árlega af- gangs búrekstrinum til þess að kaupa fyrir föt handa f jölskyldunni og aðrar heimilisnauðsynjar. Og samt var þetta ekki fátækasta fólkið í Rússlandi. Mundi nú þetta fólk hafa keypt sér mikið af skóm? Hvað hafði þá allur þessi mann- fjöldi á fótunum? Á sumrin gekk fólk berfætt. Og á vetui'na batt það poka- druslum um leggina og trésóla undir ilina eða vafði fætur sína næfrum. Nú eru næfraskórnir að verða forngripir í Rússlandi. Þið munuð að vísu sjá marga verkamenn á slitnum skóm og marg- viðgerðum skóm, en hvar sem þið far- ið, munuð þið sjá verkamenn á skóm. Rússneskir verkamenn og kotbændur gei’ðu byltinguna 1917 til þess að geta fengið sér skó. I fyrstu fimm ára á- ætluninni reistu þeir fjölda margar verksmiðjur, sem eiga að vinna leður og framleiða skó. Nú, með upphafi annarar fimm ára áætlunarinnar eru þessar verksmiðjur komnar í gagn, og áður eh árið er liðið, munu rússneskir verkamenn vera svo skóaðir, að það samsvari því, að hver verkamaður á Eskifirði og Bolungarvík ætti að minnsta kosti fimm pör af skóm. Þegar þið lítið á skófatnað rúss- neskra verkamanna, sem er að vísu enn fjarri því að jafnast á við skófatn- að flnna borgara í auðvaldslöndun- um, þá skuluð þið vera þess minnugir, að fyrir byltinguna voru á annað hundr- að miljón verkamenn í Rússlandi, sem aldrei á æfi sinni höfðu séð skó. Hvernig á að skipuleggja sendinefndina? Vei'klýðsfélögin rússnesku taka við nefndarmönnum við landamæi’i Rúss- lands, og skila þeim þangað aftur. Vegna fjai'lægðarinnar er því mik- ill kostnaður fólginn í ferðunum til og frá landamærunum. Þessi kostnaður nemur um 4—500 krónur á mann. Hvei'nig á nú að ná þessum nauðsyn- legu ferðapeningum saman? Þeim vei'our að safna meðal þess vei'kalýðs og allra þeii'ra manna, sem hafa áhuga á því að kynnast sem bezt ástandinu í lamdi alþýðunnar og vilja leggja eitthvað af mörkum til þess að kosta fimm fulltrúa úr sinni stétt, sem eftir heimkomu skýra satt og glöggt frá því, er fyrir augu þeii'ra bar. í öði'u lagi er nauðsynlegt að fé sé safnað til ferðai'innar með samskot- um frá sem f lestum mönnum úr alþýðu- stétt, til þess að val sendinefndar- manna þurfi ekki að fara eftir því, hverjir hafi efni á því að greiða kostn- . aðinn sjálfir, heldur aðeins- með tilliti til þess, hverjum verkafólkið helzt vill fela þetta trúnaðai’starf á hendur. Auðvitað mun Sovétvinafélagið, jafnframt því sem frjáls samskot verða hafin, gera tili'aun til þess að ná

x

Sovétvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.