Alþýðublaðið - 02.11.1965, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 02.11.1965, Blaðsíða 6
GLUGGINN Fangar bjarga ára stúlku 17 ÁRA GÖMUL stúlka Anna Mar ia Mauser kom nýlega í heimsókn i ríkisfangelsið í Indiana til þess að þakka föngunum þar fyrir að hafa bjargað lífi hennar. Anna Maria á það föngunum að þakka að hún lifir, þrátt fyru- það að hún þjáist af mjög alvarlegum sjúk- dómi. Síðan hún var sex ára hafa þeir gefið henni blóð, sem hún varð nauðsynlega að fá til þess að lifa. Þess vegna kom Anna Maria Mauser í fangels;ð til að þakka föngunum, en þeir sögðu, að þeir hefðu ástæðu til að þakka henni, hún hefði gefið þeim til gang í lífinu. Þeir gáfu henni því lítið sjónvarpstæki, 90 dollara og mynd, sem einn fanganna hafði málað af henni. Maria verður að fara til sjúkrahússins í Indiana polis 3 s:nnum í mánuði til þess að fá blóðgjöf, annars gæti hún ekki lifað. Samt stundar hún skóla nám. Móðir hennar sagði, að hún væri mjög þakklát föngunum, því að hvað hefði verið hægt að gera án hiálpar þeirra góðu manna. Blóðgjafirnar væru það, sem héldi lífinu í Önnu Maríu. Efnislítill kjóll Á myndinni sést hertoginri af Edinborg- ræða við Diane Cilento, fyrrverandi eiginkonu Sean (James Bond) Connery, við frumsýningu í London. Eins og sjá má á myndinni er fyrrverandi frú Connery ( ákaflega frjálslegr í klæðaburði, og ekki hefur þurft mikið efni í j kjiólinn hennar. Hvort kjóllinn er eins efnislítill að framan sem að aftan sést ekki á myndinni. I iitiiitiiiiiitiiiiiiiiftiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiMiM | SAMTÍNINGUR • MIIIIIMMMIIIIIMMMMMIMI-IIIIIIIIIIIIIMMM ••••••• •••••• □ TR YGGIN GAUMBOÐSMAÐ- UR var að reyna að selja bónda nokkrum tryggingu, en ekkert gekk. Loksins sagði hann við bónd ann: — Hugsið yður nú rækilega um. Hvað mundi til dæmis konan yðar 1 gera, ef þér dæjuð? — Æ, hvað ætli ég fari að skipta ' mér af því, svaraði bóndinn: Ég , hef nóg með að gæta þess að hún liagi sér sæmilega á meðan ég er á lífi......... □ ÞRÍR DRUKKNIR menn komu á járnbrautarstöðina rétt í því, að lestin var að renna af stað. Allir hlupu til, en aðeins tveir náðu í tæka tíð. Sá þr'ðji stóð einn eftir á stöðinni og horfði dap ur á eftir lestinni. — Þetta var leiðinlegt, sagði járnbrautarstarfsmaður, sem var þama nærstaddur og hafð' fylgzt með öllu saman. — Já, svaraði strandaglópurinn vinum mínum þykir það áreiðan lega líka miög leiðinlegt. Þeir ætl uðu nefnTega bara að fylgja mér á stöðina. . . . □ ÞAÐ VAR A ÞINGI alþjóða sambands drauga. í hvert sinn er | útidyrnar voru opnaðar kom naþ ur gustur inn, því að þingið var að sjálfsögðu haldið um niðdimma nístingskalda nótt. Loks var e;n um gaddfrosnum forgömlum draug nóg boðið: — Hvers vegna í ósköpunum þurfið þið a;ltaf að vera að glenna upp dyrnar. Til hvers haldið þið að skráargötin séu? n Nýlega var heimssyninsunni í New York lokað. Sýningin stóð vfir í tvö ■ ár, en hún varð ekki eins vel heppnuð og skipleggj- endur hennar upphaflegá bjugg- ust við að hún yrði. Um 50 milljón ir manna skoðuðu sýningarsvæðið, en það er 30 milljónum færra en búizt var við. Þess vegna var ei-nn ig frekar tap en gróði af sýning- unni. Ein aðalástæðan fyrir lélegri aðsókn er álitin vera sú að að- . i. gangur að sýningunni var seldur ' X of háu verði. 1 Lorenzo Guerra, ljóshærður, blá eygur ítaiskur drengur, 3ja ára að aldri er fyrirmynd myndhöggvarans, Francesco Messina, að Kristsmynd Franc ensco Messina er að gera högg mynd af Maríu guðsmóður með barnið, og hann segir að strax og hann sá Lorenzo litla hafi lann hrifizt af sérkennilegri feg urð þessa litla hnellna drengs. Þess vegna valdi hann Lorenzo til þess að sitja fyrir, er hann gerði höggmyndina, sem á að afhjúpa í september næstkom andi. Messina sagði, að mynd ina ætti að tileinka mæðrum um allan heim. í'><'•'<'>000000000000000<J> Hundur5nii vann HUNDURINN Blackie liafði betur í viðskiptum sínum við ameríska ríkisvaldið á dögunum. Þannig var mál með vexti, að eigandi Blackie Thomas Langdon sem dó fyrir ári síðan ,hafði erfðaskrá sinni mælt svo fyrir, að allar hans eigur skyldu að honum látnum renna til ríkisins að undanskildum árs tekjum af búgarði hans, er skyldi varið itil að tryggja framtíð „hins elskulega og trúfasta hunds, Lass ie.“ , Þegar Langdon hafði skrifað þessa erfðaskrá, átti hann hund sem hét Lassie, en hann dó á und an húsbónda sínum. Annar hundur Blackie, kom í hans stað. Gamli maðurinn hafði ekki gætt þess að breyta ákvæðunum í erfðaskránni. þ.e.a.s. setja nafn Blackie í stað inn fyrir Lassie. Deilan stóð því um það, hvort ríkið skyldi fá. allar eigur gamla mannsins, eða hundurinn fengi þann hlut, sem fyrirrhnara hans var í upphafi ætlaður. Málið fór fyrir rétt, og dómsúr skurður féll hundinum í vil. Dóm arar töldu, að Langdon hafi aðeins ekki athugað að breyta nafninu en hins vegar hafi vilji hans ver ið að framtíð Blackie væri tryggð. 6 2. nóv. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.