Alþýðublaðið - 22.04.1965, Side 1
II. BLAÐ
•BírWnjA
fCtooccstkr
KWTKPST •
&nrt/T
London
South 0mf»Tof\
45. ávg — Fimmtudagur 22. apríl 1965 — 90. tbl,
Gleðilegt sumar!
Þarna koma Lancclot og Vik-
t*ria með börnin sín tvö, þau
virðast ætla að setjast, sagði
Peter Scott og benti út um stofu-
gluggann. Sjónaukar voru þegar
á lofti og fylgdust með fjórum,
hvítum svönum, sem flugu lágt
yfir húsið.
Þau eru að kanna landið, svo
fljúga þau f hring og setjast,
sagði Scott.
Utan við gluggann er allstór
tjörn, sem er morandi af fugli.
Þar eru‘ gæsir frá Kanada og
Tíbet, endiu* frá Ástralíu og
ekki fáir ferðalangar úr norður-
vegi, sem gætu vel átt sér hreið-
ur við Mývatn eða á Arnarvatns
heiði. Þessi tjöm er hlutl af
andaparadís eða andagarði
Scotts, og allur þorri fuglanna
getur ekki flogið burt. Þó er
þarna gestkvæmt, og kemur
fjöldi farfugla við í garðinum,
eins og svanirnir, sem nú renndu
sér til lendingar ú tjöminnt —
Þeir vora raunar alls yfir 40
talsins, heimilisfastir austur I
Sovétríkjum, en leituðu vestur
að ströndum álfunnar og til
Bretlandseyja til vetursetu á
hlýrri stöðum.
Peter Scott upplýsir fáfróða
gesti sína um álftina. Hún hefur
svartar skellur á gulu nefni, og
eru skellurnar ekki eins á nein-
um tveimur fuglum. Þessir frjálsu
og langfleygu sovétsvanir höfðu
verið lokkaðir til
með matgjöfum, og komust brátt
að raun um, að bæ$i var þar
gnægð matar og engin hætta á
ferð. Nú hefur Scott ^staðið við
gluggann sinn og teiknað andlits
svipl svananna inn í Jbækur, —
lært að þekkja þá súndur alla
fjörutíu talsins, hefur gefið -þeim
nöfn og talar um þá rétt eins og
hverja aðra kunningja.
. Það er raunar einkenni á Pet-
er Scott — eins og mörgum
miklum náttúrufræðingum — að
hann virðist unna öllu, sem er
kvikt, á sama hátt, og lifa í heimi
Hinn frægi, enski náttúrufræðingur, Peter Scott, sonur heimskautafar-
ans, hefur komið upp merkilegum andagarði í Slimbridge á Vestur-Englandi.
í þessari grein segir Benedikt Gröndal frá heimsókn í þennan garð og starf-
semi í samhandi við hann. — Myndin til hægri er af grafönd í Slimbridge.
dýranna, sjá umhverfið frá þeiiTa
sjónarmiöi. Kemur þetta jafnt
er hann talar um ástir og
fjölskylduvandamál rússnesku
svananna, og er hann kjassar vlð
kvikindi, sem liann hefur f gróS-
urhúsi áföstu við stofuna.
Andagarður Scotts er í Slim-
bridge í Gloucestershire 1 Vest-
ur-Englandi. Þar rennur eitt a£
siðu.