Sovétvinurinn - 01.07.1934, Side 6

Sovétvinurinn - 01.07.1934, Side 6
[SovétvinurinnJ þess að draga fram lífið. Engar tryggingar og auð- vitað sömu framtíðarhorfur og hjá öðrurn með að verða sagt upp vinnunni, þegar þrekið færi að bila. Nú get ég safnað peningum, ef ég vil, er tryggð fyrir sjúkdómum og slysum og get bráðum hætt að vinna, og fæ þá full eftirlaun á meðan ég lifi«. Mér þykir ólíklegt, að bakarasveinarnir í þessari úreltu rússnesku verksmiðju hefðu viljað skipta við starfsbræður sína hér á landi (og munu þó ýmsir ver haldnir hér en hakarar). Vinnutími þeirra, sem við ofnana störfuðu, voru 6 tímar á dag að frá dreginni 10 mínútna hvíld á hverjum kl.tíma. Sum- arfrí fá þeir 6 eða 7 vikur með fullum launum og ókeypis ferð, þangað sem þeir ætla sér að dvelja. Þetta dæmi er aðeins eitt af mörgum tugum, sem við fengum staðfestingu á og sýna eina af þeim á- stæðum, sem valda því, að ánægja rússneska verka- lýðsins með kjör sín er engin uppgerð. Það er venjulega sagt, að ríkið eigi verksmiðj- urnar og framleiðslutækin í Rússlandi. Þetta er rétt, en þó væri sönnu nær að segja, að verkalýð- urinn eigi þau, enda er það umhyggja fyrir velferð hinna nýju eigenda, verkalýðsins sjálfs, sem alls staðar situr í fyrirrúmi. Við heyrum oft sagt frá ýmsum framförnm í ís- lenzkum iðnaði, en hvenær er í því sambandi minnzt á umbætur á kjörum og aðhúð þeirra, sem við hann vinna, enda skiljanlegt að sjaldnar sé á það atriði minnzt. Mest þykir um það vert að komast að einhverju föstu starfi og vinna það stundum til, að ala æfi sína í dimmum og loftill- um vinnukompum. Alltaf fást nógir í skarðið, ef einn fellur frá, og hvaða ástæða væri líka til þess að gera dýrar ráðstafanir til þess að lengja líf manna, þegar öllu er svo vísdómslega fyrirkomið, að jafnvel eins dauði verður annars hrauð. Til hvers ættu líka atvinnurekendur hér og í auðvalds- löndunum að vera að setja sig á hausinn vegna hysteriskrar umhyggju fyrir hag verkafólksins? Ætli fólkið væri betur statt, ef það hefði enga vinnu!! Séð frá þessu kaldhæðna, raunverulega sjónar- miði atvinnurekandans er mörg heimskan fram- kvæmd í verksmiðjum Sovétríkjanna: Þarf hirtan í verksmiðjiinni að vera eins og í bjartasta ljós- myndasal? Þarf margra hestafla mótor til þess að soga ryk frá vinnuborði hvers verkamanns og dæla hreinu lofti inn í staðinn? Þarf endilega að setja hlífar yfir öll tannhjól og hættulega vélar- parta, eins og þarna séu hörn að verki? Ekki hefir lierra Citroen, hinum franska stór- iðjuhöld, þótt neitt af þessu nauðsynlegt og helir hann þó getað skaffað mörgum vinnu. Auðvitað hal'a komið fyrir slys í verksmiðjum hans, en koma þau ekki alls staðar fyrir? Hér er dá- lítil skrá yfir slysfarir í bílaverksmiðjunni í St. Queu, (þrýstivéladeildinni). 7. sept. missti verka- maður 1 fingur. 10. sept. missti kona 3 fingur 11. s. m. lentu 3 fingur undir pressu og 1 hönd sagaðist af. 26. s. m. fór 1 fingur og 5. okt. 2 fing- ur undir pressuna, en 6. okt. var hámarksdagur: einn verkamaður missti 3 fingur, annar fjóra fing- ur og sá þriðji missti höndina. Mánaðar árangur: 34 fingur, 12000 hílar og 18 milliónir hreinn liagn- aður! (Eftir Ehrenhurg: Das Leben der Autos). Ilvort slysahætta hér hjá okkur er hlutfallslega minni en lijá herra Citroen, er mjög vafasamt. Við vitum hvernig sú umhyggja er, sem afkomu og heilsu verklýðsins er sýnd hér. Allt virðist byrja á öfugum enda. Þúsundir manna húa við þau skil- yrði, að heilsu þeirra er stór liætta húin, en spít- alar eru reistir til þess að taka við þeim, sem loks hefir tekizt að gera heilsulausa og eitthvað hafa til að borga með vistina þar. En læknarnir þurfa 1 MiÉi m ■ í Nýja vélaverkHmiðjan »Gigant« 6 i

x

Sovétvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.