Alþýðublaðið - 07.04.1965, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 07.04.1965, Blaðsíða 9
BMWCT^wgBmmiiiBiMBBniyiiiiiiiimiiiiiMiiniHiiiiiiiiiiiiiiwiiliiiiiMiinwiáBM—wBaÉMJMwáiiBiiiiiiiiiiiiiiiiiíiMÉÉJi /■ .'..y _/ ihRa|HMatRaK"|ahRa|"M"&R"K>l> ÞEGAR ensku herskipin ösluðu hér- inn Faxafléann að morgni hins 11. maí 1940, í þeim til- gangi að hernema ísland, mun fáum hafa dottið í hug, að það hefði nokkuð með frímerkja- söfnun að gera, enda nóg um annað að hugsa. En þó var það svo. Hermannabréfin, frímerki þeirra og stimplar eru nú orðin söfnunarsvið ýmissa safnara, jafnvel og ekki síður erlendra. Um þetta má lesa í grein í bók inni „ Furðulönd frímerkjanna", sem út kom hér fyrir jólin. í sænsku blaði frá í fyrra má lesa ýmislegt skemmtilegt um þetta efni- Þar segir frá því, er ensku hersveitirnar stigu hér á land vorið 1940. Hermennirnir voru víða að, m.a. ein herdeild, sem verið hafði í Hong-Kong. Hún var flutt bakdyramegin til ís- lands, þ.e.a.s. um Kyrrahaf, Can ada til Reykjavíkur- Hermenn irnir fóru fljótlega að skrifa heim til sin og allra fyrst not uðu þeir ísl. pósthús, en fljót lega yoru stofnsett herbúðapóst hús. Voru þá póstlögð bréf og póstkort stimpluð með sérstök um her-stimplum, eins og t.d. „Field Post Office“, ásamt sér stöku númeri. Árið 1940 voru í notkun þessi númer: F.P.O. 2, 3, 126, 127, 128, 129, 207, 208, 304, 305, 306, 307, og 308- Flugherinn hafði sérstimpla. Bréfin fengu svo á sig fleiri stimpla, áður en þau komust til viðtakanda, því að póstskoðun var framkvæmd á þessum tíma á öllum hermanna pósti og yfirleitt öllum póst- sendingum til Englands. Nú er það svo, að frekar fá umslög utan af hermannabréf um eru tll, þótt ekki sé vitað um það með vissu. Á mörgum bréf anna voru engin frímerki, að eins póststimplar, og fólki fannst ekki ástæða til að hirða frí- merkjalaes umslög.. Þau fóru þvl flest í bréfakörfuna. Á sum um þeirra voru þó frímerki -og ■ - í ' "■ ; -■ ■’ ’ " • "" jafnvel íslenzk frímerki einnig og voru þá til skreytingar eða sem minjagripir, því að ekki giltu þau sem burctergjaíd á þessum vettvangi. Þegar safnarar fóru að gefa þessum umslögum og póstkort um gaum, kom ýmislegt athygl isvert í ljós. Að vísu engin hern aðarleyndarmál, um stríðið máttu hermennirnir mjög lítið skrifa. Aftur á móti koma til- finningar bréfritara oft vel í ljós- E.t.v. hugsaði sá er reit, að hann kæmi ekki heim framar stríð er alitaf stríð. Sum ásta bréfin eru í einfaldileik sínum hrein listaverk. Lýsing á nátt-- úru landsins, sem setuliðið dvaldi á, lýsing á herbúðalífinu, heræfingum, herflutningúm, sagt frá viðkynningu hermanna og skípin á leiðinni ísland - England Eitt bréfið er mér þó e.t.v. minn isstæðast- Það var frá hermanni | á íslandi og utanáskriftin Miss j Sargent í Skotlandi. Umslagið 1 var með ráuðum stimpli, án j dagsetningar. Ég var að velta H þessu fyrir mér, þegar konan 1 mín leit yfir öxl mér og sagði. | ,,Þetta bréf er stimplað með fj varalit“, Þegar pósturinn hafði ■ flutt miss Sargent þetta bréf frá unnustanum á íslandi, hafði hún í. gleði sinni þrýst kossi á (j bréfíð, isvona einfalt vnr nú H þetta frímerkjafræðilega spurs- g mál. ' Þessi heimsstyrjaldarár erú (j liðin h'já' og komin á spjöld sög ‘ unnar. Eftir nokkur ár verða her g mannabréfin frá íslandi orðin H mjög fágæt. Þó munu þær vera = íbúa landsins. Frímerki, saga og mannlegar tilfinningar fléttast saman í þessum litlu bréfum og póstkortum, þegar safnarinn fær þau í hendur, já, sum þeirra eru m.a.s. með götum éftir vél- byssukúilur. Stuka- og Junkers flugvélarnar gerðu oft árásir á til konurnar í Englandi, sem geymá slatta af þeim með rauð um silkiborða bundnum utanum en þau bréf eru ekki föl söfn urum. Þau eru helg minning um hahn sem aldrei köm til baka, hann, sem lét lífið í bar áttunni’ fýrir friði í heiminum. 12. TÓNLEIKAR sinfóníunnar voru 18. marz sif Stjórnandi var Igor Buketoff og einleikari aust urríski pianóleikarinn Jörg Demus. Klassíska sinfónían eftir Pro kofieff var fyrsta verkefnið. Þessi hugvitsamlega og broslega tónsmíð mun líklega lifa allar aðrar tónsmiðar Prokofieffs. Sin fónía þessi’ er í sérflokki og glettnin sem í henni býr sver sig í ætt við Haydn, sem greini lega hefur verið fyrirmynd Pro kofieffs við smíðarnar. Verk þetta er ekki heilsteypt tónsmíð hvað arkitektúr og stíl snertir. Hér er blandað saman hefð- bundnum og nýstárlegum hlut um, en oft er erfitt að gera sér að fullu grein fyrir mótsögnum. Prókofieff, eins og Haydn gerir svo oft, læðist aftan að áheyrand anum og mætti tilnefna ótal dæmi úr verki þessu, en þess gerist varla þörf. Þriðji þáttur crpf7=^I IM sinfóníunnar er til iað byrja með strangheiðarlegur Gavotte með tengiiliðalitlum tóntegunda skiptum í hverjum takti. Síðan kemur köld vatnsgusa framan í áheyrandann. Tónskáldið tekur upp á því að raska hefðbundn FERMINGA ÚR f-i ■é5. um hlutföllum í tónsetningum- Það hefði líklega komið svipur á héfðarfólkið áður fyrr að fá þvílíka dansmúsik. Flútningurinn á sinfóníunni var fyrir neðan allar hellur og var oft sem hér væri á ferðinni höfuðlaus her, sem eigi vissi gjörla hverjir væru mótherjar og hverjir samherjar. Hér var illa farið með gott verk. Demus fór með hlutverk ein leikárans í píanókonsert K. 482 eftir Mozart og virtist gera því samvizkulega skil. Svo virðist sem Mozai-t só farinn að færast til í tónlistarsögunni, og sé kom inn nokkuð inn i 19. öldina. Pian istar eru farnir að taka hann róm Framh. 6 13. síðn Gefið únglingunum goil úr í feriminga- WSSkx gjöf. — Þá gefið þér þeim um leið þann ^serdóm að virða siundvísi. FERMINGAÚR ávalll í úrv&li. — Eins árs ábyrgðaskír- ieini fylgir hverju úri. Magnús E. Baldvinsson úrsmiður — Lnugaveg 12 — Pósisendum um alli land — 77/ fermingargjafa Handsnyrtisett og ilimratnssprautur í miklu urvali. Austurstræti 7. — Sími 17201. Til fermingargjafa Kommóður, vegghillur, skrifborð, svefn- bekkir, stakir stólar o.m.fl. HNOTAN, húsgagnaverzfun Þórsgötu 1 — Sími 20820. Útibústjóri Oss vantar lipran og reglusaman mann til þess að taka að sér rekstur útibús vors á Vegamótum í Miklaholts- hreppi ásamt rekstri veitingahússins. Nýtt íbúðarhús er til afnota fyrir útibússtjórann. Stárfið er laust frá 1. maí. Umsóknir og upplýsingar um fyrri störf sendist til kaup- félagsstjórans, Þórðar Pálmasonar, fyrir 20. apríl n.k. Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi. T apað Fundið Tapast hefur blá-vatteruð úlpa í Vestur- bænum. Vinsamlegast hringið í síma 36444 — Fundarlaun. Hef opnað nýja hárgreiðslustofu Hárgreiðslustofa, Frakkastíg 7, sími 19779 ALÞÝOUBLAÐIÐ - 7. apríl 1965 9.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.