Sovétvinurinn - 01.07.1934, Qupperneq 10
[SovétvinurinnJ
Heirasstyrjöldin og hin langvarandi borgarastyrj-
öld flýtti engan veginn fyrir útbreiðslu íþróttanna,
eða eins og rússnesku félagarnir segja »hinni líkarn-
legu menningu«. Eftir strrðið og borgarastyrjöldina
komu hin geigvænlegu lrungurár. Næstu árin gengu
því til þess að byggja upp landið og iðnaðinn.
Ráðstjórninni var strax ljóst, bve mikla þýðingu
rþróttirnar höfðu fyrir verkalýðinn. í byrjun 1. 5-
ára-áætlunarinnar töldu íþróttafélögin aðeins 600
þús. meðlimi. En brautryðjendur íþróttalrreifingar-
innar unnu að því af miklu kappi, að auka þátt-
töku verkalýðsins í íþróttum.
Og það tókst. I lok 1. 5-ára-áætiunarinnar voru
meðlimir rauðu íþróttafélaganna orðnir 6 milljónir.
Á 4 árum tífaldaðist þátttaka bænda og verkamanna
í íþróttum. 1 dag, við upphaf 2. 5-ára-áætlunarinn-
ar, eru virkir íþróttamenn í Sovétlýðveldunum
orðnir 7 milljónir. Af þessum 7 milljónum hafa
1,300,000 unnið afreksmerkið »Reiðubúinn til vinnu
og varnar«.
Þetta merki geta allir íþróttamenn unnið, sem
leysa af hendi ákveðin íþrótta-afrek í ýmsum íþrótta-
greinum, alls 15 mismunandi íþróttategundir, t. d.
skíðaganga, skautahlaup, sund og ganga. Mesti tími
í 5000 m. hlaupi er 22 mín., í skíðagöngu 20 km.
á 2 kl.st. og 15 mín., 400 m. bringusund 10 mín.
Ennfremur leikfimi, glímur, skylmingar, hnefleikar,
jiu-jitzu, hjólreiðar og mótorhjóla-akstur.
íþróttirnar eru nátengdar framleiðslunni. Hver
góður íþróttamaður í Sovétríkjunum er einnig af-
reks-verkamaður á sínum vinnustað. Hann stendur
í fylkingarbrjósti hinnar sósíalistisku uppbyggingar.
Allir íþróttaflokkar, félög og deildir eru samein-
uð undir eina allsherjar yfirstjórn. Allar stéttir eiga
fulltrúa í þessu allsherjar íþróttaráði: verkamenn
úr öllum iðngreinum, bændur, hermenn, embættis-
menn, háskólarnir og auk þess öll þýðingarinestu
alls herj arsamtö k Sovétlýðveldann a.
Hinn hraðvaxandi áhugi fjöhlans fyrir íþrótta-
iðkunum krefst heils hers af íþróttakennurum. Eitt
af höfuðverkeínum íþróttahreifingarinnar er að
skapa hæfa kennara og leiðheinendur. Margir íþrótta-
háskólar eru starfræktir víðsvegar í Ráðstjórnarríkj-
unum. Auk þessara íþróttaháskóla hafa iðnskólarnir,
háskólarnir og fjöldi annara skóla sérstakar iþrótta-
deildir. Á hverju ári eru haldin 3—6 mánaða í-
þróttanámskeið, sem árlega skila 10,(XK) íþrótta-
kennurum.
í rauða hernum eru íþróttir iðkaðar 1 kl.st. á
hverjum degi. Rauðliðarnir æfa alls konar íþróttir
og árangurinn er fyllilega sambærilegur við hvaða
land sem er.
Fyrir skömmu settu 5 rauðliðar heimsmet í skíða-
göngu. Þeir gengu 5200 km., eða frá Irkusk í Aust-
ur-Síberíu til Moskva.
I skautahlaupi og ýmsum þrekraunum eru Rúss-
arnir nm það bil að taka forystuna í heiminuin.
Á skautamóti, sem nýlega var haldið í Moskva
og allar helztu íþróttaþjóðir heimsins tóku þátt í,
m. a. Norðmenn, sem eru beztu skautamenn heims-
ins. urðu Rússar næstir Norðmönnum.
Framangreindar staðreyndir sýna okkur, að fjölda-
þátttaka og góður árangur í íþróttum eru engan
veginn andstæður, heldur þvert á móti.
Iþróttamenn Sovétlýðveldanna afneita hinu vit-
firrta afreka-brjálæði auðvaldslandanna. Þeir afneita
því, að aðeins séu aldir upp afburða íþróttamenn
sem auglýsingahrúður.
íþróttirnar fyrir fólkið! — Þátttaka fjöldans
góður árangur — einkennir íþróttalífið í Sovétlýð-
veldunum. Iþróttakjörorð 1. 5-ára-áætlunarinnar var:
»Fjöldaþátttaka«. Nú, á tímabili 2. 5-ára-áætlunar-
innar, er kjörorðið: »Betri afrek«. Þetta kjörorð
verður uppfyllt 100%. 1. 5-ára-áætlunin lagði grund-
völlinn með því að gera íþróttahreifinguna að fjölda-
hreifingu.
»Fjöldaíþróttir — góður árangur!« — eru kjiir-
orð hinna rauðu íþróttamanna. Undir einkunnarorð-
unum »Reiðubúinn til vinnu og varnar« skapa
verkamenn og bændur Sovétlýðveldanna nýja, heil-
brigða, sterka og fórnfúsa kynslóð.
2. 5-ára-áætlunin mun skapa verkalýð Sovétlýð-
veldanna enn þá glæsilegri íþróttasigra. I Moskva
er verið að byggja iþróttavöll, sem tekur 100 þús.
áhorfendur, og annan í nágrenni Moskva l'yrir 60
þús. áhorfendur.
Með 2. 5-ára-áætluninni munu íþróttamenn Sovét-
lýðveldanna sýna heiminum, að hinir frjálsu verka-
menn og bændur í landi sósíalismans eru [tess
megnugir, að skapa menningar- og íþróttahreifingu,
sem hvergi á sinn líka.
Kjörorðin eru:
Fjöldaíþróttir og betri árangur.
Reiðubúinn til vinnu og varnar.
Knattspyrnusambandið í Eistlandi
hefir farið þess á leit við Alþjóðasamband knatt-
spyrnumanna, að inega keppa við Sovétlýðveldin í
knattspyrnu. Alþjóðasambandið kvað ekkert vera
því til fyrirstöðu að keppt væri við Sovét-Rúss-
land.
Þetta er einkennandi um þá lireyttu aðstöðu,
sem borgaralegu íþróttafélögin hala tekið gagnvart
Sovétlýðveldunum.
10