Alþýðublaðið - 07.04.1965, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 07.04.1965, Blaðsíða 15
iwimw — Lokað og læst, sagði hann stuttur í spuna. — Slá fyrir að innan. Hann gekk yfir að látna manninum og snerist svo á hael. — Guð minn góður, frú Bray- ton. Hann var greinilega miður sín. — Af hverju . . . af hverju gerði hann þetta? Hann var allt af svo . . . — Ég veit það, Tom. Hún hallaði sér upp að stól- bakinu. — Ég sat í dagstofunni í hinum enda hússins. Ég heyrði eitthvað sem líktist skoti. En ég hélt það væri bara í bíl. Vegg- irnir eru svo þykkir hérna og það var allt lokað. í>að var ekki fyrr en ég fór inn í svefnher- bergið mitt að ég fann púður- lykt. Hún lokaði augunum augna- blik. — Ég fór fram á gang. Þá varð ég alveg viss. Ég barði á dyrnar hjá manninum mínum. Svo opnaði ég og sá hann. Það . . . það var svo hræðilegt að ég gat ekki trúað því. Það leiö löng stund áður en ég megnaði að liringja til lögreglunnar. — Kölluðuð þér á ungfrú Bray- ton? — Nei. Hún fór niður til að SAUMLAUSIR NETj KYLONSOKKAR í TÍZKULITUM. SÖLUSTAÐIR: KAUP-Ff.LÖGlN UM.LANO ALLT. SlS AUSTURSTRÆTt Amnwi SÆNGUR REST-BEZT-Roddar Endurnýjum gömln sængurnar, eigum dún- og fiðurheld ver. Seljum æðardúns- og gæsadúnssængur — og kodda at ýmsum stærðum. DtJN- OG FIÐURHREINSUN Vatnsstíg 3. Sími 18740; MWWWWWMWWWWWW ná sér f matarbita. Við gleymd- um henni alveg í dag. Þjónarnir eiga frí. Hún fann púðuriykt og hljóp út til að ná í lögreglu- þjón. Ég gat ekki komið henni í skilning um að ég væri búinn að hringja. Hún er . . . dálítið ein- kennileg. — Ég veit það, frú Brayton. O'Brien leit byssuna á gólfinu. — Var . . . var læknirinn örv- hentur? Hann átti greini.lega erf itt með að spyrja að þessu. — Já. Kerry sá hve mjög honum létti. Hún hikaði smástund. Átti hún að spyrja hvort hún hefði aðeins heyrt eitt skot? Hún ætlaði að gera það, en O’Brien greip fram í fyrir henni. 22 — Það er bezt að þér farið lnn á yðar herbergi. Það eru að koma menn frá annarri deild, sem vilja tala við yður. Hann vildi greiná- lega hlífa henni eins mikið og hann gat. — Þakka þér fyrir, Tom. Hún reis á fætur og gekk tH dyra, en áður en hún komst út fylltist herbergið af mönnum, sem viku til hliðar fyrir hennl. Og svo kom augnablikiS, sem Kerry gat aldrei gleymt, Frú Brayton var að koma að dyrun- um þegar Johnny kom. Kerry faldi sig bak við lögreglumenn- ina, þannig að hann gat ekkl séð hana en hún þau. Hún sá skelf- inguna i augum hans þegar hann sá föður sinn og enn meiri skelf- ingu þegar hann leit á móður sína. Það leið brot úr sekúndu, svo rétti hann hendurnar mót móður sinni og gekk með hana út á ganginn. Kerry stóð með kreppta hnefa, hún þorði varla að anda. lokaði augunum, leit ekki á mennlna umhverfis sig . . . liún beið Ein- hver þeirra hlaut að hafa séð það, sem hún hafði séð, andlitið á Johnny þegar hann leit af föð- ur sínum á móður sína. Það var engu líkara en hann hefði hróp- að það af fullum rómi. Mamma, þú myrtir hann. Hvernig gaztu gert það? Hún opnaði augun aftur og leit umhverfis sig. Hver maður var upptekinn við sitt sarf. En faún hafði séð það. Hún. hraðaði sér að <veggnum. tt* Þ'að er af því að ég þekki hann svo vel- Ég get lesið svip hans. ... "t Brátt heyrði hún hann tala við lögreglumennina frammi á gangL — Ég myndi bíða héma frammi 'í yðar sporum, herra Brayton. Þetta er ekki beint fall- eg sjón. Getið þér kannske sagt mér hvers vegna hann gerði þetta? Var hann örvhentur? — Já. Hún heyrði á raddblæ hans að hann langaði til að spyrja um eitthvað, en hann þorði ekki að gera það. — Við munum skoða skamm- byssuna, en ég held að það sé enginn vafi á því hvað skeði. Verið þér bara hjá móður yðar. Kerry hallaði sér upp að veggnum. 11. KAFLI. Hún sá hve æfðir þeir voru og hve vel þeir unnu. Nú verð ég að segja þeim það. En hún sagði ekkert. Hún horfði á unga lækn inn, hlustaði á orð hans. Eitt skot á stuttu færi. Kúlan hafði farið gegnum vinstra gagnauga, gegn- um heilann og út um hægra gagn auga. Hann hafði dáið samstund- is. Hún horfði á lögreglumann- inn skoða skammbyssuna. — Taktu kúluna úr bókarkjöln um, Bill. Athugaðu kúlustærðina. Það hefur aðeins verið skotið einu skoti. — Ég verð að segja peim að skotin voru tvö. Um leið og þeir eru búnir. En svo voru þeir búnir. — Sendið hann á næsta sjúkra hús. Segið syni hans aö hann megi sækja Kkið í fyrramálið. Læknírinn sagði þessi orð um leið og hann gekk út. Ljósmynd- ararnir og fingrafarasérfræðing- arnir lokuðu töskum sinum, yfir- lögregluþjónninn Horner beið og mennirnir með börurnar komu. Kerry leit út um gluggann. Þeg- ar hún leit aftur við voru þau O’Brien ein í herberginu. — Þú verður vist að gefa skýrslu. Þetta var leitt. Hún er svo elskuleg kona. Ég fer inn að tala við hana. Ætlar þú að koma líka? Kerry hristi höfuðið. Skyndi- lega var hún ein. Hún var mjög einmana. — Þú sagðir þeim það ekki. Þú þorðir ekki að segja það. Af því að hún er móðir hans. Þú þegir yfir staðreyndum í morðmáli. — Ég segi það á morgun, hvísl- aði hún. — Á morgun er það of seint. Hef ég gleymt þvi, að ég er i lögreglunni? Svo heyrði hún fyrir eyrum sér þvingaðan hlátur Camillu Anne i Hay Ride klúbbnum. Er kvenlögreglan hér? Og hún|tók sína fyrstú ákvörðun. Hún Tokaði dyrunum og gekk að skrifborðinu. Hún tók simann og liringdi. | —- Er Trumper þarna? Þetta er Kerry O’Keefe. Vilduð þér sækja hann fyrir mig? Hún beið föl og spennt. L — Dave. Ég er heima hjá Bray- ton. Dr. Brayton er dáinn. Skot- inn. Hann var sendur á næsta sjúkrahús. Viltu ná í Dr. Fisher eða Dr. Freimuth? — Þeir eru ekki við. Hún vissi ekki hve lengi hún stóð þarna og beið eftir að hann talaði meira. — Hvað er að Kerry? — Ég vildi bara . . . bara að læknir með reynslu . . . Ég á við að Dr. Brayton er svo þekktur maður að . . . Hann þagði um stund. — Ég skal sjá um það. Hún lagði á, studdi sig við skrif borðsbrúnina og dró andann djúpt. Ef þeir skoða hann og segja að það sé sjálfsmorð . . . Þá ætlaði hún að þegja. Þá hafði hún gert skyldu sína. Eða hafði hún það? Hún hélt það þangað til að Dave Trumper kom daginn eftir til hennar. Það hafði enginn minnst á sjálfsmorð Dr. Braytons um daginn og það var ekki fyrr en hann opnaði dyrnar, sem hann minntist á það. Þá sagði hann. — Það er ekki alltaf jafn auð- velt að vera góður lögregluþjónn,1 Kerry. Svo fór hann, en áður hafði SÆNGUR Endurnýjum gömlu sængnrnar. Beljum dún- og fiðurheU m. NÝJA FIÐURHREINSUNIN Hverfisgögu 57 A. Síml 167X8. EFNALAUG AUSTURBÆJAÉ LátiS okkur hreinsa og pressa fðtii. Fljót og góð afgreiðsla, , vönduð vinna. L Hreinsum og pressum samdægurxj ef óskað er. FATAVIÐGEROiR. 1 [ EFNALAUg b-s'’' r, AUS Skipholti 1. - Sími 16 348. hann séð sjúklegan roða í kinn- um hennar og flóttalegt augna- ráðið. 12. KAFLI. , Allt það kvöld og fram tll klukkan sex næsta kvöld virtijjt tíminn heil eilífð. Hún hafði ekk- ert frétt frá Johnny og hún reyndi að telja sér trú um að þpö væri af eðlilegum ástæðum. Hún sá fyrir sér andlit Trumpers pg heyrði rödd hans: Það er ekkl alltaf jafn auðvelt. - Klukkan sex hringdi hún tll Johnny. — Þetta er Kerry Johnny. Það varð smáþögn, svo sagði hann kuldalega: — O’Keefe, lög- reglukona, er ekki svo? Ég er hræddur um . . . — Johnny, ég verð að :&Ia við þig. Það er mjög áríðandi. Komdu! Hún skellti á áður en hann megnaði að svara og faldl ajudllt sitt í koddunum. Kannske myndi hann ekkl koma. Þetta var næstum því bæn um að hann kæmi ekki. En hann kom klukkan tíu um kvöldið og þau voru bæði uppgefin og þreytt. Hann var henni ókunnur, mað- ur, sem hún hafði aldrei séð íýrr. — Fyrirgefðu að ég komst ekki fyrr. Það er einkennilegt að þelr vilja ekki láta okkur fá Ifkið al pabba. Ég verð að fara aítur jpMo/j “.■ '■■■- "$?■. .. -~>\J í'J.l-’ 8.’, 6 *,‘l ' >>; „Ekki get ég gert að því, þótt þú hafir gleymt að setja I ; tvöfallt gler. ‘ I ‘A ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 7. apríl 1965 JJ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.