Sovétvinurinn - 01.07.1934, Qupperneq 12
[SovétvinurimiJ
So vét-Búr j atí a.
»Einmitt vegna þess, að frelsisbylting þjóðflokkanna
á nýlendustiginu varð undir forustu öreigalýðsins og
undir merki kommúnismans, hafa þessar undirokuðu
þjóðir megnað að hefja sig upp á stig frjálsra og full-
valda þjóða. Veraldarsagan átti áður engin dæmi slíks,
enda hefir fordæmi þeirra glætt frelsisvonir allra kúg-
aðra þjóða heimsins«. Stcilin.
Arið 1923 var Búrjat-mongólska sovétlýðveldið
stofnað. Land þetta liggur fyrir sunnan og austan
Bajkal-vatnið og er 395 000 ferkílóm. að stærð.
Letta landflæmi hefir að geyma mikil auðæfi í afl-
lindum sínum, hráefnum, trjávið og fiskiveiða-að-
stöðu. Þjóðin, sem það byggir, varð áður fyrr að
lifa fátæklegu lífi. Embættismenn keisarastjórnar-
innar, prestarnir og stórbændurnir arðrændu alþýð-
una miskunnarlaust og reyndu óspart að glepja al-
múganum sýn með hinni íburðarmiklu Búddhatrú.
Hvílíkur munur er ekki orðinn á afkomu þessarar
þjóðar og landi hennar nú! Flökkubúskapurinn,
sem órjúfanlega er bundinn hungri og neyð, er
horfinn úr sögunni. Þúsundir hirðingja hafa tekið
sér fasta hústaði og byrjað líf menningarþjóða. Nýtt
hugtak er á leiðinni austur steppurnar: samyrkju-
búið. — Fyrst í stað höfðu menn ýmugust á því.
Það var svo nýtt og ólíkt því gamla. Prestarnir
muldruðu bölbænir yfir því, hótuðu samyrkjunum
ógæfu og refsireiði Búddha. Samt rísa nú samyrkju-
húin upp í landi Búrjatanna, hvert á fætur öðru.
Og það vaxa ekki aðeins upp ný hús, heldur einnig
nýjar manneskjur, ný þjóð, og hvarvetna kveða við
nýir söngvar. 76% fátækra bænda og miðlungs bænda
hafa nú þegar gengið í hin sósíalistisku samyrkjubú.
Þessi bú hafa fengið til umráða bezta hlutann af
landrými og bústofni stórbændanna og prestanna.
Nú er það svo, að hundruð traktora og hinna marg-
brotnustu landhúnaðarvéla eru að verki á slóðum,
þar sem bændurnir áður kunnu varla að notfæra
sér plóginn. 11 véla- og traktorastöðvum og 18 sláttu-
vélastöðvum hefir verið komið upp á síðustu árum.
Búið er að byggja fastan grundvöll undir áfram-
haldandi iðnaðarþróun landsins. Brúttóframleiðsla
verksmiðjanna hefir fiinmfaldast á síðustu 10 árum.
Verið er að reisa nýjar verksmiðjur, útbúnar hvers
konar nútímatækni. Verkalýðurinn er nú þrefalt
fjölmennari en fyrir áratug síðan, og allur þorri
iðnaðarmanna og stjórnenda iðnrekstursins eru inn-
lendir menn.
Á menningarsviðinu hefir líka verið unnið mikið
starf. Sem dæmi má nefna, að komið hefir verið á
almennri skólaskyldu, og menntaskólar og háskólar
stofnaðir. Nú eru þar 7 háskólar, 13 æðri iðnskól-
ar og 4 vísindalegar rannsóknastofnanir. Kennslan
fer öll fram á móðurmáli íhúanna. I stað gamla
mongólska stafrófsins hefir verið tekið upp latínu-
letur. Hvers konar menningarstofnanir, leikhús,
klúhhar, lestrarfélög, hókasöfn, útvarp og bíó starla
að víðtæku pólitísku fræðslustarfi.
Áður fyrr léku ýmsar þjóðfélagsmeinsemdir, svo
sem svfilis og herklaveiki, þarna lausum liala. Það
var að meðaltali einn læknir á hver 50000 manns,
Leikfimiæfing verkakvenna í Kiev, sem
nýlega hefir verið gerð að höfuðborg
Ukraine. Kiev er ein af fremstu menn-
ingarsetrum Sovét-Rússlands og mjög fög-
ur borg við fljótið Dnjepr.
12
j