Sovétvinurinn - 01.11.1935, Blaðsíða 11

Sovétvinurinn - 01.11.1935, Blaðsíða 11
[Sovétvinurinn] Ég vil verða hundrað ára gamall, segir Pavlov. Eftirfarandi viðtal birtist í „Isvestija“ i sumar við lífeðlisfræðinginn Pavlov. „Eftir tæpa þrjá mánuði verð eg 86 ára gamall, segir Pavlov. Eg liefi orðið fjölþætta lífsreynslu að haki mér. Eg er nýstíginn upp úr hættulegum veikindum, en eg verð fljótur að ná mér aftur liér á mínu kæra heimili i Koltusjy. Mig langar til þess að lifa lengi ennþá. Eg vil verða að minnsta kosti hundrað ára gamall. Þér spyrjið, hvers vegna eg óski mér svo langra lífdaga? Starf initt sem vísindamaður er orðið mér svo hjartfólgið, að eg á þá ósk hcitasta að þurfa ekki að liverfa frá því fyrri en eg liefi náð því marki, sem eg hefi sett mér, að brúa það sund milli lifeðlis- fræðinnar og sálarfræðinnar, sem enn má heita lokað. Þrátt fyrir mótmæli læknanna, sem láta sér ann- ast um heilsu mína, langar mig að komast á mót taugalækna í London, áður en alþjóðafundur lífeðl- isfræðinga iiefst í Leningrad, og næsta ár ætla eg á mót lifeðlisfræðinga í Madrid. Mig langar til þess að lifa lengi, vegna jiess að rannsóknarstofa mín í Koltusjy nýtur nú meira trausts en nokkru sinni áður. Sovétrikin liafa lagt fram milljónir til stuðnings vísindaiðkunum mín- um, og byggt fjölda fullkominna rannsóknarstofn- ana. Eg er sannfærður um, að það starf, sem hafið er i þágu lífeðlisfræðinnar liér á landi, eigi eftir að skila undraverðum árangri, enda er ekkert til s]iar- að frá hendi hins opinberra. í Sovétríkjunum fer nú fram stórfengleg þjóð- félagsleg umsköpun. Hyldýpið, sem áður var milli auðmanna og ör- eiga, er nú horfið með öllu. Eg vona, að eg lifi það, að sjá lagða síðustu hönd á hina nýju uppbyggingu sósíalismans. Það, sem gerist hér heima, hefir djúp áhrif á mig, og hérna í Koltusjy fylgist eg nokkuð með því, sem gerist merkilegast í stjórnmálum Evrópu. Eg fylgi með athygli fransk-rússneska vináttusanmingnum, en engu síður samningum Þjóðverja og Englend- inga. Eg er sannfærður um, að landvörn minnar kæru þjóðar er í öruggri hendi. Hinir stórvöxnu sigrar Sovétríkjanna eru að niiklu leyti unnir í skjóli hins ósigrandi ríkishers. Mig langar til að lifa lengi enn, vegna þess að eg finn, að stjórnartaumar þjóðar minnar eru í styrkri hendi, og eg get horft öruggur á framtíðina.“ Skákþraut nr. 3, eftir Ottomar Nemo (Vín). Hvítt: Kb5, Df6, Rf2, c.6, h5 (finim taflmenn). Svart: K(15, b6 (tveir taflmenn). Hvítt mátar í þriðja leik. Þetta er nokkru erfiðari skákþraut heldur en báðar hin- ar fyrri. Hún hefir unnið fyrstu verðlaun á einu skák- þrautaþingi. Ráðning á skákþraut nr. 2: He7—e8. Rétta ráðningu sendu: Þorsteinn Sigvaldason, Barðsgili, Sveinbjörn Sig- urðsson, Ásgarði, Garðshaga, Sigurbjörn Mariusson, Berg- staðastræti 55, Rvik, Trausti Árnason, Tjarnarg. 16, Rvík og Magnús Helgason, ísafirði. Ennfremur hafa eftirtaldir sent réttar ráðningar á skák- þraut nr. 1, til viðbótar þeim, sem getið var i síðasta tbl. Sovétvinarins: Sverrir Áskelsson, Akureyri, Skarphéð- inn Pálsson, Siglufirði, Ólafur Einarsson, Stykkishólmi og Hjálmar Theodórsson, Garðshorni, Húsavík. Þess skal get- ið, að bréf með ráðningum þessara manna voru komin af stað, áður en síðasta hefti Sovétvinarins kom út. í næsta hefti verður birt skemmtileg og lærdómsrík skák, sem tefld var á þjóðarskákmóti í Budapest árið 1933. Eigast þar við hinir frægu skákþrautasmiðir Boros (Ungverji) og Lilienthal (skákritstjóri DZZ, Moskva). Spyrjist fyrir um silfupplötuna í ®JLU® Sími 3015. Laugaveg 38. 11

x

Sovétvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.