Alþýðublaðið - 30.04.1965, Page 6

Alþýðublaðið - 30.04.1965, Page 6
TIL að skýra hvers vegna ungversk blöð höfðu um tíma glatað trausti leeenda sinna vegna of harðrar ritskoðunar, segir eitt vikublað í Budapest frá eftirfarandi atviki: M. a. hafði ritskoðarinn strikað út veðurspá frá veðurstofunni á þeirri forsendu, að orðin „á svæðinu austan Úralfjalla ræður kaldur vindur" væru röng, þar eð allir vissu, að á svæðinu austan Uralfjalla réðu Sovétríkin. — ★ — BREZKI stórleikarinn Sir John Gielgud hélt nýlega ræðu við skóla- slit í leikskólanum „The American Academy of Dramatic Art“ og ræddi þar nokkuð um leiklist á grundvelli 44 ára reynslu sinnar sem leikara. Lagði hann m. a. áherzlu á nauðsyn aga hjá leikurum, stundvísi og reglusemi og að kunna að hegða sér. Hann sagði m. a.: „Mér virðist nauðsynlegt fyrir leikara að virða fyrir sér annað fólk. Það er betra en að virða sjálfan sig fyrir sér, því að þá er hætt við, að manni finnist maður sjálfur svo athyglisverður, að maður geti ekki haft áhuga á öðrum“. Ennfremur sagði hann: „Það er stór- kostlegt fyrir leikara að fella raunveruleg tár á leiksviði, en ég hef ’þá dýrkeyptu reynslu, að geri maður það, grætur enginn af áhorf- endum með manni“. “ ★ — EIGANDI benzínstóðvar einnar í Nebraska í USA læsti aldrei pen- ingaskápum í fyrrrtæki sínu, þegar hann fór heim á kvöldin. Hann var þeirrar skoðunar, að menn í héraðinu væru svo heiðarlegir, að þeim dytti ekki ínnbrot í hug. Þess vegna skellti hann bara útihurð- inni í lás, og lét þar við sitja. En hérna um kvöldið var samt brotizt inn hjá honum, og auð- vitað fóru þjófarnir beint að peningaskápnum. Þeir tóku að sjálf- sögðu að djöflast í stafalásnum á skápnum, því að ekki datt þeim í hug, að hann væri opinn. Og niðurstaðan varð sú, að þeir ramm- læstu honum svo. að þeir urðu að snúa frá. _ ★ _ MARGMILLJÓNUNGURINN Aristotle On- assis, sem er grískur, hefur ekki látið við jþað sitja að fá grísku stjórninni. stórfé til ;ráðstöfunar vegna hinna miklu jarðskjálfta. jHeldur fór hann af stað á snekkju sinni, hlaðinni af skófatnaði og pálmatrjám til þeirra staða, sem verst urðu úti. Hans trú- fasta vinkona, Maria Callas, er í för með honum. _ ★ _ Hín nýja furstadóttir í Monaco var skýrð nýlega og hlaut nafnið Stéphanie. Eftir skírnina var hún svo sýnd undirsátum sín- um, en tók þeim ekki betur en svo, að hún hágrét svo, að móðir hennar, Grace, virðist rétt beþenkjanleg af því . . . -sT . ■ -vi fiÍnÉgÉgil wiI IsÉ . v , llt|§sÍll§l V -Ml.VA,V /í; «, ■ f f k ■' ■/ ’ » ;í í. ÍA'.V 'ffih, • ■ '■ Jss&sMStt ■" ; :■*•'• ■ ■>. : •: IpMÉÍI II W| wmm ;;:■;■■■ Kvikmyndafélagið 20th Century Fox hefur fengið leyfi dómstóla til að sýna gamanmyndina „Með opn- um örmum“ í kvikmyndahúsum. Forsaga þessa er sú, að Notre Dameháskólinn í Bandaríkjunum taldi sig móðgaðan af því, að í myndinni væri gert grin að hinu virta fótboltaliði skólans. í myndinni er liðið látið bíða lægri hlut fyrir ómerkilegu liði, sem drifið hefur verið saman á síðustu stundu í einhverju ímynduðu, arabísku furstadæmi, ef til vill vegna þe ss, að Notre Dame-strákarnir eru látnir skemmta sér með dömunum úr kvennabúri sheiksins. Þetta tók Notre Dame óstinnt upp og hóf grafalvarlegan mála- rekstur með það fyrir augum að fá sýningar á mynd inni stöðvaðar. Það tókst sem sagt í átta mánuði, en svo féll dómur í málinu, og hann hljóðaði svo, að frjálst væri að senda myndina, sem er gerð af Peter Ustinov og er með Shirley MacLaine í aðalhl utverki, á markaöinn — og svo fékk kvikmyndafélag- ið þar að auki mikla auglýsingu út á allt saman. Málið hafði nefnilega vakið mikla athygli í Ameríku. Notre Dame fékk að sjálfsögðu líka mikla auglýsingu, en sagt er, að þar hafi ánægjan með hana ekki verið eins mikil. — Á meðfylgjandi mynd sjást Shirley MacLaine og Richard Creima í hlutverkuni sínum í „Með opnum örmum“. FORSTJÓRI einn í Stokkhólmi, sem tekið hafði út líftryggingu fyrir 200.000 sænskar krónur, áður en hann færi í flugferð, olli miklu uppistandi á Arlanda-flug- velli um daginn. Eiginkona forstjórans hafði hringt út á Arlanda og tilkynnti flugstjórninni um þessa ráðstöf- un mannsins, jafnframt því sem hún skýrði frá því, að maður sinn væri taugaóstyrkur og hefði ef til víll gert eitthvað í fljót- færni. * HRÆÐSLA Af öryggisástæðum var SAS- vélin, sem komin var út á flug- brautarenda, köiluð aftur að flugstöðvarbyggingunni og far- angur forstjórans rannsakaður. Ekki fannst nein sprengja í hon- um. Maðurinn skýrði frá því, að hann hefði verið áhyggjufullur af því, hvað verða mundi um fjölskyldu sína, ef hann yrði fyr- ir slysi, og þegar engin fannst sprengjan, var flugvélinni leyft að halda áfram för sinni til Kaupmannahafnar. Bob Kennedy á Kennedytindi Eins og komið hefur fram í frétt um, tók Robert Kennedy, öld- ■ungadeildar maður og bróðir forsetans sáluga, það í sig að klifa Kennedytindinn, sem er 4.630 m. hár og var skírður eft ir bróður hans. Og honum tókst það. í skínandi sólskini klifraði hann upp á tindinn á milli þeirra Jim WhiÞakers — fyrsta Banda ríkjamannsins sem klifið hefur Everest — (á neðri enda reipis ins) og Barry Prathers, sem ár ið 1963 var yngsti maðurinn í Everest leiðangrinm. Robert Kennedy reisti bandaríska fán an á fjallstindinum. Lundúnum 29. 4. (NTB-Reuter). Brezka ríkisstjórnin tók í dag í taumana í lánamálum í Bretlandi með því að frysta 90 milljónir punda áf útlánsfé bankanna. — Fréttin um þessa ráðstöfun, sem gerð er til að takmarka útlán bank- anna, kom aðeins nokkrum mínút- um eftir að Englandsbanki til- kynnti að hann hefði ákveðið að msMÉ 95 ÁRA gamall Japani held- ur þv: fram, að hann eigi heimsmet í að taka í hendina á fólki. Hann hefur verið hótelstjóri í 70 ár og liefur reiknað út, að á þeim tíma liafi hann tekið í hendina á ekki færri en 250.000 manns. Blað í Yokohama, sem birtir þessa frétt,.. styður kröfu mannsins til heimsmetsins m. a. með því að benda á, að jafnvel forsetar og dinlómat- ar komizt ekki yfir að taka í hendina á fleirum en 100.000 manns á ævinni. 1 ☆ MAÐUR sem fyrir skemmstu var sektaður um 25 dollara fyrir brot á lögum um fi-sk- vciííar í ám í Sedona í Ari- zona, sendi dómaranum, Har- old Longfellow, upphæðina í kassa fullum af smápening- um. Dómarinn sendi honum til baka með pósti kvittun og sleikjubrjóstsykur. „Mann, sem hegðar sér eins og barn, kemur maður fram við sem barn“, sagði dómarinn. £ 30. apríl 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.