Alþýðublaðið - 25.09.1965, Blaðsíða 4
EQ&SMÍJ)
Rltstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnarfull-
trúi: Eióur Guönason. — Símars 14900 - 14903 — Auglýsingasími: 14906.
ABsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþíðu-
blaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakið.
tltgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Fyrír sunnan Fríkirkjuna
SVO HERMA FRÉTTIR, að áfeveðið hafi verið
að efna til sa-mkeppni um gerð bygginga við Tjörn-
ina, annars vegar í stað Slökkvistöðvarinnar og hins
vegar í stað hins gamla húss Thors Jensen við Frí-
kirkjuveg. Fylgir sögunni, að ætlunin sé að rífa hið
igamla slot, þar sem æskulýðsstarfsemi nú hefur að-
I 'setur, og muni Seðlabankirin 'líklegur til að reisa þar
hús í staðinn.
Allt eru þetta næsta furðulegar aðfarir. í fyrsta
i lagi er mikið vafamál, að rétt sé að rífa hið gamla
hús á Fríkirkjuvegi 11, enda þótt dýrt sé að halda
því ivið. Er það ætlun ráðamanna Reýkjavíkur að
f jarlægja allar byggingar aðrar en nútíma steinkumb
alda? Má engin endurminning um liðna tíð geymast í
miðbænum? í öðru lagi er þetta hverfi í allgóðu
ástandi, ekki isízt vegna garðsins, og hljóta að vera
margir staðir í borginni, sem meiri ástæða er að rífa
; upp og endurbyggja en svæðið fyrir sunnan Fríkirkj
‘ una. Það iverður að sjálfsögðu endurskipulagt í fram
tíðinni, en hvað liggur því á, þegar viðbjóðslegt
kofarusl stendur á fjölmörgum lóðum gamla bæjar-
ins og bíður endurbóta?
f '
Ráðamenn borgarinnar verða að líta á þá staði,
sem eru Ijótastir, þar sem skipulag er verst og þörf
in á endurbyggingu ríkust. Vald borgarstjórnar og
annara yfinválda á að nota til að hraða sem mest end
urbyggingu þessara staða, en ekki til að rífa upp
svæði, sem eru sómasamleg og geta verið lítt breytt
enn um sinn.
Lóðamál Seðlabankans virðast harla emkennileg.
Fyrir nokkrum árum keypti bankinn mikið land á
þeim stað, sem verður hom Lækjargötu og Kirkju-
strætis. Með þeim kaupum hækkaði bankinn allt lóða
verð í miðbænum mjög iverulega. Nú virðist bankinn
hins vegar hafa í hyggju að troða sér niður í einn af
skemmtigörðum borgarbúa suður við Tjöm.
Hverjir eiga að byggja upp hina gömlu og niður
níddu staði í höfuðborginni — ef ekki istofnanir eins
og Seðlabankinn? Ef bankinn þarf að kom upp húsi,
er eðlilegt að hann noti peninga sína (sem eru pen-
ingar almennings) til að endurbæta um leið svip borg
arinnar og hjálpa henni til að leysa skipulagsvanda-
mál. Þess vegna væri eðlilegast, að bankihn héldi sér
við fyrri áform og reisti sér hús, þar sem bifreiða-
stöð BSR er nú, þegar þar að kemur.
Að vísu standa yfir gífurlegar bankabyggingar í
Reykjavík, bæði ivið Laugaveg og Austurstræti, og
er öldungis óvíst, að skynsamlegt sé að leyfa Seðla-
bankanum að byrja á enn einni. En þegar að því kem
ur á sú bygging ekki að vera í hallargarðinum við Frí
kirkjuveg.
4 25. sept. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
m
VEGFARANDI SKRIFAR:
„Nokkuð hefur verið rætt um
Keflavíkurveginn nýja, og þó sér
staklega um þá innheimtuaðferð
Isem vegamálasltjórnttíi ætlar að
taka upp, að láta varðmenn gæta
vegarins og taka gjald af liverj
um bíl, sem um veginn fer. Ég
er sammála því, sem drepið var á
í pistli þínum nýlega, að erfitt
mundi að láta þetta hliðarfyrir
tæki bera sig. Sagt var, að það
þyrfti fjóra varðmenn. Ég held að
vegamálastjóri hafi sagt einhvers
staðar, að það þyrfti að ráða þrjá
menn. En ekki get ég séð hvernig
hann ætlar að skipa vaktir með
þremur mönnum.
ÉG HEFÐI HALDIÐ, að það þyrfti
að minnsta kosti fimm menn. Laun
þeirra geta ekki orðið undir fimm
hundruð þúsundum og er það lág
mark. Svo þarf að byggja yfir þá
hita upp dvaiarstaðinn og þar fram
eftir götunum. Það yrði að minnsta
kosti allmikill stofnkostnaður. En
ef til vill kann vegamálasjórnin
einhver ráð. Ég held í sakleysi
mínu, að réttara væri að hækka
benzínið enn um nokkra aura og
láta þann skatt á það renna til
þessa vegar og :síðan áfram til
annarra vega sem steyptir væru.
og aðeins þeirra.
ANNARS TEK ÉG undir þá
★
★
★
A3 sprengia fjiill fyrir fáa í staS þess a3 legeja vegi-
fyrir alla.
Keflavíkurvegurinn og eftirlitiS.
Verkstjórar og verzlunamenn riöu á vaSiS.
Hvernig á að haga eftirlitinu? -
m
skoðun, að furðulegt verður að
teljast að eyða milljónum í spreng
ingar á fjöllum til þess að koma
á vegasambandi við óbyggðar sveit
ir eða útkjálka, en láta allt drag
ast þar sem tugip þúsunda fara
um dag og nótt allan ársins hring
eins og til dæmis er með veginn
austur fyrir fjall og í Borgarfjörð
Ég álít að viturlegra væri að steypa
þessa vegi í áföngum og eyða mill
jónunum, sem fengist hafa við síð
ustu liækkun á benzíni í það held
ur en að sprengja fjöll fyrir fáa
— og þó fyrst og fremst skemmti
ferðafólk.
ANNARS LANGAR mig í þessu
sambandi að minnast á annað.
Kvartað var yfir því að menn
hefðu ekki hlýtt þeim fyrirmæl
um að aka ekki á Keflavíkurveg
inum fyrr en tilkynnt hefði verið
að búið væri að opna hann. Vit
anlega er þetta vítavert. En ef
til vill hafa sumir þessara manna
sína afsökun. Ég veit ekki betur
en að verkstjórar við veginn, svo
og aðrír starfsmenn, hafi þotið
eftir þessum vegi hvað eftir ann
að meðan hann átti að vera lok
aður.
EF EKKI ÁTTI að hleypa um
ferð á veginn, þá átti hann að vera
algerlega lokaður. Bíll, sem ekuu
með verkstjóra eða verkamenn
vegarins hlýtur að spilla vegih
um eins og hver annar bíll, Og
svo er annað. Ef þú ekur á eftir
mér og þú sérð mig aka eftir veg
inum, þá álítur þú vitanlega að
þér sé það líka leyfilegt.
t
OG LOKS LANGAR MIG til
að bera fram fyrirspum: Er það
satt, að maður hafi verið settur
til eftiriitg við Kúagerði? Hann
hafi aðeins skrifað upp númer
þeirra bifreiða, sem hann sá aka
út á nýja veginn, afhent skrá sína
vegamálastjórninni og hún síðan
kært viðkomandi bílaeigendur?
Ég hélt í einfeldni minni, að eftir
lit ætti fyrst og fremst að miða
að því að reglur væru ekki brotn
ar, en ekki að safna kærum.“
Hannes á horninu.
FRIMERKJAÞATTUR
einu sinni áður á íslandi og þótti j
þá reginhneyksli”. — Þetta sagði i
bíaðið daginn áður en merkin |
komu út, en útgáfudagur var mánu
dagur.
Á þriðjudag 19. september skrif-
ar blaðið: „Upplagið af Evrópu-
merkjunum, sem út komu í gær,
var ein milljón af hvoru merkl,
en þau voru tvö. — Á pósthúsinu
voru aðeins 50 þús. sett til sölu,
eða ZV2%____Hverjum manni voru
skömmtuð 100 merki, þ. e. 50 af
hvorri tegund. Hin frímerkin
höfðu verið seld fyrir útgáfudag-
inn til frimerkjakaúpmanna er-
lendis”.
Þennan mánudag, 18. september
1961 var óvenjulega mikil ös á
pósthúsinu í Reykjavík. — Kl. 6
um morguninn var komin biðröð,
þótt rigning væri. Og um kl. fjög-
ur e. h. voru öll frímerkin upp-
seld. — Næstu daga fór verð þeirra
ört hækkandi. Settið var víst selt
á 125 kr. — Erlendir frímerkja-
kaupmenn höfðuðu sumir hverjir
mál á hendur póststjórninni fyr-
ir vanefndir á sendingum á frí-
merkjum, sem pöntuð höfðu verið.
— Annars er það af verðlagi
merkja þessara að segja, að verð
þeirra lækkaði fljótlega töluvert
mikið. Munu þau kosta núna ná-
lægt 75 kr. á fyrstadags-umslagi.
Póststjórnin tók upp þann hátt
eftir þetta, að gefa ekki upp upp-
lög frímerkja, fyrr en nokkru eftir
útgáfudag þeirra, enda hefur þessi
„panik” ekki gripið um sig að ráði
síðan.
íslenzku Evrópufrimerkin 1965
Útgáfudagur: 27. sept. 1965.
Stærð: 26x36 mm.
Verðgildi: 5.00 og kr. 8.00.
Teiknari: Hörður Karlsson, fsland.
Mynd: Trjágrein með þremur
blöðum, sem táknar samstarf
meðlimafikja CEPT.
Litur: Marglit.
Fjöldi merkja í örk: 50 st.
Prentunaraðferð: Héliogravure.
Prentsmiðja: Couvoisier S. A. La
Chaux.
Pantanir: Frimerkjasalan Rvik
(de - Fonds.)
Útgáfu-nr.: 103.
Evrópumerkin hafa undanfarin
ár verið fastur liður í íslenzkri frí
merkjaútgáfu. Er jafnvel farið að
brydda á nokkrum leiða meðal
safnara á þessum merkjum. Liggur
það einkum í því, að löndin, sem
gefa út þessi merki nota sama
„mótivið“, en að safna mörgum
merkjum með sömu mynd er ekki
sérlega skemmtilegt.
Ein útgáfa Evrópumerkjanna
hér á landi varð all-söguleg. kenna
súmir það smágrein, sem birtist í
Alþýðublaðinu 17. september 1961,
en það var daginn fyrir útgáfudag.
þar sem segir m. a. „Samkvæmt
upplýsingum, sem blaðið fékk í
gær virðist stórkostlegt hneyksli
hafa átt sér stað í sambandi vi8
sölu þessara merkja. — UpplagiS
mun þegar vera uppselt, áður en
frímerkin koma út opinberlega. —
Það, sem gerzt hefur í sambandl
við, útgáfu og sölu hinna nýjn
merkja er í stuttu máli eftirfar-
andi: Frímerkjakaupmenn, aðal-
lega erlendir, hafa séð sér leik á
borði, þar sem ísland er eina
Norðurálfuríkið, sem gefur út
Evrópu-merki að þessu sinni, aíl
kaupa upplagið upp og skammta
síðan verð merkjanna á frjálsum
markaði. — Virðist hér hafa komið
til sögunnar fjársterkir erlendir
frímerkjakaupmenn, sem hafa
lagt allt að milljónum í þetta frí-
merkjabrask. — Innlendir frí-
merkjakaupmenn og safnarar hafa
hinsvegar fengið þau svör síðustu
daga, að frímerkin væru á þrotum
og alltof seint að panta þau nú,
þar eð panta bæri ný frímerki
hálfum mánuði fyrir útgáfudag. —
Hér er alvarlegt mál á ferðinni,
þar eð frímerkin eru að sjálfsögðu
gefin út til póstnotkunar, en ekkl
til þess að sjá frímerkjabröskur-
um fyrir gróða. —■ Póst- og síma-
málastjóri mun hafa séð hvert
stefndi nú síðustu dagana og tekið
frá litið magn af merkjum til sölU
á útgáfudegi merkjanna. — Munu
frímerkin verða skömmtuð, en.
slíkt hefur ekki komið fyrir nema