Alþýðublaðið - 23.11.1965, Síða 4
Bltstjörar: Gylfl Gröndal (áb.) og Bencdikt Gröndal. - Ritstjómarfull-
trúl: Eiöur GuBnason. — Simart 14900-14903 — Auglýsingasími: 14906.
ABaetur: AiþýBuhúsiB vlB Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu-
blaBdns. — Askriftargjald kr. 80.00. — 1 lausasölu kr. 6.00 eintakiB.
UtgefancU: AlþýSuflokkurinn.
Vinstri eða hægri?
RÍKISSTJÓKNIN hefur lagt fram á Alþingi
frumvarp til laga um hægri hiandar alkstur. Hefur
það mál verið mikið rætt undanfarin ár, og virðist
yfirgnæfandi meirihluti þeirra man'na, sem bezt ættu
. til umferð'armála að þekkja, telja rétt að gera þá
breytingu. Alþingi hefur gert ályktun í þá átt, og er
frumvarpið samið í samræmi við hana.
í greinargerð frumvarpsins er fjallað um kosti
þess og galla að breyta til hægri handar umferðar.
Eru þar vissulega rök með og móti, og má búast við,
að skoðanir kunni að verða skiptar, þegar málið
Ikemst á lokastig. Sérstaklega mun ýmsum þykja
það miður, að breytingin verður ekki án mikils til-
íkostnaður, yfir 40 millj. króna, og það fé er ókleift
.að láta aðra greiða en þær bifreiðir, sem breyting-
in nær til. Ekki má gleyma því, að þessi kostnaður
mun fara hækkandi, því lengur sem breytingin er
dregin á langinn, ef hún á annað borð verður gerð.
Ríkisstjórnin hefur undirbúið mál þetta mjög
vel, eins og Alþingi óskaði eftir. Ólíklegt er, að
flokkarnir sem slíkir taki afstöðu til málsins og
•geta þá þingmenn ráðið, hvorn kost þeir velja, hægri
,'akstur eða vinstri. En sú afgreiðsla, sem málið fær
nú, verður að gilda um langa framtíð.
Fjármál sveitarfélaga
RÁÐSTEFNA um fjármál sveitarfélaga stendur
yfir í Reykjavík þessa daga. Eru þar saman komn-
ir fulltrúar víðs vegar af landinu, og meðal ræðu-
'Ttianna, er fram koma á fundinum, verða tveir ráð
■iherrar. Er þessi ráðstefna ein af mörgum, sem Sam-
•band íslenzkra sveitarfélaga hefur staðið fyrir, en
þau samtök hafa verið málefnum sveitarfélaganna
mikil lyftistöng.
Lífskjör manna eru ekki aðeins mótuð af tekj-
um þeirra sjálfra, fjárhag og húsnæði. Þar koma
einnig til sögunnar umhverfi, götur og garðar, skól-
ar, sjúkrahús, önnur félagsleg þjónusta, vegir, fl-ug-
vellir, hafnir og fleira. íslendingar eru nú á því
stigi, að þeir gera stórauknar kröfur til sveitar-
félaga og ríkis um margvíslega þjónustu, og verður
af þeim sökum að auka opinberar framkvæmdir á
vissum sviðum. Fer það mjög eftir fjárhag sveitar-
félaga, hve vel þau geta staðið sig við framkvæmd-
ir eins og varanlega gatnagerð, skólabyggingar,
sjúkrahús, bókasöfn, hafnir o.fl. o.fl.
Það mun reynast gagnlegt að ræða þessi mál á
sérstakri ráðstefnu. Hins vegar er þess ávallt að
(gæta, að fámenn þjóð er takmarkaður skattstofn,
sem ríki og sveitarfélög verða að skipta á milli sín
ó bróðurlegan hátt, isvo að almannafé komi að sem
beztum notum.
4 23. nóv. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
HAGKAUP
auglýsir
C8 NÆLON VELOUR
NÁTTKJÓLAR
Léttir off hlýir. Tilvaldir til
jólagrjafa.
Litir: Blá og- rauðrósóttir á
hvítum grunni, ennfremur
ljósbtáir, einlitir.
Stærðir: 38, 40, 43, 44, 46,
48, 50.
Verð:
Ermaiausir Kr. 348.00
Með 1/4 ermurn Kr. 398.00
m
m
TVEIR RITDOMARAR hafa nú
látið' uppi álit sitt um nýjustu
skáldsögu Kristmanns Guðmunds
sonar, Torgið. Báðir dæma hana
hart og bó ekki þannig, að þeir
séu sammála. Þetta kemur mér
ekki á óvart. Það er alveg sama
hvernig skáldsaga Kristmanns
hefði verið, dómar, að minnsta
kosti sumra ritdómara, hefðu orð
ið á eina lund.
VITAXLEGA ER hægt að deila
um allar bækur. Afstaða lesandans
og aðstaða hans, hlýtur alltaf að
hafa mikil áhrif á álitið og dóm !
inn. Kristmanni hefur tekist á j
enhvern hátt að komast inn á milli |
tanngarðanna á fólkinu og hann
geldur þess og nýtur þess. Hvor;
ugur ritdómaranna minnist á það, I
að hvað byggingu og kvcik.iu snert
ir, er bókin vel gerð. Það hljóta
lesendur að viðurkenna.
TORGIÐ ER MIÐDEPILL sög-
unnar, um það snúast örlög pers-
ónanna og marga aldraða menn
hef ég hitt á Austurvelli, Arnar
hóli og undir veggnum á kirkju
garðínum, þar sem þeir liittast
á góðviðrisdögum og tala saman
af djúpri lífsreynslu. Ég lief hlust
að á þá en alltaf af tilviljun, og
setningar þeirra lifa með mér. En
dómurinn virðist vera harðastur
vegna gamla mannsins í sögunni.
Hvaða erindi hann eigi í hana?
Hann er dráttur í því málverki,
sem skáldið hefur dregið upp og að
því er virðist, nauðsynlegur drátt
ur.
TORGIÐ er skrifuð í hefðbundn
um stíl. engin stílbrögð, enginn
leikaraskapur. Frásögnin
líður áfram hæg og streymin. Við
brögð persóna geta vitanlega ork
að tvímælis, en er það nokkuð
tiltökumál? Bókin fjallar um lífið
í Reykjavík eins og við þekkjum
það, ahnaðhvort af afspurn eða
eigin reynslu. Það kemur manni
misjafnlega fyrir sjónir. Þarna get
ur að lesa sjónarmið Kristmanns
Guðmundssonar.
5 CKXXX^OtKXXíóOOCKXXKXX^OOOOOOOcXKXS
★ TorgiS - og skáldið.
★ Kristmann Guðmundsson og Iffið í Reykjavík.
ir Síldin og síldarverksmiðjur ríkisins.
Á Atvinnuástandið á Norðurlandi.
<xxxxxx><xk><><x><xxx><x><x>ooooooooooo
SJOMAÐIJR SKRIFAR: „Nú
vantar illa flutningaskip til að
flytja síldina frá Austfjörðum til
Norðurlandsins t.d. til Siglufjarðar
Skagastrandar eða Húsavikur eða
bara til Raufarhafnar.
SÍLDARVERKSMIÐAN í Reykja
vík hefir skip — sitt eigið skip,
sem mun líklega koma til með að
skila 150—200 þúsund málum að
austan hingað suður og fullvíst
má telja að megnið af þessari síld
hefði aldrei verið veidd eða svip
að magn ef þetta ágæta flutninga
skip liefði ekki verið keypt. Þá
voru aðrar verksmiðjur liér syðra
með skip, sem eitthvað flutti af
síld að austan, en mun nú hætt.
DAGSTJARNAN, áður Þyrill,
nú eign Bolvíkinga, hefir alltaf
verið í flutningum síðan það kom
heim í sumar. Krossanes og Hjalt
eyri höfðu og hafa skip til flutn
inganna og sagt er að það sé leigt
til n.k. mánaðamóta. En livað hafa
Síldarverksmiðjur ríkisins flutt
mikið af austurmiðum til Norður
landshafna?
ÞAÐ MUN ENTTHVAÐ vera, en
allt of lítið. Þær eiga ekkert skip
til þessara flutninga, en munu hafa
haft koppa s.l. sumar um takmark
aðan tima. Þeir voru forsjálli Reyk
víkingarnir að kaupa 20.000 mála
skip til þessara flutninga heldur
en stjórn ríkisverksmiðjanna.
Stærsta fyrirtækið í þessari starfs
grein liefir þarna orðið illa aftur
úr. Mundi þó ekki hafa af veitt, að
flutt liefði verið til Siglufjarðar
eða Skagastrandar hrá hráefni, til
þess að veita starfslitlu fólki á
þessum stöðum atvinnu.
SÍLDIN, skip Reykvíkinganna
mun hafa bjargað í þjóðarbúið
tugum milljóna króna í beinhörð
um gjaldeyri. Þannig hefðu ríkis
verksmiðjurnar einnig getað gert
en þar virðist, liafa vantað útsjón
og áræði, sem Reykvíkingarnir
liöfðu til að bera.
STJÓRN verksmiðjanna ættl
strax að fara á stúfana og hefja
undirbúning fyrir næstá sumar,
ekki eingöngu leigja skip held-
ur reyna að eignast tankskip svip
að að stærð og Reykvíkingarnir.
Og útbúa það þannig að það getl
dælt síldinni úr skipum úti á miðun
um. Annars tel ég alveg bráð
nauðsynlegt að endurskoða lögin
um þetta ágæta fyrirtæki, Sildar
verksmiðju ríkisins og koma þar
inn veigamiklum atriðum tii hag
ræðis, bæði fyrir fyrirtækið sjálft
og viðskiptamennina, sem eiga
mikið undir að það þjóni sínum
upphaflega tilgangi, án þess þó
að skerða grundvallarhugsjón
þeirra mætu manna, sem hornstein
inn lögðu að þessu mikla þjóðþrifa
fyrirtæki í upphafi."
Lesið Áiþýðublaðið
Áskrifffasíminn er 14900