Alþýðublaðið - 23.03.1965, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.03.1965, Blaðsíða 1
m£m$) 45. árg. — Þriðjudagur 23. marz 1985 - 68. tbl. ísinn hamlar rauðmagaveiðum Reykjavík, 22. marz. WmHHWMMHmWMHMM VOGMÆR VEIÐIST 60 MÍLUR ÚT AF RIFI Hellissandi, 22. marz. — GH. GO. VÉLBÁTURINN Sæborpr sem gerður er út frá Rifi fékk furðufisk í þorskanet, sem liann var að drajva í dag 60 mílur út af Öndvcrðanesi. Fiskurinn reyndist vera vog:- mær, hún er 145 cm. á iengvd og mjög- fagurlituð. — Bak- ugginn er samfelldur eftir endilöngu bakinu, fagur- rauður að lit. Sporðurinn er mjór og rauður eins og ugg- inn. Fiskurinn er ailur þunn- ur og glær. Augun eru mjög stór, enda er þetta djúpfisk- ur. Vogmær rekur alltoft á fjörur, en sjaldgæft er að hún komi í veiðarfæri báta, Þó kom fiskur af þessari tegund í þorskanet hjá Bol-. ungavíkurbátum í vetur, wvwwuwwwvwwvw MÖDEL1927 Þetta er einn af elztu bílum á íslandi, sem enn er á skrá. Hann er af Ford-gerð, módel 1927. Eigandi hans er Magnús Jónsson í HafnarfirðL Á Iandinu eru aðeins þrjár bifreiðir eldri. Sú elzta frá 1923. Iðnrekendur fylgj andi stórvirkjun Reykjavík, 22. marz. — ÁRSÞINGI Félags íslewekra iðn rekenda lauk síðastliðinn laugar- dag. Á síðara fundi þess flutti dr. Jóhannes Nordal erindi mn orku- frekan iðnað, byggingu alúmini- umverksmiðju og stórvirkjun. Á fundinum var samþykkt til- laga um að lýsa stuðningi við framkomnar hugmyndir um stór- virkjun, og segir í henni, að á- stæðulaust sé að ætla, að sjálf- stæði þjóðarinnar sé hætta búin þótt erlendu fyrirtækl yrði heim- ilað að reisa hér alúminium verksmiðju. Fer hér á eftir frétta tilkynning frá FÍI:; „Síðasti fundur iársþings iðn- rekenda var haldinnií Þjóðleikhúss kjallaranum laugardaginn 20. marz 1965. Á þeim fundi flutti dr. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri mjög ýtarlegt og fróðlegt erindi, þar sem hann gerði grein fyrir möguleikðum orkufreks iðnaðar hér á landi og sérstaklega um bygg ingu aluminiumverksmiðju og stór virkjunar. Að lokinni ræðu bankastjórans urðu nokkrar umræður í sam- bandi við erindið og var m. a. rætt um möguleika á því að setja Framhald á 5. síðu. LOGN var um Norður- og Austur- land í dag og lítil hreyfing á ísn- um nær landinu. fs er allt um- hverfis Grimsey og töluverf. ísrek suðaustur af eyjunni. Stapafellið tilkynnti Veðurstofunni, að mikið ísrek væri út af Melrakkasléttu og ísspangir á reki inn á firði þar um- hverfis. Frá Skagaströnd er ekki hægt að hefja rauðmagaveiðar vegna íss ins, en veiðitímabilið þar byrjar að öllu jöfuu £ marzbyrjun. GORDON LONSDALE Njósnari leysir frá skjóðunni London, 22. marz. NTB-Reuter. Njósnarinn Gordon Lonsdale upplýstl í blaðagrein, sem birtist í einu Lundúnablaðanna í gær, að hann hefð'i í fimm ár starfað sem njósnari fyrir Sovétríkin í Bandaríkjunum, og að upplýsingar hans myndu orsaka nokkur af- skaplega rauð andlit meðal starfs manna alríkislögreglunnar FBI, ef þeir fengju a'ð vita um þetta. Lonsdale var tekinn fastur í Bretlandi árið 1961 og dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir njósnir í þágu Sovétríkjanna. í aprílmán- uði í fyrra var hann látinn í skiptum fyrir brezka verzlunar- manninn Greville Wynne, sem sat í rússnesku fangelsi fyrir njósn- ir. í grein sinni, sem birtist í blað- inu, „The People”, segir Lons- dale, að hann hafi komið til USA árið 1951, og þá undir fölsku, þýzku nafni. Hann hafði fengið skipun um að vinna í samráði við „Alec“ nokkurn, sem seinna reyndist vera Rudolf Abel ofursti. Hann var tekinn fastur fyrir njósnir í Bandaríkjunum árið 1957, og seinna látinn í skiptum fyrir Francis Gary Power, flug- manninn á U-2 vélinni, sem skot- in var niður yfir Sovétríkjunum, Mikilvægasta staðreyndin er, skrifar I.onsdale, að ég var njósm ari í fimm ár í Bandaríkjunum og kom það aldrei í ljós í réttar- höldunum í Bretlandi. Á þeim tíma sem réitarhöldin fóru fram, var álitið að lnnn hefði komið til Bretlands beint frá Kan- ada, til að skipuleggja þar njósna Framliald á 5. síðu. Bifreiðaeignin fvö- faldast á 10 árum Reykjavík, 22. marz. — OÓ. I að finna ýmsar upplýsingar um KOMIN er út bifréiðaskýrsla bifreiðaeign íslendinga. Eftirtald- Vegamálaskrifstofunnar, Er þar I ar tölur eru teknar úr skýrslunni en hún er miðuð við 1. janúar 1965. Alls voru þá skrásettar 31924 bifreiðir á öllu landinu og 308 bifhjól. Bifreiðaeigp Reykvíkinga flokkast þannig: Fólksbifreiðar með sæti fyrir allt að átta far- þega 11204, meS sæti fyrir fleirl en átta farþega 180. Vörubifreið- ar með sæti fyrir tvo til sex far- þega 961, með sæti fyrir 1. far- þega 1384, bifhjól 161, samtals eru þetta 13890 bifreiðar og bif- hjól. Fólksbifreiðar sem taka aUt aff átta farþega eru samtals á öllu landinu 25228. Fólksbifreiðir sem Framliald á 5. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.