Vísir - 05.11.1958, Blaðsíða 10

Vísir - 05.11.1958, Blaðsíða 10
UL Ytsijt Miðyikudaginn 5. nóvember 1958 .,0|)inh(‘i'iin Jóhannesar^. Merh báh eftir práL Sifjurbppna M£iaaarss&wa. Sigurbjörn Einarsson: 9pinberun Jóhannesar. ÍJtg.: Isafoldarprentsmiðja, 1958. | Það vakti undrun mína, er ég heyrði, að út væri komið eftir íslenzkan klerk skýringarit um Opinberun Jóhannesar. Eg hafði ekki haldið, að íslenzkir guðfræð- ingar mundu hætta sér út á þann hála ís. Eg bæði kveið fyr- ir og hlakkaði til að lesa slika j bók, en þar sem ég vissi af fyrri j bókum höfundar, að frá hans | hendi var góðs að vænta, tók ég bókina mér í hönd, þótt á því yrði alllangur dráttur. Sjálfur formáli bókarinnar, yf- ( ir 30 blaðsíður, er strax snilldar verk og lofar góðu. Þegar ég hafði lesið nokkurn hluta bók- arinnar, sagði ég við sjálfan mig: Nei, um þessa bók skrifar þú ekki. Hún leiðir anda þirin um völundarhús, sem þú ratar ekki í, og er um vitranir og sýn- ir svo torráðnar, að flestum eða öllum hefur reynzt ofurefli að ekýra. Þessar linur verða heldur ekki neinn ritdómur. Það hafði líka atvikast þannT ig, að á yngri árum mínum kynntist ég furðulega skáldlegri túlkun á Opinberun Jóhannesar og las því bókina um margra ára ekeið meira en flestar aðrar bæk- ur Biblíunnar. Ekki var óhugs- andi að þetta kynni að tefja fyr- ir því, að ég hefði full not af bók Sigurbjörns Einarssonar. Þegar ég hafði svo lokið lestr- inum, stóð bókin fyrir sálarsjón minni fyrst og fremst sem mátt- ug prédikun, miklu fremur en skýring á dularfullri Opinberun Jóhannesar. Höfundurinn leggur út af hinum mörgu stórbrotnu textum Opinberunarbókarinnar og hefur þar áreiðanlega valið málsmeðferð, sem bezt mun gagna kirkju og kristni i land- inu. Þannig getur bók hans ver- ið klassiskt verk og sloppið við áð láta ásjá undan tönn tímans. Hann fer ekki út á vandrataða og villugjarna stigu heilabrota um tímatal og rás heimsviðburð- anna. Á þessu hefur mörgum orðið hált og því skiljanlegt, að hygginn nútímahöfundur fari þar gætiiega. Prófessor Sigurbjörn hefur komizt í gott sálarsamfélag við hinn innblásna höfund Opinber- unarinnar. Bók hans er, eins og áður er sagt, máttug prédikun, rituð af snilld, miklu hispursleysi, stefnufestu og andagift. Það er laukrétt, að Passíusálmar Hall- grims Péturssonar, koma lesand- anum í hug á stöku stöðum, sjá t. d. bls. 88 og 89. Ekki varpar það neinni rýrð á þetta árræta verk, þótt ég sé svo hrein^H’inn að játa. að sé ekki, samr:v>,a ölium útskýringum höfundrr. Það kann að vera runn'ð frá minni fvrri lífs-. reynri". Á einstöku stöðum örl- ar o'nrutið á skiljanlegum á- deilubrorldum í garð þeirra maii"a eða trúarhreyfinga, sem ] samið hafa íurðulegar skýringar á Opinberunarbókinni. En slíkt ber að dæma af mikilli varúð, því að í slíkar ógöngur hafa sennilega ýmsir ratað af ákafa eftir því að sjá rætast þessi síð- ustu orð Opinberunarbókarinn- ar: „Kom þú, drottinn Jesú!“ Þá verð ég einnig að játa, að eftir því sem árin hafa liðið, hef ég hallast meira að þeirri skoð- un, að ekki hafi postulinn Jó- hannes skrifað Opinberunarbók þá, sem kennd er við hann. Eg hugsa mér höfund bókarinnar miklu meira skáld en postulann. Bókin líkist öll meira „drama“ en verki guðspjallamanns. Nið- urröðun efnisins er furðuleg: Sjö safnaðar bréf, sjö innsigli, sjö básúnur og sjö plágur. Og svo lýsingin á dýratáknmyndun- um, eins og sótt að ýmsu leyti i Danielsbók, og svo er um fleira, sem virðist benda til þess, að bókin sé fremur skrifuð af ráðn- um hug, likt og skáldverk, held- ur en sem ósjálfráð opinberun. Á þessu gefur þó bók Sigur- björns Einarssonar skýringar, og þær alls ekki veigalitlar. En það sem valdið hefur því öllu fremur, að ég hef efast um að Opinberunarbókin sé rétt feðruð eru hótanir, sem koma fyrir í henni og sverja sig mjög i ætt við hótanir, sem jafnan hafa íylgt vissum falsbréfum, sem send hafa verið annað hvort nafnlaus eða ranglega feðruð til almennings. Orðin í Opinberun- arbókinni eru þessi: „Eg votta fyrir hverjum þeim manni, sem heyrir spádómsorð þessarar bókar, að leggi nokkur i við þau, mun Guð á hann leggja I þær plágur, sem um er ritað í | þessari bók. Og taki nokkur burt nokkuð af orðum spádómsbókar þessarar, þá mun Guð burt taka hlut hans í tré lifsins og í borg- inni helgu, sem um er ritað í þessari bók.“ Þessi hótun er ólík rithætti nýjatestamentisins yfirleitt, þótt víða sé þar stranglega prédikað, ávitað og áminnt, þá er það með öðrum hætti. Ekki ætti þessi hreinskilni mín og játning um efasemd að þurfa að valda neinum hneykslunum, því að meiri mönnum en mér hefur orðið á að hugsa eitthvað svipað, en hvað sem er um höf- und Opinberunarbókarinnar, þá er hún stórbrotið og innblós’ð .furðuverk, og óhætt mun að full- yrða, að svo vel hefur prófessor Sigurbjörn þar „brotið bráuðið" i bók sinni um þetta verk, að góð andleg næring á það að geta orðið þjóðinni. Aðeins örfáar linur í formála bókarinnar gætu talizt að nokkru leyti nægileg skýring á allri Opinberunarbókinni. Þær eru þessar: „Opinberunarbók afhjúpar at- burði samtiðar sinnar. Að baki hins jarðneska sýningarsviðs eru alheims átök ills og góðs. Á bak við ofdramb valdsms. á b"1' við andlega og iiiíamlega þrælk- un, á bak við býlífi og heimslund. á bak við sleikiuskap fjöldánr frammi fyrir bolmagni. vopnum trúarlegum lýðskrumurum og gullsins jöfrum, eru illra valda vélar, undirdjúp yztu myrkra. Á bak við kristið þolgæði i örvona þrenging, djörfdrig gagnvart of- urefli, heillyndi og trúnað, á bak við játningu kirkjunnar, bæn hennar, boði og kærleiksþjón- ustu er Drottinn ljóssins, Hvíti- Kristur, og himneskar fylkingar hans.“ , Þessar línur mundu þá vera hin stytzta, en markvissasta og öruggasta skýring á allri Opin- berun Jóhannesar. Þar sem gera má ráð fyrir, að ekki lesi allir, sem þessar línur sjá, bók prófessors Sigurbjarnar, hefði verið ánægjulegt að geta birt hér nokkur sýnishorn úr bókinni, en rúmsins vegna verð- ur það litið, að minnsta kosti að þessu sinni. Hiiin stutti kafli bókarinnar: Sá, sem sigrað lief- ur er kjarni þess mikla máls, sem bókin flytur, og þar er eng- inn afsláttarkristindómur boðað- ur. Þar eru þessar setningar: „1- þessu ljósi fær lif og heim- ur annan svip. Myrkrið á Gol- gata var- ægilegur veruleiki og þó ekki annáð .en skuggi þess valds, ■ sem er andstæða Guðs (sbr. Mark. 15,33, Lúk. 22,53): Grimmd og kúgun, feikn og fár, sem við blasir í sögunni, er líka ægilegur veruleiki, sífellt endur- tekin krossfesting kærleikans. Af hverju lætur hann það ger- ast? Af þVí að hann er að vinna mennina, vinna að fullkomnun sigri sínum. Það verður allt op- inbert, þegar hann kemur þegar ósýnlegt dýrðarriki hans yfir- skyggir alheim svo að hvergi ber skugga á.‘“ Síðar í bókinni, það er á blað- síðu 137, er sýnishorn af þvi, hvernig höfundi tekst að halda á penna sínum og flytja boðskap sinn. Þar segir: „Það fagrahvel, sem Ijómar um kirkjuna, er ekki útkoman af samanlögðum dyggðum þeirra manna, sem heyra henni til. Þótt sérhver jarðnesk Ijósastika væri tendruð og eitt ljós sett hjá öðru, þá yrði það aldrei sól. Og nú eru ljósin flest, sem Kristur hefur náð að tendra, dauf og blaktandi og engum alskír, því að þau loga á óhreinum kveikjum. Það vissi Jóhannes. Hann hefur ekki full- komna kirkju í huga i 2. kapí- tula. Þó er það sama kirkjan og hann sér hér í himneskri tign Kirkjan er annað og meira- en þeir menn, sem i henni eru. Hún er ekki af þessum heimi. Hún er bjarmi af sól, sem skín ofar skilvitlegri tilveru, endurskin af himnesku ríki Guðs. Sú flekkun öll, sem fallið hefur og fellur á hana, í fortið og samtið, og staf- ar af því, að hún er send þessum flekkaða heimi, til þess að kalla og frelsa syndara og hefur að- eins syndara i þjónustu sinni, ! slekkur ekki það skin, fölskvar ekki Ijómann, sefm skín af erindi | gleðinnar, sem hún flytur, af þeirn hlutlæga veruleika, sem býr í vitnisburði hennar, orði og sakramentum, ekki fremur en arið saurgar sólargeislann.“ Hér er engu við að bæta. — Þegar svo prófessor Sigurbjörn kemur að þeim kafla í Opinber- un Jóhannesar, þá bregður hann upp tveimur litsterkum mynd- um, sem erfitt er aA sniðganga. Kapítuli þessi er um fall hinnar miklu Babýlonar, en Babýlon er hér auðvitað táknmynd. í bók Sigurbjörns er komizt svo að orði: , „Fyrst birtist engill með mik- ! ið vald og jörðin ljómar af dýrð hans. Hann áréttar enn dómsorð- in: Fallin er, fallin er Babýlon- hin mikla. Sá óhreini, viðbjóðs-, legi, djöfullegi andi, sem hefur átt hreiður i henni og vígi og, Framh. á 9. síðu. 4 * y BRIDGEÞ/ITT! II V ♦ * A VIS! S £ Að fjórum umferðum lokn- um í sveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur eru þessar sveitir efstar: st. 1. Sveit Stefáns Guðjohnsen 8 2. — Harðar Þórðarsonar 7 3. — Ásbj. Jónssonar . . 6 4. — Hilmars Guðmundss. 6 Helztu úrslit í fjórðu umferð voru þau, að sveit Halls tapaði fyrir sveit Hilmars. . Einnig vakti það talsverða athygii, að sveit Elínar skyldi hafa 6 stig yfir sveit Harðar í hálfleik, sem sveit Harðar eðlilega vann ríf- lega upp í þeim seinni. Hér er viðburðaríkt spil frá leik Stefáns og Ólafs. Staðan var n-s á hættu og norður gaf: Stefán A K-G-10-9-7-6 V 6-3-2 ♦ K-G-4 A 5 Hjalti A 4 V K-D-10-9-5 ♦ A-D * Á-K-G-9-6 Júlíus A Á-D-8-2 V Á-8-4 ♦ 10-9-7-6-3 * 3 Jóhann A ❖ 5-3 G-7 8-5-2 & D-10-8-7-4-2 f opna salnum opnaði Stefán Hann spilaði tígli og svínaði, á þremur spöðum (þó að það hafi lukkast vel í þetta skipti, enn kom spaði, sem var tromp- aður með ás og spilað hjarta þá vil ég ráðleggja mönnum að heim á ásinn. Út kom tígultía, opna ekki á þremur, á sams- j drepin með gosa og enn spaði, konar spil, í samskonar stöðu), 'sem suður trompaði. Einn nið- Júiíus sagði pass, Jóhann pass, Hjalti 4 lauf (sennilega Fish- bein-convention), Stefán pass og Júlíus 5 tígla, sem urðu lolcasögnin. Ekki er ég frá því, að 4 spaðar hjá Júlíusi hefðu hjálpað Hjalta að finna hjarta- slemmuna, en hinsvegar er' sennilega vont að ná henni eft- ir þriggja-spaða opnunina. Jóhann spilaði úr spaða- fimmi, Stefán lét níuna og Júlíus drap með drottningu. — ur. í lokaða salnum sátu n-s, Ólafur og’ Eiríkur, en a-v Guð- laugur og Kristjá.n. Þar opnaði Kristján í síðustu hendi á einu hjarta, Ólafur sagði einn spaða, Guðlaugur 4 hjörtu, Kristján 4 grönd, Guðlaugur 5 hjörtu, Kristján.5 grönd, GuðlaugUr 6 lauf og Kristján 6 hjörtu, sem urðu lokasögnin. Ólafur spilaði, út lauf-fimmi og Kristján vann auðveldlega sjö. Jens Otto Krag, liinn nýi utanríkisráðherra Danmerkur. . J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.