Sovétvinurinn - 01.07.1934, Page 14

Sovétvinurinn - 01.07.1934, Page 14
[SovétvinuriniiJ I\ý bók 11 in Sovétríkin. M. AndprspnNexö: Toverdener. Fram Forlag.Oslo, 1934. Verð kr. 1,50. Næstum því í hvert skipti sem Rússland ber á góma, að minsta kosti ef látin er í Jjós ákveðin skoðun, sem ekki er fjandsamleg hinu nýja skipulagi, hrista menn höfuðin og segja: I raun og veru vitum við ekkert um Rússland eða það, sem þar er að gerast. Það gildir einu, þótt í hlut eigi menn, sem annars þykjast hera skyn á flesta hluti milli himins og jarðar undir eins og talið herst að Rússlandi, verða þeir bljúgir sem börn og afsala sér því, M. Andersen Nexö átti 65 ára afmaíli í sumar. að hafa nokkra skoðun. Það má vera undarlegt land, sem enginn getur í raun og veru vitað neitt um. Rússland stendur þó öllum opið, að því er ég frekast veit. Það mun ekki meiri erfiðleikum bundið að ferðast |>angað en til hvers annars lands í veröhlinni. Og þúsundir ferðast þangað árs árlega. Sendinefndir frá flestum löndum heims eru þar á sveimi svo að segja allan ársins hring auk þess aragrúa af einstaklingum, sem fara þangað og dvelja þar margir langvistum. Um ekkert land á hnettinum hefir verið skrifað önnur eins kynstur af hókum og hlaðagreinum á síðustu árum af allskonar mönnum, verkfræðingum, vísindamönnum, hlaðamönn- um, kommúnistum og ekki-kommúnistum. Og samt klingir stöðugt þessi sami vísdómur, sem hver tyggur eftir öðrum, hugsunarlaust: Hvernig ættum við að geta vitað nokkuð um Rússland! Skýringin á þessu er, að borgararnir í hinum vestræna heimi vilja ekki vita sannleikann um Rússland. Þeir hafa ekkert á móti því að hlusta á frásagnir um hungurdauða, mannát, þrælavinnu og prestadráp. En um slíkar frásagnir af munni þeirra, sem ferðast í Rússlandi eða þykjast hafa ferðast þar, er varla lengur að ræða. Jafnvel lygasmiðjurnar í Helsingfors og Berlín virðast lamaðar af kreppunni. Það er ekki nema svo sem einu sinni á ári, að þær rífa sig upp í að senda út »fréttir«, sem hlustandi er á. Svo gera borgararnir hlátt áfram verkfall neita að trúa því, sem heiðar- Jegir menn og sannorðir segja frá ferðum sínum. Og kæmi það fyrir, að einhver þessara borgara villtist sjálfur til Rússlands, myndi harn óhikað neita að trúa sínum eigin augum og eyrum. Nei, hvað ætli við getum vitað um Rússland og það, sem þar er að gerast! Það þarf hæði djörfung og hjartsýni til að ráðast á þennan skot- helda múr hleypidóma og sauðþráa. En Martin Andersen Nexö víl- ar það ekki fyrir sér. Hann er og mörgum betur vopnaður til slíks áhlaups. Enginn, sem eitthvað þekkir Nexö, leyfir sér að draga í efa heiðarleik hans eða einlægni. Auk þess þekkir hann Rússland flestum Vesturlandamönnum betur. Nexö er hinn mesti ferðalang- ur, og þegar fyrir heimsófriðinn hafði hann heimsótt Rússa einu sinni, ef ekki oftar. Arið 1922 réðst hann aftur í Rússlandsför, en þá voru ferðalög þangað sjaldgæf og miklum örðugleikum bundin* í það sinn lagði Nexö leið sína norður með Noregsströnd til Vardö og þaðan til Murmansk og svo suður á hóginn. 1927 er hann enn í Rússlandi, og eftir 1930 hefir hann svo að segja verið þar með annan fótinn og dvelur þar nú. Þetta er önnur hókin, sem Nexö skrifar uin Rússland. Um ferða- lag sitt 1922 skrifaði hann mjög skemmtilega bók (Mot dagningen, 1923). A þeim árum áttu bolsjevikkarnir rússnesku mjög í vök að verjast; landið var herjað og rúið af heimsófriðnum, hyltingunni og hinum langvinnu horgarastyrjöldum, sem Yesturveldin hlésu að af öllum mætti. En Nexö var þá þegar fullur af trú á rússneska verkalýðinn, að honum myndi takast að vinna hug á erfiðleikun- um og byggja sér nýjan og hetri heim. I hinni nýju hók sinni slær hann því föstu með skiljanlegri ánægju, að djörfustu vonir hans og spár hafi rætzt og langt fram yfir það. Nexö er ekki einn þeirra, sem »þurrka for af fótum fyrri daga vonum á«. Hann er nú kominn á efri ár, en hjá honurn lifir enn í æskukolunum. A gamals aldri sér hann sínar eigin æskuhugsjónir vera að rætast með þessari hálf-austrænu þjóð. Nexö veit mikið um Rússland, og hann er ekki slakur leiðsögumaður þeim, sem vill fylgja honum. Hvort sem hann leiðir lesandann gegnurn stórhorgir Rússlands, Leningrad, Moskva o. fl., ferðast með honum um Kare- len, eftir Hvítahafsskurðinum eða niður eftir Yolgafljótinu þess- ari lífæð Rússlands - allsstaðar er leiðsögn hans lifandi og skemmti- leg, full af skarplegum athugunum og meira eða minna skringileg- um atvikum, sem oft varpa leifturljósi á hæði nútíð og fortíð. Og þá gleymir enginn olnhogaskotunum til þess, sem honuin er í nöp við. Gamla Evrópa, sem nú siglir með lík útlifaðrar auðvaldshyggju 1 lestinni, fær margt köpuryrði í eyra. Að koma frá Rússlandi til Yestur-Evrópu frá syngjandi, hamrandi, iðandi athafnalífinu þar eystra í kreppu- og sultarsönginn á Vesturlöndum — segir Nexö að sé svipaðast því að vera fluttur á gamalmennahæli. Ilelztu verð- mæti hins gamla heims: tæknin og sósíalisminn, eru að flytja sig austur á hóginn, og menningin fylgir þeiin eftir. Margt hendir á, að Vestur-Evrópa sé húin að vera sem menningar-miðstöð. Ef litið er á landahréfið, sjáum við, að Evrópa er aðeins lítilfjörlegur skagi vestur af hinu mikla meginlandi Asíu. Ef til vill á hún fyrir hönd- um að verða útskagi, einnig menningarlega séð. — Þessi framtíðar- spá er ekki heinlínis hughreystandi fyrir okkur Vesturlandahúa. En hefir ekki mörgu ólíklegra verið spáð? Einn kaflinn í hók Nexö segir frá því, hvernig farið var að finna upp »hungursneyðina« í Rússlandi, sem flest hlöð Vestur- landa gerðu sér tíðrætt um í fyrra. ííg skal taka það frani, að ég 14

x

Sovétvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.