Sovétvinurinn - 01.05.1935, Blaðsíða 4

Sovétvinurinn - 01.05.1935, Blaðsíða 4
[Sovétvinurinn] stjórnmálalegu forystu enn um hríð, meðan þorri bænda var ekki kominn á hið pólitíska þrostastig verkalýðsins, meðan einkahúskapurinn var ríkjandi í sveitunum og bændastéttin enn of mjög undir hugmyndalegum áhrifum stórhændanna og síns fyrra íhaldssama hugsunarháttar. Nú er þetta gerbreytt. Stórbændunum hefir verið éitrýmt sem stétt og sam- yrkjuhreyfingin hefir gersigrað í landbúnaðinum. Langsamlega mestur hluti rússnesku bændastéttar- innar telst nú til samyrkjuhænda, er kominn yfir á braut sósíalismans í lifnaðarháttum og hugsunar- hætti og er þar með að miklu leyti hafinn npp á stig verkalýðsins að pólitískum þroska og framtaki. Þetta kosningarákvæði svarar því ekki lengur kröf- um tímans. Það varð að rýmka til þess að gefa svig- rúm þeirri nýju orku, sem vakin hefir verið í brjósti bændastéttarinnar. Hinar óbeinu kosningar voru í því fólgnar, að hinar æðri ráðstjórnareiningar voru ekki útnefndar af kjósendunum beinlínis, heldur kosnar af sovét- þingum, sem aftur voru kosin neðan frá. Hér eftir hafa allir sovétkjósendur rétt til að kjósa t. d. að- alframkvæmdaráð SSSR. Þessi breyting er bein af- leiðing af þeim aukna pólitíska þroska, sem alþýða Sovétríkjanna hefir þegar náð, og sýnir, að þegar hefir verið farinn drjúgur áfangi af leiðinni að því takmarki, sem Lenin hrá upp fyrir rússneska verka- lýðnum: Að sérhver eldahuska yrði að verða fær um að stjórna iíkinu. Samskonar rök liggja til ákvæðisins um leynileg- ar kosningar til allra ráðstjórnareininga. A síðustu árum hefir þróun allra borgaralegra ríkja verið að færast í einræðishorfið. Lýðræðis- fyrirkomulagið er afnumið, ýmist hægt og hægt, eða skyndilega, eins og í löndum fasismans. En Sovétríkin fullkomna sitt lýðræði. Skýrara tákn um styrkleikahlutfall hinna tveggja heima er ekki til. Iijörn Franzson. Starfsmenn Austur-Kína-brautarinnar. Þjóðfulltrúaráðið hefir skipað sérstaka stjórnarnefnd til að und- irbúa móttöku á öllum starfsmönnum við Austur-Kína-járnhrautina. Nefndin tryggir (teim og fjölskyldum þeirra ókeypis flutning inn í Sovétríkin. Allt, sem þeir hafa meðferðis, verður flutt tollfrítt. Allir þessir verkamenn geta, ef þeir óska þess, fengið þegar í stað vinnu við járnbrautir í Sovétríkjunum. Strax og heim kemur, fá nhrn þeirra skólavist. Sáning úr flugvélum. I héruðunum við Asov- og Svartahafið hefir verið áætlað að sá með flugvélum 15 000 ha iands. Eftir tveggja óra reynslu vísinda- legrar rannsóknarstofnunar er |>að staðfest, að vorsáning, sem fram- kvæmd er með flugvéium, gefur 2%—3 tunnum meira korn á ha heldur en meðaluppskera er ó Öðrum ökrum. Baráttan gegn trúar- brögðunum. Eftir Þórbers Þórðarson. (Niðurlag). I húsi einu miklu í Moskva er stórt og lærdóms- ríkt safn, sem kallað er andtrúarsafnið. Það er einn liðurinn í baráttunni, er bolsivíkarnir heyja gegn kirkjunni og trúarbrögðunum. f yztu deild safnsins, vinstra megin næst dyrum, er sýnt með myndum á veggnum, það sem trúarbrögðin hafa kennt fólki um tilveruna alla leið frá fornöld kirkjunnar fram til vorra daga. Beint á móti, á veggnum til liægri handar, eru málaðar upp staðreyndir vísindanna. Fyrsta myndin, sem mætir manni, þegar inn er komið, er kirkjumálverk frá 11. öld. Það er jörðin í laginu eins og kringla með flóðum og vötnum, sem slett er á yfirborð hennar af handahóíi. Á éinni rönd kringlunnar er mynd af paradís með Adam og Evu nakin að striplast í skógarlundi. Þetta kenndi kirkjan og hin kirkjulegu vísindi þeirra alda. Okk- ur kann að finnast það harla furðulegt nú á tím- um, að á 11. öldinni og reyndar lengi fram eftir hafði fólk svo lítinn hæfileika til að gera greinar- mun á staðreynd og ímyndun, að þessi fáránlegi hugarburður var um margar aldir talinn góð og gild vísindi. Önnur mynd, einnig gömul, sýnir jörðina stand- andi á þremur hvölum, sem eru jafnframt mæður allra fiska. Þegar livalirnir lireyfa sig, hristist jörð- in. Og þetta var skýringin á orsökum jarðskjálftans. Við hliðina á þessari háalvarlegu mynd geistlega valdsins, er skopfígúra, sem bolsivíkarnir haf'a húið til hara af bölvun sinni. Rússneska ríkið stendur þar á þremur persónnm: iwrnum, prestinum og kúlakk- anum. Þar rétt hjá er indversk helgimynd. Þar hvílir jörðin á þremur fílum, en fílarnir standa aftur á skjaldhöku. Á veggnum á móti er mynd af jörðunni eins og vísindin hafa leitt í Ijós, að hún sé. Þar næst mætir auganu helgimynd, er sýnir gang stjarnanna. Og hann er ekki marghrotinn. Stjörn- urnar hreyfast vegna þess, að englar þoka þeim til með fingrunum á festingunni. Þá kemur niikil og hryllileg kirkjumynd, er sýnir efsta dóm. A skuggalegum kletti sjást norpandi margir menn. Meðal þeirra er einn djöfull. Hann heldur í hárið á einni persónunni, grimnuir og ægilegur, og lemur hana miskunnarlaust með svipu. Nokkrar sálir eru að hrapa af klettinum niður til Helvítis, sem bíður gínandi ncðan undir. Þar engj- ast sumir sundur og saman í eldi óslökkvandi, en aðrir eru kreystir og kramdir af fnæsandi slöngum. Yfir þessari utskúfuðu hjörð standa djöflarnir og 4

x

Sovétvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.