Alþýðublaðið - 23.11.1965, Page 16

Alþýðublaðið - 23.11.1965, Page 16
 Hjónbandið er eina samn lingrsg-erðiiiv sem leiðir þá fyrst til styrjalclar^ þegar sigur er unninn. . . . Nú er það næs maöur, fullt af bít-fréttum í Póst- inum, Húrra og Fram. Það er munur að fá þær á ís lenzku, heldur en að þurfa að pæla í að glósa útlenzk Rollinga- og Bítlablöð. — Af hverju ertu að gefa út blað, Bjarni? — Mér finnst svo fall- egt áð sjá litlu börnin niður vió tjörn. — Ertu þá svona barngóð ur? — Nei annars — þetta er gcmul hugmynd. — Varð hún kannski til áður en þú fæddist — þ.e.a.s. í jóðlífinu? <Og þannig endalaust.) Vísir. DANIR eru mikið fyrir hið spaugilega í tilverunni, og á hverju ári gefa þeir út talsvert slangur af bókum, sem ekkert er í annað en gamansögur Ein slík bók barst okkur í hendurnar nýlega. Flún nefnist Smil med doktoren og í henni eru 101 smásaga eða skrýtla um lækna og sjúklinga, sumar sög- urnar myndskreyttar Þetta er á- kaflega ánægjuleg bók að fletta, og okkur þykir rétt að leyfa les- endum baksíðunnar að brosa of- urlítið með okkur að læknunum og læknavísindunum 0-0 Rosing-Hansen yfirlæknir var nauðasköllóttur Þetta var í þá tíð, þegar sjúklingar voru snoð- klipptir ,ef vart var við lús í þeim og þá voru talsverð brögð að slíku Einu sinni, þegar yfirlækn- irinn var á stofugangi, sagði lítil stúlka við hann: Varst þú líka klipptur út af lús? 0-0 Maður einn fór til læknis og kvartaði um minnisleysi. — Hafið þér lengi þjáðst af þessu? spurði læknirinn. — Af hverju?, svaraði maðurinn 0-0 Ung stúlka kom til læknis og sagði: — Ég hef heyrt að glas af sítrónsaft sé gott, ef maður vill komast hjá að verða þunguð. En á að taka það inn á undan eða eftir? Læknirin svaraði: — í staðinn, góða mín, í staðinn 0-0 Ljósmóðir spurði einu sinni læknakandídat, hvers vegna hann kysi lielzt að vera á fæðingardeild. — Jú, sjáðu til, var svarið. — Ef ég er á lyfjadeild fer ég undir eins að, þjást af asthma og hjartveiki, á skurðlækningadeild verð ég sannfærður um að ég sé kominn með magasár, geðsjúk- dómadeildin gerir mig taugaveikl- aðan, en hér er ég öruggur 0-0 Kraft yfirlæknir hætti störfum árið 1929, en það gladdi hann alltaf, þegar fólk heilsaði honum á götu og sagði: — Góðan daginn, herra yfirlæknir, munið þér ekki eftir mér? Kraft yfirlæknir vissi, að þetta voru gamlir sjúklingar, en oft gat hann þó ekki komið andlitinu fyirir sig, og hann var of hreinskil- inn til að láta ekki á neinu bera. Einu sinni, þegar þetta kom fyrir, og Kraft þekkti ekki manninn, sem ávarpaði hann, sagði hinn til skýringar: — En þér skáruð mig einu sinni upp við magasári- Kraft yfirlæknir ljómaði allur upp og svaraði: — Má ég þá sjá á yður magann, þá getur vel verið að ég muni eftir yður. Hélr eru tvær fötur 00000000000000000000000000000s>00- Skýjadís Ég sá hana í skýjunum, einn sumarfagran dag. Hún dansaði og raulaði sinn rammaslag. Hugfang'inn ég horfði á hennar skýjaferð. — Það var amerísk þota af alveg nýrri gerð. Kankvís. oooooooooooooooooooooooooooooooo Fýrir eða eftir? 0-0 Héraðslæknir einn í Danmörku þótti hreinskilinn. Einu sinni var hann kallaður til gamallar konu, sem átti stórbú í umdæmi hans. Þegar hann var búinn að, sinna sjúklingnum var honum boðið kaffi í borðsalnum, en meðan hann sat yfir kaffinu kom vinnukona inn til lians og spurði, hvort sjúkl- ingurinn mætti fá kaffi? Læknirinn svaraði: Kaffi? Jú hún má vel fá kaffi. En það verð- ur þá að vera kaffi. en ekki bölv- að hland eins og þetta. 0-0 Roskinn maður hafði verið lagð- ur inn á sjúkrahús vegna maga- veiki. j Þegar hann fór heim aftur sagði yfirlæknirinn honum að koma eftir hálfan mánuð með hægðirnar, svo að Tíægt væri að ganga úr skugga um að sjúkra- húsvistin hefði borið árangur. Mað urinn fór, en hálfum mánuði síðar var barið upp á hjá lækninum. Hann fór til dyra og úti stóð maður fjólublár í framan, móð- ur og másandi, og hélt á tveimur risastórum fötum í hendinni. Milli { þess sem hann blés, kom hann út úr sér. þessum orðum: — Hér eru tvær fötur, en afgangurinn kemur með ihjólkurbílnum. Ég er því samþykk að þú kaup ir þessá flugvél, en láttu þér ekki detta í ;hug að ráða flugíreyju.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.