Alþýðublaðið - 14.03.1965, Blaðsíða 16
almennan
þriðju
Bald-
45. árg. — Sunnudagur 14. marz 1965 — 61. tbl.
Landgönguliððr í
Danang í bardögum
f gærmorgun kom liingað leikflokkur frá Vestmannaeyjum með flugvél Flugfélags íslands á. Reykjavíkur-
flugvöll. Meðal farangurs voru leiktjöld allmikil fyr irferðar, og mun það allsjaldgæfur flutningur í flug-
fragt. Myndin er tekin er tjöldin voru borin úr vélinni. Á henni sést fararstjórinn, Stefán Árnason, sem
mörgurn er að góðu kunnur þeim sem komið hafa á þjóðhátíð í Eyjum. Fyrir framan hann stendur
Elías Björnsson leiksviðsstjóri. (Mynd: JV).
Leikhús byggt í
Vestmannaeyjum
EEIKFÉLAG Vestmannaeyja hef-
wr ákveðið að byggja leikhús í
Vestmannaeyjum. Ætlar félagið
að byggja það í félagi við Odd-
fellowstúkuna Herjólf. Húsið á að
*‘úma 300 rnatins í sæti og liefur
Madrid-hásköla
aftur lokað
Madrid, 13. marz (NTB-Reuter).
SAGNFRÆÐI- og heimspekideild
fláskélans í Madrid var lokað aft-
Or í gær þegar stúdentar liöfðu
reynt að halda mótmælafund í
ðeildinni án leyfis stjórnarinnar.
rúmgott leiksvið. Bæjarstjórnin
hefur samþykkt að úthluta félög-
unum lóð við Kirkujuveg og þykir
það hinn ákjósanlegasti staður.
Leyfi bygginganefndar og skipu-
lagsstjórnar eru ófengin en ekki
er búizt við að standi á því.
Leikfélagið í Eyjum hefur verið
á mestu hrakhólum með starfsemi
sína á undanförnum árum. Sam-
komuhús Vestmannaeyja er eina
húsið, sem er nægilega rúmgott
fyrir leikstarfsemi en það hefur
mjög ásetið vegna dansleikja
og kvikmyndasýninga og óhægt
að fá það á heppilegum tíma tií
leiksýninga. Leikflokkar, sem vilj-
Nefnd fjallar um viðhorf
í launa • og kjaramálum
STJÓRN Alþýðuflokksfélags
Réykjavíkur tók fyrir nokkru upp
|»nn hátt að skipa nefndir til áð
fjalla um hin ýmsu mál er síðan
yrði fjallað uin á félagsfundum
Er þess skemmst að minnast er
tandbúnaðarmálin voru tekin fyr
i* á félagsfundi fyrir skömmu en
i|á hafði sérstök nefnd félags-
twanna fjallað um málið um hríð.
Nú hefur stjórn félagsins fyrir
iwkkru skipað aðra nefnd félags
inanna til að hugleiða og ræða
vjðhorfin í launa- og kjaramálum
e«r júní-samkomulagi lýkur.
Nefnd þessi er skipuð þeim
Eggerti G. Þorsteinssyni, Guðjóni
B. Baldvinssyni, Jóni Sigurðssyni,
Svavari Guðjónssyni, Jóni Axel
Péturssyni, Óskari Hallgrímssyni
Jónasi Ástráðssyni. Nefndin, hef
ur nú lokið störfum sínum og
mun gera félagsfundi á þriðjudags
kvöldið grein fyrir störfum sínum
og skoðunum. Er á öðrum stað í
blaðinu í dag skýrt frá því liverj
ir eru framsögumenn en fundur
inn verður í Iðnó.
að hafa koma til Eyja m. a. frá
Þjóðleikhúsinu og aðrir skemmti-
kraftar úr Reykjavík hafa sársjald
Framhald á 13. slðu
Danang, S-Vietnam, 13. marz.
(NTB - Reuter)
BANDARÍSKU landgönguliðarnir,
sem sendir voru til hinnar mikil-
vægu Danang-flugstöðvar í norð-
urhluta S-Vietnam í byrjun vik-
unnar, lentu I fyrsta skipti I bar-
dögum við hermenn Vieteong í
gærkvöldi. Engan Bandaríkjamann
sakaði.
Ráðizt var á flokk landgöngu-
liða á hæð einni 8 km vestan við
Danang. Hermenn Vietcong kom-
ust í um 300 metra fjarlægð áður
en landgönguliðarnir isáu til ferða
þeirra. Bandarísku hermennirnir
hófu þegar skotárás, og skæru-
liðarnir hörfuðu von bráðar.
Hermenn til taks
Montgomery, 13. marz - NTB
George Wallace, fylkisstjóri í Ala-
bama, liélt í dag flugleiðis til
Washington til þess að ræða við
Johnson forseta um kynþátta-
vandamálið í Selma. New York
Times segir í dag, að Johnson
hafi gefið skipun um að 700 her-
menn skuli hafðir til taks, ef á
þyrfti að halda í Selma.
Danang er aðeins 20 km. frá
landamærum N-Vietnam. Auk um
3.500 bandarískra landgönguliða
er þar önnur sveit landgönguliða,
sem gætir eldflauga af Hawk-
gerð.
Góðar heimildir herma, að 1800
suður-kóreanskir hermenn séu
væntanlegir til Saigon.
wvmwmmwmmmwi
KÍNVERJA
ÁSAKAÐIR
MOSKVA, 13. marz
er). — Sovézka stjórnin hefur sak
að Kínvcrska alþýðulýðveldið um
að koma af stað nýrri and-sovézkri
rógsherferð í sambandi við óeirð
irnar fyrir utan bandarlska sendi-
ráðið I Moskvu nýlega. Stjórnin
tók skýrt fram, að kínverskir stúd
entar I Sovétríkjunum yrðu að
virða isovézk lög á sama hátt og all
ir aðrir sem dveljast I landinu.
Martin Bormann sagður
enn á Bífi í Brasilsu
Sao Paulo, 3. marz
DETLEV Sonnemberg. fv. liðs-
foringi úr SS sem nú er búsettur
I Brasiliu segir að Martin Bor-
mann, staðgengill Ilitlers, búi I
Brasiliu. Sonnemberg kvaðst hafa
séð Josef Mengele, lækninn úr
Auschwitz-fangabúðunum, tvíveg-
is I Paraguay.
Mengele er talinn bera höfuð-
ábyrgðina á morðum mikils fjölda
fanga með ýmsum banvænum
læknistilraunum og gasi.
Detlev Sonnemberg, sem vestur-
þýzká lögreglan hefur lýst eftir
vegna sex rána sem hann hefur
framið, 'var hernaðarráðunautur I
Egyptalandi 1953 áður en hann
kom til Suður-Ameríku undir dul-
nefni. Hann segir, að Þjóðverjar
í Suður-Ameríku hafi myndað með
sér verndarsamtök síðan Adolf
Eiclimann var rænt 1980. Hann
segir, að Meng'ele sé félagi í þess-
um samtökum.
Almennur félagsfundur
★
Reykjavíkur heldur
félagsfund I Alþýðuhúsinu
Hverfisgötu (inngangur frá Ing
ólfsstræti) næstkomandi
dag kl. 8,30 e. h. Umræðuefni:
Viðliorf I launa- og kjaramál-
um er ijúní-samkomulagi lýk-
ur. Framsögumenn Eggert
Þorsteinsson, Guðjón B.
vinsson, Óskar Hallgrímsson.
Kaffiveitingar verða fáanlegar
á fundinum. — Alþýðuflokks
menn eru hvattir til að sækja
fuudinn vel og stundvíslegn.
EGGERT
OSKAR
GUÐJON