Alþýðublaðið - 14.03.1965, Blaðsíða 7
Hafnarfirði 40 ára
Skátahreyfingin í
stjórn Bandalags ísl- skáta, fél-
agsforingjar úr nágrenninu og
margir fleiri. Samkvæmi þetta
tókst hið bezta og tóku fjöl-
margir til máls. Stóð borðhaldið
með ræðuhöldum, almennum
söng og skemmtiatriðum fram.
yfir miðnætti. Félaginu bárust
fjölmargar heillaóskir og gjaf-
ir. Meðal annars afhentu Hraun
prýðiskonur Hjálparsveit skáta
í Hafnarfirði 20 þús. kr. til þess
að kaupa talstöð í sjúkrabíl, sem
sveitin hefur nýlega fengið og
tilkynnt var, að Lionklúbburinn
Njörður í Reykjavík hefði ákveff
ið að gefa sveitinni þrjár tal-
stöðvar og væru þær nú á leið
til Iandsins. Laugardaginn 27.
feb. var svo skátadansJeikur í
Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði
Skátahöfðinginn Jónas B. Jónas
son var erlendis þegar hátíða
höldin fóru fram, en áður en
hann fór, heimsótti hann Hraun
búa til að óska þeim til ham-
ingju með afmælið. Við það tæki
færi var hann sæmdur heiðurs
me)rki Hraunbúa, isem nú er
veitt í fyrsta sinn.
Skátastarfið í Hafnarfirði
stendur nú með miklum blóma.
Má minna á, að á síðastliðnu
ári stóðu skátarnir í Hafnarfirði
fyrir vormóti á Höskuldarvöll-
um og voru þátttakendur í Því
rúmlega 600. Þá sóttu 36 skátar
úr Hraunbúum skátamót í Nor-
egi síðastliðið sumar og Fiska-
sýningin sem Hjálparsveitin stóð
fyrir vakti athygli.
Á bæjarstjórnarfundi, þriðju-
daginn 23. feb. var samþykkt
af bæjarstjórn Hafnarfjarðar,
að gefa Hraunbúum í tilefni a£
mælisins kr. 20 000.00. Á sama
fundi va samþykkt fjárhagsá-
ætlun bæjarins, og er Hraunbú
um þar veittar kr. 30.000.00 í
rekstrarstyrk og kr. 50.000.00 í
byggingarstyrk. Sýnir bæjar-
stjórn Hafnarfjarðar nú, sem
oft áður hvern hug hún ber til
skátastarfsins.
í félaginu starfa nú tvær kven
skátadeildir með 102 kvenskát
um og 38 ljósálfum, tvær drengja
Rkátadeildir með 124 drengja
skátum og 41 ylfingi, Hjálpar
sveit skáta með 74 félögum og
auk þess starfar í Hafnarfirði St.
Georgsgildi, samtök „gamalla"
skáta, en þátttakendur í því eru
65. Fovingi St. Georgsgildisins
er Eiríkur Jóhannesson, foringi
Hjálparsveitarinnar. Marinó Jó-
hannsson, deildarforingjar
drengjaskáta Ásgeir Sörenssen
og Rúnar Brynjólfsson og deild
arforingjar kvenskáta Rebekka
Árnadóttir og Þórey Valgeirs-
dóttir.
Stjórn féla'gsins skipa nú:
Hörður Zóphaníasson, félagsfor
ingi, Ólafur Proppé, aðstoðarþél
agsfovingi, Albert Kristinsson,
gjaldkeri, Rebekka Árnadótiíir
og Sigurbergur Þórarinsson. '
Hinn 22. feb. sl. voru liðin 40 ár
frá því, að fyrsti skátaflokkur
inn var stofnaður í Hafnarfirði
Það var Jón Oddgeir Jónsson,
sem fyrstur kynnti skátahreyf-
inguna í Hafnarfirði- Hann er því
faðir skátahreyfingarinnar í
Hafnarfjarðarbæ og hefur ætíð
vérið tilbúinn að styðja allt
skátastarf þar með ráðum og
dáð. Hraunbúar, skátarnir í
Hafnarfirði, eiga honum mikið
að þakka.
BRUGÐIÐ Á LEIK
ÞARNA stendur hún, ritvélin,
á borðinu, ógnandi, og bíður
þess, að eigandinn setjist niður
og byrji að teygja lopann eins
og venjulega; hún veit sem er,
að hann óttast hana, hræðist
hana, hver dagur sem hann þarf
að sitja fyrir framan hana, er
honum skelfing; honum er illa
við liana, hann hatar hana. En
hún lætur enga skapvonzku á sig
fá, fetar sig aðeins áfram, staf
fyrir staf, unz lopinn er allur.
Reyndar veit hann ekki um hvað
hann á að rita; hann hefur satt
að segja ekki hugmynd um það.
Honum dettur nánast aldrei
neitt í hug, og þegar slíkt kem-
ur fyrir er dagurinn oftast á
enda.
Þá rennur það upp fyrir hon-
um, að honum væri leikur einn
að búa til viðtal og fyrr en varði
eru þessi orð komin á pappírinn:
„Við ókum inn Hverfisgötuna.
Það var lítil umferð og enginn
lögregluþjónn sjáanlegur, svo að
við spýttum í og ókum niður
Frakkastíginn. Frakkastígurinn
er ágæt gata og þar er alltaf
líf og fjör. Sólin skein í heiði
og sjórinn var sléttur og blár.
Olíutankarnir hjá BP ypptu öxl-
um í kvíðrænni spurn og spurðu:
Hvert ertu að fara? — Það var
hópur af krökkum að leik í fjör-
unni og við skrúfuðum niður rúð-
una og spyrjum:
— Af liverju eruð þið ekki
í skólanum í dag?
— Voðalega ertu vitlaus —
manni, — jú, veiztu ekki að það
er Öskudagurinn í dag.
Þetta var ágæt byrjun að hon-
um fannst,, en hvað var svosem
hægt að skrifa betur um ómerki-
lega póttorma inn á Frakkastíg.
Þetta var ekki nógu langt. Hann
varð atf köma því að, að nú væri
vorið að koma og flestir væru
með saddan kvið; það væri voriff
sem væri efst á baugi; voriff
væri snar þáttur í lífi fólksins
■ í landinu, eti veturinn væri
vandamál þess. Vandamál hans
væri leyst, ef hann gæti komið
vandamáli fólksins að og skotið
inn þess á milli orðatiltækjum
eins og efst á baugi, ekki alls
fyrir löngu, og auk þess lengt
setningarnar með smáorðum eins
og: býsna, mjög, öldungis, og
skellt svo aftan við.stöku sinn-
um o.s.frv.
En spjallías var ekki lengi í
paradís; það var talið lélegt efni
að skrifa um krakka niður í
fjöru. Miklu nær væri að teyma
þangað eitthvert stórmenni, til
að mynda skáld eða tónlistar-
mann; þeir gætu svo sezt á stein
og hlustað á gný hafsins, hvern-
ig aldan gjálfraði í kapp við orða
gjálfur þeirra sjálfra. Og upp-
hafið varð því þannig:
— Þú ert alinn upp á Vest-
urgötunni?
— Já, svaraði Ingólfur og
sparn fæti við brúnum köggli.
Þetta er hundaskítur, sagði hann,
— Ekki skil ég hvað hundar eru^
að flækjast hér í bænum.
— Já, skítinn hundaskítur, á-
réttaði ég.
— Þegar ég lít á þetta fjall,
sagði Ingólfur og leit til Esjunn-
ar, sem skartaði hvítu og bláu,
finnst mér að ég geti hvergi ann-
ars staðar lifað og ort.
— Hvenær byrjaðir þú svo
að yrkja?
— Það var á þeim árum, sem
ég var að farast úr ást; það var
einkennileg ást skal ég segja
þér. Svo var nefnilega
vexti, að hér í bænujn voru her-
samkomur haldnar með vissu
millibili og oftast tvisvar þrisvar
í viku — og ég þarf ekki að
segja þér það, að ég fór í hvert
einasta skipti. Hún var nefnilega
svo skratti hugguleg ein her-
skvísán, að maður gat ekki ann-
að en kropið með henni og beð-
izt fyrir — já, það var á þeim
árum, — ort, — nei sleppum
því, — þá rann lækurinn eftir
iniðjuni bænum og við strákarn-
ír í Vesturbænum höfðum aldeil-
is dregið burst úr nefi þeim lús-
ugu andskotum í Austurbænum.
Já, það var nú á þeim árum.
Ingólfur dæsir og horfir mun-
blíðum augum á Esjuna. Síðan
snýr hann sér að mér og segir:
Þá var mikið líf hér í bænum,
jafnvel símastaurarnir brumuðu
á þorra.
Þögn.
Það hefur hvesst svolítið og
ég sný mér að Ingólfi og spyr:
— Trúir þú á annað líf?
Þetta var allt annað líf; svona
áttu viðtöl að vera eða þá eitt-
hvað á þessa leið:
— Svið: Þjóðleikhús. Ljósln
slokkna og kvikna; leikarar
skoppa til og frá á sviðinu. Guð-
laugur gengur albrynjaður inn í
stúkuna til Klemenzar. Hann
var með rauðan hatt á höfði;
þann hatt hafði Haraldur gefið
honum endur fyrir löngu á frum
Framhald á síffu 10.
Skátafélagið Hraunbúar hefur
minnst þessara tímamóta á marg
an hátt. Síðastliðinn sunnudag
fylktu þeir liði við félagsheimili
sitt, Hraunbyrgi, og gengu í
skrúðgöngu til kirkju. Fyrir göng
unni fór fánaborg og Lúðrasveit
Hafnarfjarðar iék.
Hafnarfjarðarkirkja var þétt
setin og urðu rnargir kirkjugest
ir að standa. Herra Sigurbjörn
Einarsson, biskup, flutti stólræð
una. Síra Kristinn Stefánsson
og frú Hrefna Tynes, varaskáta
höfðingi, fluttu ávörp. Síra
Garðar Þorsteinssont prófastur,
þjónaði fyrir altari. Undirleik
annaðist organisti kirkjunnar
Páll Kr. Pálss., en skátarnir önn
uðust almennan söng. Skátarn
ir endurnýjuðu heit sitt í kirkj
unni. Forseti íslands, herra Ás-
geir Ásgeirsson, var viðstaddur
guðsþjónustuna og fylgdu skát
ar honum í kirkju og úr.
Skátavaka var svo í Góðtempl
arahúsinu á sunnudaginn, fyrir
yngri félaga kl. 4,30, en fyrir
eldri kl. 8.30 e.h- Skátavökur
þessar tókust hið bezta og voru
fjö’ sóttar.
Á mánudagskvöldið hafði
skátafélagið kaffiboð í félags-
heimili iðnaðarmanna í Hafnar-
firði. Samkomugestir voru um
140, þar á meðal bæjarstjórn,
Varaskátahöfffingi frú Hrefna Tynes flytur Hraunbúum afmælis-
Kveðju frá Bandalagi íslenzkra skáta.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ -14. marz 1965 'I7