Alþýðublaðið - 23.11.1965, Page 7

Alþýðublaðið - 23.11.1965, Page 7
HVAÐ ÞJAÐI KOLKA 1930? MÁ ÉG biðja þig, lesandi góð- ur, að hverfa með mér aftur til órsins 1930. Við erum stödd aust- ur í Vík í Mýrdal. Það er vor í lofti og mb. „Skaftfellingur” liggur á Vikinni. Einn farþegi er með skipinu, hvatlegur með skjalatösku undir hendinni og gleraugu prýða mann- ínn. Heimamenn stinga saman nefj- um um hver sé á ferð og geta sér þess til, að þetta sé guðs- orðabóksali eða jafnvel trúboði, sem voru ekki ósjaldan á ferð á þeim tíma. Farþeginn fer í land, þótt sjór sé næsta viðsjárverður og því ó- líklegt að farið verði út aftur að svo stöddu. Það spyrst út að hann ætli að flytja boðskap sinn strax þarna í sandinum. Fólk safnast saman kringum ræðumanninn, sem hef- ur upp raust sína. Efni ræðu hans er, að Jónas Jónsson dómsmála- róðherra sé geðtruflaður maður, ef ekki lireinlega vitlaus, stjórn- arathafnir hans sanni að svo sé. Mýrdælingar hlusta undrandi á slíkar fréttir og á mörgum má sjá Tómasarsvip. Jónas hafði verið þarna í sveitinni á þing- málafundum og menn minnast þess ekki að hafa séð neitt æði né önnur merki vitfirringar á honum. Maðurinn var hæglátur og hógvær, kynni manna af hon- um voru ekki í samræmi við skoðanir ræðumannsins, sem með handapati og sprikli þuldi varn- aðarorð sín og sjúkdómsgrein- ingu. En hver var nú þessi hinn mikli spámaðúr? Hann reyndist vera Páll nokk- ur V. G. Kolka, læknir í Vest- mannaeyjum. Hann hafði siglt frá Eyjum og hætt sér í land í ill- lendandi sjó, til þess að frelsa Mýrdælinga undan áhrifum hins geðbilaða og stórliættulega dóms- málaráðlierra. Var Kolka mqð andlegt kölduflog? Nú í haust er Guðmundur í. Guðmundsson sagði bæjarfógeta- embættinu lausu og það var aug- lýst laust til umsóknar, sóttu þeir Jóhann G. Ólafsson, Björn Svein- björnsson og Einar Ingimundarson um það. Eins og öllum er kunnugt var það Einar Ingimundarson, sem fyrir valinu varð. Flestir þeir, sem ég heyrði ræða um veitingu embættisins töldu alveg sjálfsagt að Birni yrði veitt staðan, þar sem hann hefði svo lengi starfað við embættið við almennar og vaxandi vinsældir,. án þess þó að styðja sig við hinn pólitíska broddstaf, sem því miður mörgum er tamt. Auðvitað heyrðust raddir, sem töldu Jóhann G.' Ólafsson líkleg- an til þess að fá embættið og hygg ég að flestir hefðu unað því vel og látið kyrrt liggja. En svo gerist það, að þeim sem ekki var talinn koma til greina, ér veitt embættið. Nú fór það svo eins og alþjóð er kunnugt, að mikill þorri þess fólks, sem vinnur vitt embættið bæði hér í bæ og úti um sýslurn- I ar sagði upp störfum í mótmæla-1 skyni og enn aðrir mótmæltu. I Hreppstjórar, sem áratugum sam-1 an hafa verið forvígismenn sveitar j félaga sinna, mótmæla með því | að segja af sér störfum. Fulltrú-1 ar og annað starfsfólk embættis- ! ins tekur saman föggur sínar og ' yfirgefur fastlaunaðar stöður, þótt slíkt hljóti að hafa alvar- I; eftir Hauk Magrtússon lega röskun á högum þess, ekki af skorti af þegnskap eins og að því hefur verið dróttað heldur af réttlátri reiði, af því ranglæti sem húsbóndi þess er beittur og það mun flestra álit. Þetta er al- varlegt mál. Meðal frumstæðs þjóðflokks í Ástralíu er alleinkennilegt vopn er „Bumerang” Iieitir; það er líka þekkt víða um Evrópu frá stein- aldartímabilinu. Það hefur þá náttúru að liægt er að hitta með því skotmark, sem ekki er í beinni línu frá þeim er kastar því, sé því rétt beitt. Það fer í sveig og hitti það ekki markið, kemur það aftur til þess staðar, sem því er kastað frá og getur þá hæft þann, sem kast- aði, nema varúð sé viðhöfð. Skrif varnarliðs Morgunblaðs- ins og verkanir þeifra minna á þetta steinaldarvopn í höndum ó- varkárra manna. Fyrst var staksteinahöfundi fengið vopn þetta í hendur, sem hugðist kasta því að látnum sæmd armanni og syni hans en hæfði ekki í mark, en hitti þann sem kastaði því svo hann hefur legið óvígur síðan. Öðru sinni var dóms málaráðherra fengið vopn þetta og hugðist hann nota það sér til varnar, en svo slysalega vildi til að hann skaðaði sig á-voðanum og mun seint bíða bætur á sinni pólitísku heilsu. Og sunnudaginn 14. þ. m. snarast fram á vettvang Morgunblaðsins hinn langþjálfaði snillingur í svona vopnaburði, — doktor Páll V. G. Kolka, sá hinn sami og við lásum um í upphafi. Tvihendir hann nú „Bumer- ang” hið mikla og skal það svifa vítt og breitt um Hafnarfjörð, — sunnanverðan Faxaflóa og Suður- nes öll. Vopnið skyídi leggja að velli alla upphlaupsmenn og þjóðníð- inga ekki sízt þá, sem úr vist- inni ætla að hlaupa, enda ekki skaði að svoleiðis liði, meira og minna truflaða af andlegum kölduflogum. En hvað gerist? Vopnið svífur úrelt og þekkt á síðum Morgunblaðsins um byggð- ir. landsins, en finnur livergi mark, fyrr en snillingurinn end- urheimtar það og fellur fyrir eig in hendi. Það má annars telja það kald- hæðni örlaganna að maður, sem talinn er um margt mætur mað- ur og farsæll lælcnir skuli hald- inn slíkri áráttu til pólitískra gönuhlaupa sér til stórálitshnekk- is. Það er sýnt, að ef haldið er fram sem horfir, verða áfram- haldandi deilur, sem seint mun gróa um. Sannað þykir, að allir umsækj- endur séu góðum kostum búnir til þess að rækja þessi störf við eðlilegar aðstæður og séu allir hinir ágætustu menn. Hér eru ekki eðlilegar aðstæð- ur fyrir hendi, þetta mál á að skera úr um það, hvort menn eiga að vinna sig upp í störfum með dugnaði, samvizkusemi og prúð- mennsku eða öðlast fyrir hylli Framh. á 5. bls. NÝ ANDLIT í ÆVINTÝRINU ÆVINTÝRI á göngruför nýtur enn sem fyrr grífurlegra vinsælda og er Lelkfélag Reykjav. nú búið að sýna leikinn. í tæpt ár samfleytt» yfir 130 sinnum. Eins og oft vill verða, þegar leikrit eru sýnd lengí, breytist hlutverkaskipun talsvert þegar líður frá frumsýningu. Brynj ólfur Jóliannesson og Ilaraldur Björnsson leika sem áður þá kumj> ána Kranz og Sale< en þriðja aðalhlutverkið, Skrifta-Hans leikur nú liinn vinsæli leikari, Steindór Hjörleifsson. Hann sést hér á myndinni ásamt stúdentunum tveim, Arnari Jómssyni (Ejbæ) og Sig- mundi Erni Arngrímssyni (Herlöv), en Sigmundur er einnig nýr * hlutverki s<nu. Sveinn Björnsson fær góöa dóma í Danmörku FYRR I ÞESSUM mánuði hélt Sveinn Björnsson sýningu í Dan- mörku ásamt bræðrunum Henrik Vagn Jensen og Niels Vagn Jen- sen. Sýningin var af öðrum þræði minníngasýning um hinn síðast- nefnda sem lézt í fyrra. Hér fara :á eftir nokkrir dómar um mynd- ir ^veins Björnssonar: Úr Lyngby Taarbækbladet 11. 11. 1965: Hann er ofsafenginn, íslending urin.n Sveinn Björnsson. Þar get- ur að líta iu-aun o,g álfa, s<úr gagn sæ höfuð, sem gægjast fram und an rauðum klettunum. Og í mynd inni „Steinarnir tala“ hefur hann málað steinana eins og þeir séu lifandi. Iíac,n er athyglisverður málari. Guri. Úr Berlinske Tidennde 9-11-65: Þar er íslenzk glóð í landslags- myndum Sveins Björnssonar og í „fantasíum hans, þar sem líta get ur fugla grímur og álfa. Tengsl in við meistaravcrk Kjarvals eru einna sterkust, og einnig má sjá, ■ að verk þeirra Svavars Guðnason ar og Carls Hennings Pedersen hafa orðið lionum innblástur. Jæja, sleppum því annars. Sveinn Björnsson er gæddur eigin ósvikn uni hæfileikum. Það er líf í lit- um hans. Þeir eru þrungnir við- kvæmni og ofsa, hafa gert sátt- mála við hina furðulegu og stór- brotnu náttúru íslands, hraun- breiðurnar og fjallshlíðarnar, klæddar snjóhjúpi vetrarins. Það er ástæða til þess að Vekja einit- um athygli á „Hraungrjótunr‘ hans og bi.mni draumkenndu niynd „Blár fugl“. Bæði ímyndunaraflið og stemarnir tala í beztu verkum 'hans. Jan Zibrandtsen. Úr Lyngby Virumbladet 5-11 1965: íslendingurinTL Sveinn Björns- son sýnir verk sin á samsýningu þessari, óháður þessum tveim málurum bræðrunum Nicls Vagh Jensen og Henrik Vagn, .Tonsen). Hann er m.iög svipmikill og sterí ur málari. Stórar rnvndir sterk'-' bláir, grænir og rauðir litir. Við-i fangsefnin voru barnsleg einföld í sniðum, hcfuð. fuglar og sólir, eru hin síendurteknu viðfangsefni. Breiðir pensildrættir sem| mvnda oft horn, eru ríkjandi sv>: myndirnar fá ofí. einhvern óraun j vcruleikablæ. náttúran horfir á okkur hvössum sjónum síuum. j Aðrar myndir, non-figurativari Framhald á 5. siðu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - '23. nóv. 1965 J

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.