Alþýðublaðið - 09.07.1965, Síða 3

Alþýðublaðið - 09.07.1965, Síða 3
Fyrsta sildin til Hafsíldar NÝLEGA var fyrstu síldinni landað hjá Hafsíld h.f. á Seyð isfirði, en það er ný síldar. verksmiöja sem liefur verið í smíðum að undanförnu. Það voru Reykjavíkurbátarnir Ás- þór og Áshjörn, sem komu með síldina, en þeir eru báð ir í eigu Ingvars Vilhjáimsson ar útgerðarmanns, en hann er einn aðaleigandi verksmiðjunn ar. Myndirnar hér á síðunni eru frá þessum atburði. Efsta mynd in sýnir bátana undir löndunar krönum verksmiðjunnar. Á næstu mynd sést hvar síldin Framhald á 15. síðu Ræddu kennslufyrirkomulag í íslenzku og stærðfræði DAGANA 28. — 30. júní s. 1. boðaði fræðslumálastjóri til fund ar með skólastjórum mið- gagn- fræða- og héraðsskólanna í land- inu. Var fundurinn haldinn í Skógaskóla. Fast að þrjátiu skóla stjórar sátu fundinn, en auk þeirra fræðslumálastjóri, náms- stjórarnir, Guðmundur Arnlaugs son og Óskar Halldórsson, og Biarni Vilhiálmsson fyrrv. formað ur landsprófsnefndar. Aðalverkefni fundarins var móðurmálskennsla og stærð- og eðlisfræðikennsla í eldri deildum gagnfræðastigs;ns og prófkröfur í þessum greinum við gagnfræða- próf. Fluttu námsstjórarnir ýtar- leg og gagnmerk erindi hvor í si-nni grein, þar sem þeir m.a. gerðu grein fyrir könnunarpróf- um, sem þeir tóku saman og lögð voru fyrir allar gagnfræðadeildir seint í apríl s.l. Lýs+u námsstjór arnir niðorstöðu úrvinnslu, er þeir höfðu gert á próflau^num nemenda. Kom strax í ljós við þessa fyrstu rannsókn námsstjói-anna á kunnáttu og getu nemenda í því sem annars hefur verið kennt, að brýn nauðsvn er á rækrlegri end urskoðun námsefnisins og um leið kennsluháttum og fyrirkomulagi prófa. Fram fóru ýtarlegar umræður eftir erindi námsstjóranna Lýstu skólastiórarnir yfir einróma á- nægju sinni. að ráðnir hefðu verið námsstjórar á gagnfræðastiginu í þessum tveim höfuðnámsgreinum og óskuðu eftir framhaldandi og Rithöfundastyrkur MENNTAMÁLARÁÐ hefur fal ið Rithöfundasambandi íslands að úthluta á þessu ári kr. 20 000.00 til styrktar rithöfundum, sem dvelja fjarri heimilum sínum við ritstörf. Umsóknir sendist skrifstofu Rit höfundasambandsins, Klapparstíg 26, Reykjavík, fyrir 16. júlí n.k. frekari rannsóknum á námsefnl og starfsháttum skólanna. Jón R. Hjálmarsson, skólastjóri í Skógum flutti erindi frá náms og kynnisför sinni í Bandarikjun um sl. vetur. Dró skólastjórinn upp skemmtilegar og íhugunar- verðar fyndir frá skólamálum þar vestra. Fræðslumálastjóri, Helgi Elías- son, minnti á og ræddi um hin Framhald á 15. síðu Ollu þeir . ■ * • / tjom ð sex bílum? Reykjavík — ÓTJ. TVEIR menn eru nú til yfir- heyrzlu hjá Borgþóri Þórliallssyni hjá umferðardeild rannsóknarlög- reglunnar, ákærðir fyrir að hafa valdið miklu t.jóni á sex bifreiðum við Vitatorg í fvrrinótt. Þpgar A1 þýðublaðið hafði samband við Borgþór um sex leytið í gær- kvöldi, sagði hann að ennþá harð neituðu þeir allri sekt. Ef mennirnir eru þeir seku, munu þeir í f.vrrinótt hafa stolið bifreið utan af landi, þar sem hún stóð á bílasölu og beið nýs eiganda. Þarna á Vitatorgmu hafa þeir verið eitthvað að bakka og laga sig til með hörmulegum af- leiðingum, því að við það skemmd ust fimm bifreiðar fyrir utan þá sem þeir voru sjálfir á. Þetta mun hafa skeð einhverntíma milli tvö og þrjú. Grunur féll strax á þá tvo sem nú eru til yfirheyrzlu og voru þeir handteknir þá all mikið drukknir. Framburður þeirra þá var mjög óljós, en í dag neita þeir. Norræn ráðstefna samtaka hjarta- og lungnasjúklinga NTB — Bergen, 7. júlí. FULLTRÚAR frá samtökum hjarta- og lungnasjúklinga á Norð urlöndum hafa setið ráðstefnu í Krokeidet skammt frá Bergen dagana 5.-7. júlí. Á ráðstefn- unni voru rædd starfsvandamál sjúklinganna og endurhæfing þeirra, einkum þeirra, sem geta leyst ýmis störf af hendi, þótt vinnugetan sé mjög takmörkuð. í tilkynningu, sem gefin var út að ráðstefnunni lokinni, segir m. a., að ríkisstjórnir Norðurlanda og atvinnulíf þeirra verði að fjalla betur um vandamál þessa hóps en gert hefur verið til þessa, m. a. með það fyrir augum að skapa efnalegan grundvöll þess, að lífs- kjör þeirra batni, en ráðstefnan bendir á, að sjúklingar dragist yf- irleitt aftur úr fjárhagslega, þar eð efnaleg aðstoð við þá í ýmsum myndum rýrni iðulega hratt af völdum verðbólgu. Samtökin telja það til mikilla bóta. ef sett yrði samræmd löggjöf á öllum Norður löndum um endurhæfingu þessara sjúklinga. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 9. júlí 1965 3

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.