Sovétvinurinn - 01.07.1934, Side 4

Sovétvinurinn - 01.07.1934, Side 4
Nýr skóli. önnur 5-ára-áætlunin verð- ur að »8kapa okkur rnögu- leika til að ala upp nýja, heilbrigða, lífsglaða kynslóð verkamanna, sem fær sé um að hefja vald Sovétríkjanna eins hátt og vera her«. (Stalin). nú ber nafn lians — fyrsta verkamannsins, sem kosinn var á þing rússnesku keisarastjórnarinnar (dúmuna). Þetta eru mennirnir, sem standa í broddi Sovétríkjanna, tveir af hinum sjö sambandsforset- um, sem bver um sig fer með umboð af hálfu ein- hvers sambandslýðveldanna. 1 forsetaráði Sovétríkj- anna er einn Rússi, einn Ukrani, einn Hvítrússi, einn Armeningur, einn Tadschiki, einn Turkmeni og einn Usbeki. Hverir eru í broddi hinna annara ríkja? Auk konungsættanna, sem enn ríkja í mörgum lýðræð- islöndum, verða fyrir okkur á þjóðhöfðingjalista Evrópu tveir marskálkar (Pilsudski og Hindenburg), nokkrir háskólakennarar, og allur meginþorrinn er báttsettir embættismenn, sem aldrei hafa svo mök við almenning, að ekki fylgi þeiin þrefaldur lög- regluhringur, þegar bezt lætur, enda kunna slíkir menn betur við sig í samkvæmissölum en á fjöl- mennum mannfundum alþýðu. Sovétskipulagið er í ákveðinni mótsetningu við allar tegundir lýðræðisfyrirkomulags; það hefir ojm- að almenningi leiðina til betri framtíðar með því að afnema arðrán einstaklinganna eins af hendi annars og leggja grundvöllinn að skipulagi sósíal- ismans. Sósíalisminn og hið þjóðernislega frelsi mynda þá einingu, sem ein megnar að koma í veg fyrir arðrán og þjóðernisofstæki. DagbLöðin í Sovétríkjunum hafa aukizt stórkostlega. 1928 komu út 576 dag- blöð í 8,800,(X)0 eintaka upplagi. 1929 voru dag- blöðin 955 og upplag þeirra 12,500,000. 1983 voru þau komin upp í 9700 og upplagið orðið 36 millj- ónir. Dagblaðafjöldinn í Sovétríkjunum er 11 sinn- um meiri en fyrir stríð og upplagið er 13 sinnum hærra. Fyrir stríðið kom 20% dagblaðanna út í Moskva og Pétursborg, nú aðeins 1% í þessum borg- um. Fjöldi þjóðflokka innan Ráðstjórnarríkjanna hefir nú eignast dagblöð á sínum málum. 1928 komu dagblöðin út á 48 málum, 1933 á 69 málum. Hér er ekki talinn allur sá gífurlegi fjöldi vegg- blaða, sem kemur út á öllum lielztu vinnustöðvum í Sovétríkjunum. 5. maí síðastliðinn var dagblaðanna minnzt há- tíðlega um öll Ráðstjórnarríkin. \okk ii í' or5 um húsgagnaiðnað og kjör iðnað- armanna í Ráðstjórnarríkjunum. Eftir Bjarna Bentsson. Það var einn dag, er við sendinefndarmenn dvöld- um austur í Moskva, að vakið var máls á því inn- an sendinefndanna frá hinum ýmsu löndum, hvort ekki væri heppilegt að velja þennan dag til þess, að menn skiptu sér niður eftir atvinnu- eða iðn- greinum, svo að hver gæti kynnzt framleiðslunni í sinni grein sérstaklega. Var þetta síðan ákveðið, og kaus ég mér að skoða húsgagnaiðnað. Ég legg af stað með túlk inínum, ásamt einum Norðmanni, einum Itala, einum Lettlending og tveimur Austurríkismönnum, er allt voru húsgagna- smiðir. Fyrst skoðuðum við verksmiðju, er fram- leiðir skrifborð, stóla og margskonar húsgögn önn- ur. Hún var gömul, en hafði verið endurbætt eftir byltinguna, og var nú með öllum nýtízku vélum og útbúnaði. Við verksmiðjuna vinna 500 verka- menn. Laun þeirra eru 12—15 rúblur á dag, og ef þeir vinna meira en þeim er sett, fá þeir verðlaun, sem nema allt að 20% launahækkun. Sumarfrí fá þeir hálfan mánuð flestir, en lærlingar allir eins mánaðar frí með fullum launum. Námstími hjá lærliuguin er 4 ár. Fyrsta árið fá þeir 40 rúblur á mánuði og allt frítt, síðan stighækkandi, og 4. árið eru launin 120 rúblur á mánuði. Stíllinn á hús- gögnum í þessari verksmiðju var aðallega hinn svo- nefndi funkis-stíll, en samt var einnig framleitt Jiar í renaissance-stíl, eftir því sem þótti við eiga á hverjum stað. Þar næst skoðuðum við aðra, stærri verksmiðju, er eingöngu býr til klæðaskájta. Þar vinna 1500 verkamenn, og er framleiðslan 150—160 klæðaskáp- ar á dag, og vantar þó mikið á, að unnt sé að full- nægja eftirspurninni, því að fyrir byltinguna þekktu verkamenn ekki klæðaskápa. Hver skápur kostar 156 rúblur. Á fyrstu árum 5-ára-áætlunarinnar var þessi verksmiðja byggð með öllum þeim nýtízku vélum, sem rússneskir hugvitsmenn hafa fundið upp. Nemendur í þessari verksmiðju vinna 4 tíma á dag og eru við iðnnám 3—4 tíma. Yngri en 18 ára mega þeir ekki vinna lengri tíma. Verkamenn við þessa verksmiðju, eins og aðrar, fá, ásamt fjöl skyldu sinni, ókey|)is læknishjálj). 20% af ágóða sínuin greiðir verksmiðjan í tryggingarsjóð, en verka- menn leggja ekkert af launum sínum í tryggingar. 700 verkamenn höfðu verið verðlaunaðir fyrir góða vinnu, dugnað o. s. frv. Venjuleg mánaðarlaun í húsgagnaiðnaðinum eru 180 200 rúblur, fyrir utan 4

x

Sovétvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.