Alþýðublaðið - 25.09.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 25.09.1965, Blaðsíða 7
NÝTT ALLSHERJARÞING ALLSHERJARÞING SÞ er I komið saman til funda á ný eftir hlé það, sem varð á störfum þess í fyrravetur, þegar hóturin um fið svipta Sovétriiíin og fleiri ríki, sem áttu vangoldin gjöld til friðargæzlustarfa SÞ, atkvæðis- rétti, lamaði alla starfsemi jþingsins. í ár þurfa fulltrúar þingsins að eins að þrýsta á hnapp, þegar gengið er til atkvæða. Grænn (hnappur táknar já, rauður hnapp Ur nei, og fölleitur að setið sé Ihjá við atkvæðagreiðsluna. Þessu kerfi hafði verið komið fyrir áð- ur en síðasta AILsherjarþing kom saman, en það var aldrei notað. Fyrirtæki það f Bandaríkjunum, sem kom kerfinu fyrir, hefur skýrt tekið fram, að notkun þess- ara lita hafi enga pólitíska þýð- íngu. Lengi vel bentu allar líkur til þess, að fyrsta verkefni Ailsherj- arþingsins í ár yrðj að velja á tnilli fyrrum utanrikisráðherra Júgóslavíu, Popovics, og núver- andi utanríkisráðherra Ítalíu, Fanfani í atkvæðagreiðslu um nýjan forseta. En síðan tilkynnti sendiherra Júgóslavíu fulltrúum þingsins, að framboðið yrðið dreg ið aftur, enda teldu Júgóslavar á- standið í alþjóðamálum svo alvar legt um þessar mundir, að ekki mætti deila um forsetatignina. Júgóslavar höfðu orðið fyrri til og nutu almenns stuðnings unz Ítalíu skýrðu frá framboði Fan- fanis í síðustu viku — og var hann kosinn forseti um leið og þingið kom saman. Bandaríkin og örtnur vestræn rík* höfðu haf- ið imikla herferð fyrir framboði Fanfanis svo að Júgóslavar hljóta að hafa fyllzt vafa um úrslitin. ★ HEIMSÓKN PÁFA. Miklar deilur hafa verið um það meðal fulltrúanna hvort Austur- eða Vestur-Evrópumað- ur ætti að hreppa forsetaemb- ættið að þessu isinni. Enda þótt 'kommúnisti hafi aldrei verið for- seti héldu Vestur-Evrópumenn því fram, að röðin væri komin að þeim. í fyrstu áttu þeir í erfið- leikum með að finna frambjóð- anda, og menn velta því fyrir sér, hvort ástæðan fyrir hinu síðbúna framboði Fanfanis sé sú, að Bandaríkin og önnur vestræn ríki hafi viljað tryggja sér vinveittan forseta í ár, þar eð spumingin um aðild Kina kunni að gera erfiðar ákvarðanir af hálfu forsetans nauðsynlegar. En einnig virðast nokkrir fulltrúar telja vel við eiga, að ítalskur forseti taki ái móti páfanum, þegar hann heim- sækir Sameinuðu þjóðimar í hæstu viku. FANFANI: síðbúið framboð Iieimsóknar páfa 4. október er beðið með mikilli eftirvæntingu af fólki af öllum trúarbrögðum 013 menn gera sér vonir um að beimsókn hans verði öðrum stjórn, málamönnum hvatning til að heimsœkja SÞ í h.aust, en menn eru þó engan veginn vissir um að svo verði. Nú þegar hafa hemsóknir margra utanríkisráð- herra verið boðaðar eins og venjulega. En Harold Wilson er enn sem komið er aðeins einn örfárra forsætisráðherra, sem boðað hafa komu sína. Almennt er álitið, að Johnson forseti muni einnig ávarpa Alls- herjarþingið einhvern tíma í vet- ur. Ástandið á Indlandsskaga ber hæst er Allsherjarþingið kemur nú saman. í svipinn er það Ör- yggisráðið, sem fjallar um deilu Indverja og Pakistana. Og svo al- varleg er þessi deila, að fyrst i stað hljóta störf Allsherjarþings- ins að hverfa í skuggann. — Tvö atriði geta breytt þessu. + AÐILD KÍNA. í fyrsta lagi kunna Pakistanar að freista þess að fá því til leið- ar komið, að Allsherjarþingið ræði kröfu þeirra um sjálfsákvörð unarrétt til handa Kasmírbúum. í öðru lagi kann baráttan fyrir aðUd Kínverja að SÞ að fá byr undir báða vængi. Bandaríkja- menn eru vongóðir um. að Pek- ingstjóminni verði haldið utan við samtökin á þessu ári eins og alltaf hefur verið uppi á teningív um. þegar igengið hefur verið til atkvæða um málið á Allsherjar- þinginu. En aðrir eru þeirrar skoðunar, að straumurinn beinist gegn afstöðu Bandarikjanna og f.3> ógnvekjandí áhrif Kínverja í al- þjóðamálum geri aðild þeírra samíökunum eing óhjákvæmi- lega og fyrr. Spurningin um aðild Kínverja kann fljótlega að bera á góma i umræðum um dagskrá AUsherjar- þingsins. Alits þingsins kann að» verða leitað á því, hvort hér sé um að ræða mikilvægt mái, sem* verði að fá tvo þriðju meirihluta greiddra atkvæða til þess að konv ast á dagskrá. Fjrrir fjórum árunu var samþykkt, að hér væri u;r» „mikilvægt” mál að ræða A*> þessu sinni er ekki óhuigsandi. aS úrskurður þingsins verði á aðra lund — og erfiðleikar Banda- ríkjanna með að útiloka Kínverja frá samtökunum mundu aukastr um allan helming, ef hreinnt meirihluti atkvæða yrði látinn ráða. Eitt þeirra niála, sem ræc; verða á þinginu, er Kýpurmálift og munu umræðurnar einkun* snúast um það, hvort samning- Framhald á 15. síðu | HIÐROSTAL-SlIDARDÆLUR j <; Nýjasta framför við hleðslu síldar (og loðnu) !! um borð í fiskiskip er notkim síldardælu, sem !; dælir síldinni úr nótinni um borð. |! HIDROSTAL í Perú framleiðir dælur, sem !; eru eingöngu smíðaðar til notkunar við dæl- ;: ingu á fiski. 80—90% af fiskiskipunum í Perú ! • og Chile eru með HIDROSTAL dælur. i i Við afgreiðum HIDROSTAL dælur með full- <; komnum drifbúnaði frá HYDEMA, ásamt öðr- i! um nauðsynlegum fylgihlutum, eins og vatns- Í; útskiljara, sogbarka og lofttæmibúnaði fyrir i i hann. IHIDROSTAL síldardælurnar eru smíðaðar úr bronze, og er þar af Ieiðandi engin hætta á ryðskemmdum. VELASALAN H.F. Garðastræti 6 — Sími 15401 ^jmmm^WtUWHmMMMtMMMMMMtMMMVMMMMMMMMMMMMMMMMtMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMtMMMMMMMMMMMMM ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 25. sept. 1965 J < *

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.