Alþýðublaðið - 02.11.1965, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 02.11.1965, Blaðsíða 15
RæHa Gylfa Framhald af 3. síðu. verður hjá iðnaðarmönnum vegna þess, að tekin er upp ákvæðis- vinna oig afköst au'kast, þá á það ieitt fyrir sig ekki að orsaka sjálf krafa kauphækkun hjá bændum, en auðvitað eiga bændur rétt á Ikauphækkun sér til handa, þegar kaup í þjóðfélaginu hækkar al- mennt vegna aukninigar þá þjóðar framieiðslunni. Um þetta er ekki 'ágreiningur. — Éis fagna því í sjálfu sér, isagði Gylfi, að tilefni gefst nú til að endurskoða fyrirkomulag verð lagningarinnar frá grunni, þótt ég harmi þau ummæli forseta ASI, að fella beri niður aðild neytenda þar að. V i ð stk i p t s m álaráðh erra fór síð an nokkrum orðum um landbún- aðarmálin aimennt og sagði þá m. а. að æ fleiri gerðu sér nú Ijóst, hvern vanda væri við að etja í landbúnaðarmáium, þar sem fram leiðslan þar liefði vaxið m.jög um fram þarfir oa hinsvegar breikk- aði stöðugt bilið milli framleiðslu 'kostniaðarins hér á landi og þess verðs, sem fæst fyrir vöruna er- lendis, og ú+flutninigsbæturnar væru nú að verða þungur baiggi á ríkissjóði og sikatt.greiðendum. Heildarframleiðsluverðmæti landbúriiaðarins var framleiðsluár ið 1964-65, 1855,5 milljónir króna, og skiptist það þannig, sagði ráð- hérra: Nautgrinarækt 973,9 millj., sauðfjárræ'kt 631,6 millj., hrossa- rækt 24,5 millj., garðrækt 82,2 millj., alifuglar, svín o.. fl. 78,3 millj. og hlunnindi 65.0 millj. Árið 1963 var heildarframleiðsluverð- mætið hinsvegar um 1600 milljón ir króna. Sikvrði Gylfi síðan frá þyí að kiötframleiðslan hefði minnkað í 9331 tonn sl. 'ár úr 9649 tonnum árið har á undan, en mjólk urframleiðslan hins vegar aukizt um 5,0%, en ef miðað væri við almanakisár, en ekki framleiðslu- ór, eins og gert er hér á undan, 'þá hefði m.iólikursala til mjólkur- samlaga fyrir siðasta ár aukizt um б, 2%. Minn.ti Gvlfi síðan á live ó- hagstæð skilyrði eru fyrir útflutn inig landbúnaðai’vara, en fyrir dilkakjöit fæst erlendis 44% af heildsöluverði hér innanlands, fyr ir saltkiöt 60%. en hlutfallið er mun óhagstæðara 'hvað miólkur vörur snertir, 22% af m.jólk og sm.iöri, 23% af osti 24% af ný- mjólikurdufti og 63% af ostaefni. Þarf ekki að fiölvrða um hve ísikyggileg þróun það er, að mjólk urframleiðslan skuli vera að auk- ast, en kjötframl'ei5»;lan að drag- ast 'saman, þegar svona háttar, sagði Gylfi, enda er gífurlegur munur á þióðhagsleigu gildi kjöt- framleiðslunnar og mjólkurfram- leiðslunnar. Það er ekki hara hér á landi, sem landbúnaðurinn 'á í erfiðleik um, sagði viðskintamálaráðherra, islíkt er ekkert einsdæmi, en það alvarlegasta er að hér stefnir í ranga átt, og hessu þarf að gefa meiri gaum en igert 'hefur verið. í iandbúnaðarmálunum verður að móta ný.ja framtíðarstefnu, sagði Gylfi. Það verður að hug- leiða og ræða vandlega, þann vanda, sem hér er við að etja. Engum dettur í liug að halda þ\ fram, að landbúnaður sé ekki nauð synilegur þáttur í íslenzku efna- haig's- og atvinnulífi, en við m&g um eklki undir neinum kringum- stæðum láta okkur í létcu rúmi liiggja hvernig landbúnaðurinn er rekinn. Engri íslenzkri atvinnu- gfeini ieí- jafnauðsyn]»(5t og ís- lenzkum landbúnaði að brevta um fram.leið'slu.stefnu ag framieiðslu- ■hætrti, sagði Gylfi Þ. Gíslason að lckum. Einar Olgeirsson (K) varpaði þe'rri spurningu fram, hvort rí'k- isstjórn.in væri reiðubúin að ræða landhúnaðanmálin á alvarlegum grundvelli. Við verðum að fara að ræða þessi mál gaumgæfilega oig ikryfia þau til mergjar. sagði ■Einar. Hann ræddi síðan ran kjör bænda. sem væru mjög óiöfn, og ætti rikið að taka að sér, sagði hann, að tryggia bændum visst l'ágmarkskaup, og ennfremur ætti ríkið að kaupa upp þær jarðir á góðu verði, sem bændur vildu fo^na við. Halldór E. Si/gurðsson. (F) sagði, að viðskiptamálaráðherra hefði rætt þessi mál af betri skilningi en oftast 'áður, og allir hlytu að vera sammála um að miklu máli skipti hvernig landbúnaðurinn væri rekinn. Halldór kvaðst fylgj andi þeirri stefnu, að verðlag bú- varanna væri ákveðið með samn- ingum bænda og toeytenda, og 'sömuleiðis saigði hann að bændur æ+tu að nióta þess, þegar vel ár- aði við sjávarsíðuna, sildveiði væri góð, eða vinnutími væri styttur, vegna þess að þá ykist fram- leiðsla þeirra. Er Halldór liafði lokið máli sínu var umræðunni frestað í annað sln.n, enda fundartími deildarinnar búinn, en enn voru nokkrir á mæl 'endaskrá og má búast. við að tals verðar umræður eigi eftir að verða um landbúnaðarmálin nú í vik- unni. Ákvæðisvinna Framhald af 1. síðu útreikninga vegna verka, sem unn- in eru eftir tímaskrá. Teljast slík- ir útreikningar því aðeins fullgild- ir, að skrifstofan hafi endurskoð- að þá og staðfest réttmætí þeirra með áritun sinni. Nefndin skal endurskoða og gera breytingar á ákvæðisgrund- vellinum og almennum ákvæðum hans, eftir því, sem fengin reynsla segir til um og þörf krefur hvort heldur er vegna ósamræmis eða ágalla á ákvæðisskránni, eða af öðrum ástæðum. Skal nefndin jafn an tilkynna samningsaðilum og handhöfum taxtans um slíkar breytingar á skránni. Telji nefndin ástæðu til, hefur hún rétt til að rannsaka eða meta verk, sem unnin hafa verið. Nefndin sér um, að „fyrirmæli um vinnubrögð” sem fylgja taxt- anum séu á hverjum tíma í fullu samræmi við þær kröfur, sem gera skal um vönduð vinnubrögð og að endurskoðun fyrirmælanna fari fram reglulega. Gerir nefndin breytingar á fyrirmælunum, ef endurskoðun sýnir þörf á. Leiki vafi á, að verkgæði séu fullnægjandi, og uppfylli kröfur um verkvöndun, sbr. „fyrirmæli um vinnubrögð”, getur nefndin ilátið fara fram athugun á því. Lætur hún hlutaðeigandi aðilum í té umsögn sína, ef óskað er. í þessu skipulagi felst, að nefnd in starfar sjálfstætt að verkefn- um sínum þ.á.m. að endurskoðun og breytingum tímaskrárinnar, eftir því sem reynsla sýnir og er óháð beinum afskiptum fagfélaga eða anriarra aðila. Er hér um ný- mæli að ræða í meðferð ákvæðis- vinnumála í byggingariðnaði. Þess má geta að nú þegar hafa nokkur verk verið unnin samkv. tímaskránni. Rafvirkjar hafa hér með riðið á vaðið sem fyrsta starfsgreinin á íslandi sem notfærir sér tíma- mælingar við samningu ákvæðis- vinnugrundvallar. Einnig eru fyrir mæli þau um vinnubrögð sem fylgja ákvæðisvinnunni nýmæli hér, en þau eiga að tryggja vinnu kaupandann gegn fljótfærnisglöp- um þess sem verkið vinnur. Komi í Ijós við rannsókn nefndarinn-1 ar, að ekki hafi verið fullnægt ! skilyrðum fyrirmælanna, skal í sveinninn, eða sveinarnir, sem I verkið unnu bæta þar um á eigin kostnað. Þá gerir nefndin einnig athuganir á einstökum verkum og komi í ljós að hagnaður af verk- inu sé yfir 50% lækkar hún grund völlinn, en komi hins vegar í Ijós, að ekki náist tímakaup út úr verkinu, hækkar hún það, sem því nemur. Tekið skal fram að ekki er skylda að láta vinna eiristök verk í ákvæðisvinnu. Aðilar geta sam- ið um tímavinnufyrirkomulag og eru þá óháðir eftirliti ákvæðis- nefndarinnar og fyrirmælum um vinnubrögð. Hins vegar er það skoðun forystumanna rafvirkja að með þessu fyrirkomulagi sé við- unandi árangri fyrir alla aðila náð, sveina, meistara og þann sem vinn una kaupir. Þeir tveir fyrrnefndu eiga að fá betri arð vinnu sinnar og vinnukaupandinn betri og fljót- ari vinnubrögð. Það er von þeirra, sem að þessu standa, að hér sé lagður grund- völlur sem geti orðið til eftir- breytni fyrir ákvæðisvinnufyrir- komulagi í öðrum starfsgreinum. Skrifstofa ákvæðisvinnunefndar innar er í Skipholti 37, sími 36910. Héldu vöku fyr- ir ísfirðingum ísafirði. — BS-GO. HÉR er komið snjóföl á jörð og fjöll eru alhvít, en það þykir tíðindum sæta að landleiðin suð- ur er opin ennþá og fara flutn- ingabílar reglulega á milli. Nokkr- ir af stærri bátunum eru farnir að róa með línu og fá reiting. Aðrir eru á síldveiðum fyrir austan. Rækjuafli hefur verið góður, en aflinn er takmarkaður við 600 kg. á sólarhring. Alsírráðstefnu verður frestað Algeirsborg, 1. nóv. (ntb-afp). Fyrirhugaðri ráðstefnu Afríku- og Asíuríkja í Algeirsborg verður frestað um óákveðinn tíma, að því cr áreiðanlegar heimildir herma. Þetta mun koma fram í ályktun- artillögu sem undirbúningsfundur utanríkisráðherra Afriku- og Asíu ríkja hefur samþykkt í aðalatrið- um, segja heimildirnar. í tilkynningu um fund utanrík- isráðherranna verður tekið fram, að mikill meirihluti sé því fylgj- andi, að Rússar fái að senda full- trúa til ráðstefnunnar þegar þar að kemur. Upphaflega átti ráð- stefna Afríku- og Asíuríkja, hin Tbm ára Framhal af 1. síðu ar hófst strax á fyrsta starfsári stofnunarinnar. Fyrstu árin fékkst hún einkum við teikningar verka- mannabústaða í kaupstöðum úti um allt land. Seinni árin liefur þessi starfsemi stofnunarinnar náð sífellt meiri vinsældum og á síð- asta ári mun láta nærri, að helm- ingur þeirra íbúðabygginga í bæj- um utan Reykjavíkur, sem bygg- ing var hafin á væri undirbúin með teikningum frá Húsnæðis- málastofnun ríkisins. í nokkrum bæjarfélögum má jafnvel segja, að teikningar frá Húsnæðismálastofnuninni séu ein- göngu notaðar. Strax í upphafi var stefnt að því, að látnar yrðu í té allar nauðsynlegar teikningar, þ. e. auk íbúðateikninga, teikningar af járnalögn, hitalögn, raflögn, gluggum, innréttingum o.s.frv. — Auk þess er yfirleitt reynt að láta fylgja hverri teikningu yfirlit um efnisþörf. Allar teikningar stofn- unarinnar hafa jafnan verið seld- ar sem næst kostnaðarverði. Hafa á þessu tímabili verið seldar um 1700 teikningar. Núverandi stjórn Húsnæðismála stofnunar ríkisins er skipuð þess- um mönnum: Óskar Hallgrímsson (formaður), Guðmundur Vigfús- son, Hannes Pálsson, Haukur Vig- fússon, Ragnar Lárusson og Þor- valdur Garðar Kristjánsson. Fram- kvæmdastjóri stofnunarinnar er Halldór Halldórsson, en skrif- stofustjóri er Sigurður Guð- mundsson. þriðja í röðinni síðan Bandung- ráðstefnan var haldin, að hefjast 5. nóvember en ákvörðunin um að fresta henni var tekin á sunnu dagskvöld. Blöð í Nýju Delhi hafa látið í ljós mikil vonbrigði með ákvörð- unina, en hún hefur ekki verið staðfest opinberlega. Stjórnmála- fréttaritarar í Nýju Delhi segja, að ndverjar hafi ætlað að nota toppfundinn til að sýna fylgisrýrð Kínverja í Afríku og Asíu. Blaðið „Times of India” segir: Þetta er furðulegt ástand. Full- trúar 46 landa koma til Algeirs- borgar til þess eins að vera sagt að fara aftur heim, því að Kín- verjar og örfáar þjóðir aðrar vilja eyðileggja toppfundinn. Japanska stjórnin harmaði í dag að toppfundurinn yrði ekki hald- inn eins og ráðgert hefur verið. Stjórnmálafréttaritarar í Algeirs borg segja, að opinber tilkynning verði ekki birt um frestunina fyrr en að loknum hátíðarhöldum í sambandi við ellefu ára afmæli uppreisnarinnar gegn Frökkum í Alsír. Afmælisins er minnzt með hersýningum í dag. í ræðu hvatti Boumedienne forsætisráðherra til sparsemi og hét nákvæmara eftir- liti með skipulagningu efnahags- málanna. Fulltrúar 60 landa voru viðstaddir hátíðahöldin. Lýst eftir báti meÖ biiaða vél Stykkishólmi. -— ÁÁ-GO. í FYRRAKVÖLD var lýst eftir vélbátnum Báru SH 132, en hún er um 12 tonn á stærð. Báturinn hafði ekki komið úr róðri á eðli- legum tima og var farið að óttast um liann. Einn maður var á, eig- andinn sjálfur, Haukur Bjarnason. Slysavarnadeildin í Stykkishólmi fékk vélbátinn Þrótt, sem gegnir póstferðum á Breiðafirði, til að leita hins týnda báts og fundu Þróttarmenn hann um 10 leytið £ fyrrakvöld, þar sem hann lá und- ir Höskuldsey með bilaða vél. — Ekkert var að manninum. Alþjóðastofnun krabba- meinsrannsókna í Lvon Einn af Reykjavíkurtogurunum ! var hér inni yfir helgina og urðu mikil drykkjulæti þar um borð og ónæði, meðal annars vegna þess að skipsipenn þeyttu eim- flautu skipsins í tíma og ótíma langt fram eftir nóttu. Þótti skip- stjórinn ganga vel fram í því og var fluttur á stáð, þar sem hann náði ekki til flautunnar. Alþjóðastofnun krabbameins rannsókna mun fá aðsetur í Lyon í Frakkalndi, segir í tilkynningu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnun inni CWHO). Þessi ákvörðun var tekin á fundi í stjórn stofnunarinnar, sem ný lega lauk í Lyon. Jafn- framt voru tilnefndir tólf meðlimir úr vísindar’áðinu, sem eiga að skipuleggja starfsemi stofnunarinnar. Fulltrúi Norðm-- landa þar er Georg Klein prófess or frá Karolinska, insitutet í Stokk hólmi. Stofnunin er aðeins nokk urra vikna gömul, var formlega sett á laggirnan 15. sept. sl. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 2. nóv. 1965 |,5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.