Alþýðublaðið - 28.08.1965, Síða 6

Alþýðublaðið - 28.08.1965, Síða 6
Danwic- sandwich LONDON. — Meðan Sandwich lá varður hvílir í gröf sinni, hefur upplýsingaskrifstofa danska land búnaðarins í London hafið volduga herferð fyrir því, að smurbrauð verði framvegis nefnt Danwich. Andstætt fyrirbrigðinu sandwich sem eru tvær brauðsneiðar lagð ar saman með einhverju hnoss gæti á milli, — og hinn veleðla en Iátni lávarður hámaði í sig við spilaborðin fyrir 200 árum síð an — er danwich eins konar lista verk af brauði, smjöri og áleggi. Með öðrum orðum: í danwich er ímyndunaraflinu gefinn laus taum ur. — Um fimmtíu þekkt veit ingahús og hótel. hafa þegar tek ið danwich á matseðla sína. 1». — ■ ' ........ .. Lélegir leikskólar í Danmörku. ÞAÐ er víðar en á íslandi að rifizt er um lélega leik- skóla. Á leikhúsráðstefnu, j sem nýlega var haldin í Dan- mörku lét Henning Rohde ráðuneytisstjóri í Mennta- málaráðuneytinu nefnilega svo um mælt, að danskir leik- skólar væru alls ekki starfi sinu vaxnir. Taldi hann inn- lenda menntun danskra leik- ara gjörsamlega ófullnægj- andi, og benti m. a. á, að jafn lítið ríki og Austurríki eyddi t. d. mun meira til leik- húss- og hljómlistarmála en til utanríkismála sinna. Taldi hann Dani mega taka þetta til athugunar. Á þessari mynd sjáum við hálf- guðinn Sillu Black, söngkonuna frægu, sem heillar alla tánunga um ; þessar mundir með valkyrjulegri ! söngrödd sinni. Eftir myndinni að , dæma iokar hún sund líka. Hum! I LEIKKONAN Pier Angeli er nú byrjuff aftur aff leika í kvikmynd um eftir 6 ára hlé. Þar leikur hún unga vísindamannsdóttur, sem fær mikilvæga uppfinningu tatt óveraffa á magann. Og auffvitaff byrja svo illgjarnar persónur aff reyna aff nema hana á brott til aff komast aff uppfinningunni. JOANNE WOODWARD kom um daginn í heimsókn til eiginmanns síns, Paul Newman, þar sem hann var viff sína daglegu vinnu í stúd íóunum., og þar var þessi mynd tekin. Þau virffast hin lukkuleg ustu, enda eru þau nýbúin- aff eignast erfingja. Umferðarmenning á Grænlandi Umferðarmenningin hefur nú haf- ’ið innreið sína í Grænlandi, þar sem nú er í fyrsta skipti verið að útbúa þar gangrein yfir akbraut, vegna mikillar umferðar gangandi fólks og farartækja. Er þetta í „höfuðborginni” Godtháb, og standa framkvæmdirnar í sam- bandi við nýjan 400 manna skóla, sem verið er að opna. 185000 sýn- ingagestir Á tímabilinu 14. ágúst 1964 til jafnlengdar næsta árs sóttu 185.- 000 gestir danska Louisiana-lista- safnið skv. athugun, er stjórn safns ins hefur nýlega gert, á móti 208.- ! 000 á sama tíma árið áður, en þá • fór þar fram Van Gaugh-sýning, I sem dró mjög að sér áhorfendur. 6 28. ágúst 1965 - ALÝÞUBLAÐIÐ Hætta oð ferðast FRÉTT, sem snertir alla Bítla aðdáendur: Bítlarnir John, George, Paul- og Ringo hafa nú ákveðið að hætta öllum hljómleikaferðum fen setjast í helgan stein ef svo má að orði kveða. Þeir munu í fram tíðinni helga sig plötuútgáfu, út varpi og sjónvarpi að ógleymdum kvikmyndaiðnaðinum. Bítlamir vilja hafa einhvern tíma fyrir sig og fjölskyldur sínar — og Ringo kvað sérstaklega vera í sjöunda himni, því að þá gefst honum tækifæri til að koma sér fyrir í nýju húsi, sem hann hefur fest kaup á í Weybridge fyrir utan London. Hvað segja svo allir að dáendumir um þessi óvæntu tíð indi? ALLT LENGST OGMEST? Kona af fslenzkum ætt- um í dönsku sjónvarpi ELIZABETH SIGURÐSSON klarinettleikari, dóttir íslendings- ins Haralds Sigurffssonar píanóleikara, bróffur Jóns heitins frá Kald- aðarnesi, nýtur mikilla vinsælda í Danmörku sem mikilhæf tón- listarkona. Þessi unga kona, sem mjög hefur aukið hróffur íslands í tónlistarheiminum e|ns og hún á kyn til, kom nú í vikunni fram í sjónvarpinu danska og þá var þessi mynd tekin. Hér sést liún kynna ýmsar gerffir klarinetta. JAPANSKIR verkfræðingar telja sig hafa byggt stærsta skip í heimi og hraðskreiðustu járnbraut í heimi. Nú hafa þeir á prjónunum brú, sem á að verða með lengsta hafi í heimi. Brúin, sem á að verða nálega fimm kílómetra löng, á að liggja frá borginni Kobe yfir Akashi sund til eyjarinnar Awaji. Lengsta haf brúarinnar verður 1300 metrar og verður þá um það bil tveim metrum lengra en lengsta haf brúarinnar, sem ligg- ur frá Manhattaney yfir til New Jersey og er í dag lengsta brúar- haf í heimi. Vinna við hina nýju brú á að hefjast um mitt næsta sumar og hún að verða fullgerð árið 1970 Undirbúningsrannsóknir hafa þeg- ar staðið í 3 ár. Borgarstjórinn í Kobe, sem sjálfur er verkfræðing- ur, kom fram með hugmyndina að brúnni fyrir 25 árum. Hann lítur á brúna sem lið í áætluninni um vegasamband milli stóru eyjanna Honshu, Shikoku og Kyushu. Danski bókamarkaðurinn DANSKI bókamarkaðurinn í haust verður allfjörlegur að vanda og ber þar mikið á nýliðum í rithöf undastétt. Eru þar a.m.k. 10 menn, er ekki hafa sent frá sé skáldverk áður og eru þeir á aldrinum 22—65 ára. Yngsti mað urinn í hópnum mun vera 22 ára gamall prentnemi frá Kaupmanna höfn, Frank Mehr að nafni, sem sendir frá sér þriðju bók sína, Latt „Den levende basun“, sögur sem fjalla um ungar ástir og ærðan heim, Annars verður langmest um smásagnasöfn í ár, hvað skáldskap inn snertir. IIVAÐ GERIR KVIKMYNDA STJARNA í FRÍTÍMUM SÍNUM? Spurningin var lögff fyrir Anthony Perkins og hann svaraði: „Ég er piparsveinn, bý til mat og þvæ upp á mitt bókasafn, nú og plötusafn svo hugsa ég Iíka um köttinn minn og hundana mína tvo. Svo skoffa ég nútíma Iist.“ Hans Hansen, 26 ára gamall kennari, sendir frá sér fyrstu bók sína, „Lyd“, sem hefur að geyma sögur úr sálarlífi manna. Benny Andersen snýr sér nú frá ljóðlist að óbundnu máli og gefur út smá sagnasafnið „Puderne". Ulla Ryum sendir frá sér þriðju bók ísan„Latt fuglen“ og hin 92 ára Marie Dine sen endurminningabókina „Glimt ,va et langt liv“. 1 VIKU IIVERRI koma um það bil 300 nýjar hljómplötur á mark | aðinn í Bandaríkjunum, en af j öilum þessum fjölda eru aðeins ca. 4, sem vekja verulegt umtal. Hinar koma bara út — og gleym ast. INTERPOL hefur nú tekið til með ferðar eiturlyfjamál, sem risið er í Danmörku. Þar koma við sögu 21 árs gamall bandarískur ríkis borgari og 20 ára gömul dönsk vin kona hans. Fundust í fórum þess ara hjúa dextrintöflur og hashish sem falið var í eldspýtustokki. Munu hjúin hafa verið búin að selja allmikið magn eiturlyfjanna. Málið er talið hið alvarlegasta. Þessi mynd er birt eingöngu vegna þess hve stúlkan er sæt. Hún er fegurffardrottning Dan merkur 1965.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.