Alþýðublaðið - 09.07.1965, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 09.07.1965, Qupperneq 6
oooooooooooooooo Lögum þcim sem banna sölu áfengra drykkja á belgískum veitingahúsum, hefur nú ver ið breytt, en þó verður eft irleiði heldur ekki hægt að fá neitt svjpað magn af alkó hóli á beígiskum veitinga stöðum og öðrum i Evrópu Hér eftir verður það lög legt að selja drykkjarföng með allt að 22% alkóhól innihaldi, og hyggjast whis ky og ginframleiðendur nú selja whisky og sóda og gin og tonic blandað á flöskum í þessum styrkleika. t ítalska stórblaðinu Corr iere de la Sera birtist eftir farsodi auglýsing fyrir nokkrum dögum: „Óska eftir geðlækni, sem getur sannfært konuna mína um, að hún þurfti ekki nýj an kjól í hverjum mánuði- Góð ómakslaun.“ ^ SVISSNESKÍJR s'údent, sem féH ofan af annarri hæð í Eiff»lturni í París fvrr í þes um mánuði, virðist hafa n»ik'a mnsr'He’ka á að lifa fr'Ji-T af. Önnur hæð í turn inum er í 300 feta hæð. Það, sem varð niltinum til lffs, var það, að hann lenti á þaki veitingastaðarins á fyrstu hæð íurnsins. ►ooooooooooooooo< NÝ VON OFFEITRA LIPOTROPIN er nýr hormón, sem vonir standa til að muni opna nýja og áður óþekkta möguleika fyrir of feitt fólk, þar eð hann á einhvern undarlegan hátt breyt- ir fastri líkamsfitu í vökva, sem líkaminn getur síðan losað sig við á eðlilegan hátt. Uppgötvun þessa gerði hópur vísindamanna við Kaliforníuháskóla í Berkeley í San Franeiseo. Þetta lesum við í langri grein í krabbameinsblaði, sem aftur byggir greinina á upplýsingum úr Science Digest. Um þennan nýja hormón er ennfremur sagt, að hann sé svo nýr, að menn viti ekki enn hver önnur áhrif hann muni hafa á mannslíkamann. Með því að nota hann er hægt að minnka líkams þungann með miklum hraða, en enn hefur ekki fengizt nein reynsla fyrir hugsanlegum auka- verkunum. Þar að auki hefur fram leiðsla hormónsins til þessa reynzt mjög dýr. Ilormóninn er unninn úr heila- dingli sauða. Þessir. kirtlar eru svo smáir að það þarf 1500 dýr til að ná einu kílói af þeim. Úr þessu magni er svo unninn „extrakt1, sem hormónið er £. Með kemísk- um aðferðum er svo hormónið að skilið í hreinu formi, og fást að- eins nokkur. grömm af efninu. En í náinni framtíð verður búið að ákvarða samsetningu hormóns ins og þá verður hægt að fram- leiða hina fitu-uppleysandi hluta hans með gerviaðferðum. Þannig „tilbúið" lipotropin fæst þá í meira magni og ódýrara. Svipað hefur verið gert með aðra hor- móna. Uss, Ivðíi þó! ÞAÐ er sorglegt að horfa upp á alla þessa opinberu kossa og faðm lög í bæjum okkar, skrifar æstur ritstjóri í sovézka tímaritið Sel- skaja Sjizn. — Það er mjög slæmt, þegar það verður að vana hjá ungu fólki að faðmast á götum úti eða kyssast á gatnamótum, eins og það vilji sýna öllum hina brennandi ást sína, segir hann enfremur. Það er ýmist í ökla eða eyra hjá þeim suður í Aus urríki um þessar mundir. Ekki alls fyrir löngu voru þar svo mikil flóð, að allt var komið í kaf ogr var það.í marga daga. — Nú er hitinn liins vegar orðinn svo mikill, að jafnvel fíllinn er að drepast úr hita, svo að dreypa þarf á hann, Sem betur fer ætti ekki að vera nein veruleg þurrð á vatni þar eftir öll flóðin. 0 9. júlí 1965 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Johnson forseti, kona hans og dóttir, sjást hér vera að ganga inn í borðsalinn á Hiltonhóteli í Washington. Það kostaði 200 dollara fyrir manninn að borða þarna, en þá var nú ekki aöcins uin það aö' ræöa að boröa góðan mat, heldur var samkoman haldin til að afla fjár í kosningasjóðinn næsta ár. Saga af vél, sem bjé til peninga Tveir náungar áttu vél, sem bjó til peninga — venjulega pen inga. Fyrir þeim Raymond Mazz el, 50 ára gömlum, og Bernard Blick( 59 ára, var þetta eins og draumur, sem hafði rætzt. Þeir seldu skranbúðina sína í Hops well í Virginíu og fóru til New York til að leggja fé : þessa frá bæru vél. Náungarnir, sem áttu vélina, gengu bara undir nöfnunum Coll is og Joe. Þeir sýndu Mazzel og Blidk i3v4’tan málmka:sa með trekt og gati. Þeir Iögðu tíu doll ara seðil, pappírssnepil og sér stakt' „undraefni" í vélina — og út um gatið komu tveir tíu doll ara seðlar- Collins og Joe útskýrðu, að af tæknilegum áítæðum yrðu þeir að sétja nýjan tíu dollara seðil í vélina í hvert skipti, sem þeir vildu búa til eftirprentun, og þeir vildu leggja fé 1 vélina- Uppveðr áðir af þessu ágæta tilboði fóru þeir Mazzel og Blick aftur heim fil ,sín til ÍVÍrginýu, sk|i\Spuffu 'sman 25.000 dollara og héldu aft ur til New York. En í þann mund, er maskínan skyldi sett af stað í íbúð einni í Brooklyn, spörkuðu tveir menn upp hurðinni og kváðust vera úr ö yggislögreglunni. Þeir gripu þá Collins og Joe og báðu Mazzel og Blick að verða á brottu hið skjótasta. Þetta var í síðasta sinn, sem þeir sáu nokkuð til Collins og Joes eða „lögreglumannanna" . eða 25.000 dollaranna. 6 ára snillingur í skák og hugareikningi SEX ára gamall skáksnillingur í bænum Gali í Georgíu fékk fyrir skemmstu stórmeistarana Mikhail Botvinnik, Szalo Flolir og Nonu Gaprindashvili og fleiri í heim- sókn. Hinn ungi skáksniiiingur, sem enn er ekki farinn að ganga í skóla, les allar skákbækur, sem hann kemst yfir, af miklum ákafa. Fyrir skemmstu sigraði hann þrjá af sigurvegurunum í skákmótum þar suður frá. Þegar Botvinnik heimsótti stráksa, fékk hann stuðning við þá kenningu sína, að tengsl séu á milli skákhæfileika og stærðfræði hæfileika. Ilann komst nefnilega að því, að sá litli er snjall í hugar- reikningi — hann getur auðveld- lega margfaldað þriggja stafa töl- ur hverja mcð annarri í huganum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.