Alþýðublaðið - 23.03.1965, Blaðsíða 2
t
■Itttjórar: Gylfl Gröndal (fib.) og Benedikt Gröndal. — RltstjómarfuU-
•ml : EtOur Guðnason. — simar: 1490U-14S03 — Augiyslngaslml: 149#B.
Utget’and<: AlþýSuflokkurlnn
AOsetur: AlþýSuhúsiS viB Hverfisgötu, Keykjavik. — PrentsmiOja AlþýBu-
MaBsuis. — Askriftargjald kr. itO.OO, — 1 lausasölu kr. 5.00 eintakiO
MANNRÉTTINDI
ÆSKULÝÐSSAMBAND ÍSLANDS hefur efnt
til mannréttindaviku og hyggst benda sérstaklega
ó málefni Suður-Afríku, þar sem hvítur minni-
hluti íbúa kúgar hörundsdökkan meirihluta og
sviptir hvers konar rétti. Hafa æskulýðssambönd
hinna Norðurlandanna látið mikið til sín taka á
jþessu sviði og er ánægjulegt að verða þess þannig
. var, að hin uppvaxandi kynslóð gerir sér þýðingu
mannréttinda Ijósa og vill fyrir þeim berjast.
íslendmgum er hollt að íhuga þau réttindi. sem
; i þeir búa við, líklega meiri og tryggari en með flest
j um öðrum þjóðum. Ekki fengust þessi réttindi fyr-
irhafnarlaust og ekki hefur þjóðin notið þeirra
margar kynslóðir enn. Þess vegna er rétt að hafa
: í huga, að mannréttindi verður að efla hvern dag
r - með stöðugri árvekni, ef þau eiga að verða trygg.
Enda þótt Suður-Afríka sé nú víðfrægast og ill-
ræmdast dæmi um kynþáttakúgun í heiminum, er
rétt að muna eftir öðrum mannréttindum, sem eru
fótum troðin. Sorglegt er að heyra þau tíðindi, að
í sumum hinna nýfrjálsu Afríkuríkja hafi hvítum
kúgurum varla verið velt af stóli, þegar svartir
tóku við hlutverki þeirra og reynast sumir hálfu
verri. Glöggt dæmi er stjórn Nkruma í Ghana, þar
sem pólitískir andstæðingar hans sitja í fangelsum
mánuðum saman, án þess að mál þeirra séu færð
J fyrir rétt, og þeir láta þannig lífið við illa aðbúð.
Stórveldin, sem mestu ráða um örlög mann-
kynsins, hafa ekki hreinan skjöld í mannréttinda-
málum. í Bandarikjunum hefur ríkt misrétti kyn-
; þátta og stendur hin volduga bylting gegn því mis-
rétti yfir. Sú bylting nýtur stuðnings forseta og
meirihluta þings og hlýtur því að bera árangur
í næstu fvamtíð.
ÖIlu verra er ástand mála í heimi kommúnis-
mans, þar sem aðeins einn stjómmálaflokkur er
ieyfður og miskunnarlaus pólitísk, andleg og efna-
hagsleg kugun hefur verið stunduð í áratugi. Enda
þótt örlítið hafi verið slakað á tökum yfirvaldanna
,síðustu misseri, fer því víðs fjarri, að hagur al-
; mennra mannréttinda hafi batnað til muna í þess-
um löndum. Kommúnisminn þolir enn ekki sam-
; keppni annarra skoðana eða annarra flokka í lönd-
; um sínum. Hann þolir enn ebki að framleiða eftir
óskum neytenda eða leyfa listamönnum frjálsa
sköpun
; i Af þefsu verður ljóst, að í mörg horn er að
: díta, þegar hugsað er um mannréttindi á því herr-
: -,ans ari 1965. Mannréttindaskrá Sameinuðu þjóð-
;. sanna, sem frú Elenor Roosevelt átti hvað mestan
-þátt í, var í upphafi draumsýn. Hún hefur haft
r ún.ikil áhrif og á eftir að móta baráttu margra
- manna fyrir frjálsara og betra lífi. íslenzk æsku-
f lýðssamtök gera vel, er þau minna á þann boðskap
m
.......... .iiiiiiiiiiiiiiiiiniiiinmiiMiiiiiiiimii ■••immmimmmiiimimmiimiini',*,,lll»»»
ic Sólskinsdagar og hafísþök.
ic Ný vísa um sól og sumar. |
ÞaS, sem afi gamli sagSi um hafísinn.
£ Og þaS, sem veSurfræSingarnir segja.
......................................
SÓLSKINSDAGAR — og haf-
ís fyrir Vestur- og- Norðurlandi
Maður er farinn að vona, að bráð-
um fari að hlýna, en ekki er það
upplífgandi að heyra frá því sagt
að.2jjl stiga frost sé á Raufarhöfn
15 á Akureyri og 4 í Reykjavlk.
En maður er húinn að þreyja
Þorrann og Góuna, og bráðum
kemur vor og bráðum sumrar, og
þá lyftist á manni brúnin.
ARON í KAUPHÖLLINNI sat
við skrifborðið einn morguninn
og horfði á grasbrekkurnar við
Lækjargötuna og fólksstrauminn
í Bankastræti milli þess sem hann
iskrifaði tölur á laust blað og
handfjatlaði skjöl. En af þvx að
hann er ágætur vísnamaður og
á létt með að kasta fram stöku
breyttust tölustafirnir allt í einu
í bókstafi og á blaðið kom vísa
sem spratt fram næ'tum því óaf
vitandi. Hann var kominn í vor
hug: ,
Þegar gullið gróðrarvor,
gægist upp úr jörðinni,
lúnum bónda léttast spor
og lifnar yfir hjörðinni.
EN AÐRIR BINDA hugann við
hafís og kulda, hlust á hafísfrétt
ir og gremst þegar ekki er farið
eftir þeirri reynslu, sem þeir
fengu í æsku og kenningunni sem
afar og ömmur, feður og mæður
sögðu um hinn „forna fjanda“
þjóðarinnar, en daglega hlustar
maður á nýjar kenningar. Ekki
veit ég hvað er rétt eða rangt,
því að enga reynslu hef ég af
hafís og hef varla séð hann.
ÁRNI KNUDSEN sendir mér
eftirfarandi bréf um hafísinn og
veðurfræðingana: „Undanfarnar
vikur hafa ispámenn veðurfræðinn
ar farið nokkuð út fyrir þann
„ramma" er ég tel að sæmi til-
gangi starfs þeirra. Við vitum
að jöklar og snjór hafa áhrif á
veðurfar landanna og hitastig lofts
ins. Því er eðlilegt að raunhæfa
ar rannsóknir þess, geta haft þýð
ingu. . J
EN ER SKOÐA skal ,,lands-
ins forna fjanda“ hafísinn í sama
ljósi er öðru máli að gegna. Trö
lega lítur út, er norðlenzkur veð
urfræðingur sem ætti að muna
þann magnaða bölvald, bæði per
sónulega, og sagnir um hann. Ég
er á sama aldri og Jón Eyþórs
son og úr isömu sýslu ættaður.
En vil þó taka fram að ég hefi
enga andúð á honum, síður en
svo. En þegar útvarpið okkar,
það þarfa-þing, er látið þruma
kvölds^ morgna og um miðjan dag
Framh. á bls. 9
SPILAKVÖLD
ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG KÓPAVOGS held-
ur spilakvöld næstk. LAUGARDAGSKVÖLD I
Félagsheimilinu Auðbrekku 50 kl. 8,30. Spiluð verð**
ur félagsvist. o. fl. — Kaffiveitingar,
KJÖLAR
fyrir fermingarbarnið og gestina,
BLÚNDUKJÓLAR
ALSILKIKJÓLAR
SHIFFONGKJÓLAR
CREPKJÓLAR
KAYSER undirföt og sloppar
er vinsælasfa gjöfin.
I TiTir,
TIZKAljjl.
HAFNARSTHÆTI S
2 23. marz 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ