Sovétvinurinn - 01.07.1934, Blaðsíða 11

Sovétvinurinn - 01.07.1934, Blaðsíða 11
(Sovétvinurii)nJ Yor bii íi iiiik > n §in «. Eftir Kristinn E. Andrésson. Ekkert hefi ég merkilegra lifað en ferðalagið um Sovétríkin. Það var ósegjanlega gaman að fá stað- festingu á því með eigin augum, er maður reyndar vissi áður, að var veruleiki. Það var þó annað að ganga þarna um eins og heirna hjá sér, heldur en vita af lestri og frásögn annara, að svona land var til. Og ekki jók það lítið á gildi ferðarinnar, að vera í hópi verkamanna víðsvegar að úr heiminum. Þeir höfðu svo glöggt auga fyrir fjölmörgu, sem annars hcfði farið fram hjá mér. Og rússneski verka- lýðurinn og hændurnir kepptust um að sýna okk- ur allt, sem þeir höfðu afrekað, skýra okkur frá erfiðleikum sínum, frá sigrum sínum og fyrirætl- unum. Ég athugaði með gaumgæfni sendinefndar- mennina á öllu ferðalaginu. Framan af skein út úr þeim tortryggnin og þeir gerðu athugasemdir við hvað eina. Þeir þorðu ekki að trúa eigin augum og eyrum fyrr en í fnlla hnefana ræki: Gat ekki ein- hvers staðar leynzt einhver meinsemd í þessu þjóð- skipulagi? Var verkafólkið blekkingarlaust svona fullt af áhuga fyrir framkvæmdum sínum, hafði það raunverulega á svona stuttum tíma eignast því- líka starfsgleði? Var ekki verið að gera okkur sjón- hverfingar? Og nú var þó ekki neinn tilhaldssvip- ur á fólkinu, heldur fullkominn vinnubragur. Og sjá breytinguna, sem varð á sendinefndarmönnun- um, er þeir höfðu kynnzt stéttarsystkinunum betur, er þeir höfðu sannfærzt um, að gleði þeirra gat ekki verið nein uppgerð! Og ósjaldan heyrði ég þessa einföldu upphrópun af vörum þeirra: Svona land skuli virkilega vera til! Hún fól 1 sér hina dýpstu aðdáun og fögnuð 1 senn. Það var ekki leng- ur neinn skuggi tortryggninnar eftir í sál þeirra. Það undrar mig ekki lítið, er ég geri samanburð við önnur ferðalög mín, hve mikið við gátum séð á ekki lengri tíma en mánuði. Við kynntumst þjóð- félaginu og lífi verkalýðsins frá fjölmörgum hlið- um, auðvitað meir í stórum dráttum en einstökum atriðum. Við sáum, hvernig ráðstjórnarskipulagið er í reyndinni, komumst fyllilega í skilning um, I Venedig útlistaði Hitler ráðagerð sína um sam- eiginlega haráttu gegn Sovétríkjunum. Hann leyndi ekki vonbrigðum sinum út af því, að meiri hluti Evrópuríkjanna og Bandaríki Ameríku skyldi ekki vilja eiga hlut í krossferðinni gegn Sovétríkjunum og að Italía skyldi ekki heldur vilja vera til aðstoð- ar um þetta. Hann krafðist einangrunar Sovétrikj- anna og að slitið yrði öllu viðskiptasambandi við þau. (Le Capital, París). hvernig verkalýðurinn er þarna algerlega ráðandi, fer beinlínis sjálfur með stjórnina á öllum fyrir- tækjum og framkvæmdum ríkisins, í smáu og stóru. Við kynntumst framleiðslunni í mörgum greinum, sáum, hvar sem við komum, hið nýja í hröðum vexti. Hvergi er hægt að koma, að ekki sé risin upp ný fyrirtæki og nýjar byggingar, alstaðar er fólk að keppast við að koma nýju í framkvæmd, eða endurbæta hið gamla. Ekki voru framkvæmd- irnar eða áhuginn minni, er suður í Ukraine kom, til Kiev og Odessa, en í Moskva og Leningrad. Við kynntumst kjörum verkalýðsins, og einnig sam- yrkjuhænda. Við gátum livað eftir annað sannfærzt um, að áhyggjurnar, sem þjá menn í auðvaldslönd- unum, út af atvinnumissi, launalækkun, heilsutjóni, daglegri afkomu, forsjá heimilis, námi barna sinna, elli o. s. frv., hvíla ekki þungt á rússneska verka- lýðnum, eða eru þegar horfnar. Atvinna er fyrir alla, meira að segja skortur á vinnuafli, launin fara síhækkandi, læknishjálp er ókeypis, til eru allar hugsanlegar tryggingar, menntun er ókeypis og all- há laun við námið. Fyrir morgundeginum er ekki að kvíða. Og vinnan, þótt kappsamleg sé, er alls ekki strit, 5 daga vinnuvika, 7 (og við erfiða vinnu 6) tímar á dag. Það er ekki lieldur annað að sjá en vinnan sé mönnum fögnuður. Allir virðast gagn- teknir af einu töfraorði: nýbygging. Alstaðar er verið að framkvæma áætlanir, upp um alla veggi sjást hundraðstölur. Og þrátt fyrir allt þetta kapp, verður hvergi komið í skemmtigarð eða skemmti- hús, að ekki sé fullt af fólki, glaðværu og hamingju- sömu, með hirtu í svipnum, með leiftur í augun- um, er hvergi sjást eins. Við kynntumst liinni hlómgandi menningu, sáum hamingjusömustu hörn jarðarinnar og hina glæsilegustn æsku, er hleypti roða í kitinar manns, ég veit ekki hvort heldur af hrifning eða blygðun. Við kynntumst fólkinu, ungu og gömlu, við vinnu sína, á skemmtunum, við nám, á fundum og hverskonar samkomum. Við töluðum við fjölda marga, af ýmsum atvinnugreinum, gamla vinnuinenn og verksmiðju-öldunga, kennara, lækna og sjálfan Kalinin, forseta Sovétlýðveldanna, hónda- soninn og verksmiðjumanninn. Og alstaðar fundum við saina leiftrandi áhugann, alstaðar krafta, er nutu sín, ótæmandi möguleika lífsins, er hiðu hvers og eins. Og við sáum af öllu, að hér var skapað nýtt ríki, er ekki átti sinn líka í heiminum, að hér var nýtt inntak allra hluta, að hér voru hinir fegurstu draumar að ra-tast, að hér var vor mannkynsins. 11

x

Sovétvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.