Vísir - 05.11.1958, Blaðsíða 11

Vísir - 05.11.1958, Blaðsíða 11
I '5tíVít ■•••?;-• * - v Miðvikudaginn 5. nóvember 1958 <*•: w g s: f 1 S I « fffif 11 Martha Albrand: 'a cýVU* i Itfchte Catfa 13 einhverjum til að giftast.“ Hún yppti öxlum. „Og Guy óttast stöðugt, að eitthváð komi fyrir mig, að eg detti og snúi mig um öklann eða verði fyrir bíl. Hvað gat eg annað gert en sagt Bransk sannleikann?“ ,,Það er ekki kurteisi, að tala á tungu, sem einhver viðstaddur skilur ekki til fulls,“ sagði Bransky. ,,Eg sagði þér, að eg mundi tala við hann á ensku. Og ef þú lofar okkur nú ekki að talast við undir tvö augu skal eg halda áfram að tala ensku og svo hratt, að þú skiljir ekki baun.“ En um leið beygði hún sig niður og kyssti gamla manninn á ennið. Bransky stóð upp og flutti sig innar í veitingastofuna, en hann valdi sér sæti þannig, að hann gat séð til þeirra gegnum opnar dymar. „Jæja,“ sagði Fleur. „Eg vona, að þér reiðist ekki yfir hvernig eg varð að haga þessu — þetta var það skársta, sem mér gat dottið í hug. Við getum að minnsta kosti talast við óhindrað." Húri settist, studdi olnbogunum á borðplötuna, og horfði á hann með sigurglampa í augum. Mark opnaði kampavínsflöskuna, fyllti þrjú glös og bað þjón- inn að færa monsjör Bransky eitt þeirra. „Eg hefifræðst talsvert um yður,“ sagði Mark. „Það þykir mér leitt,“ sagði Fleur, „eg hefði miklu :heldur viljað segja yður söguna sjálf, heldur en láta Bransky segja hana.“ Hún lagði frá sér sér matseðilinn. .„Er ekki eitthvað, sem þér viljið —“ „Ekki strax að minnsta kosti. En þér skuluð bara panta eitt- hvað handa sjálfum yður. Þeir hafa hér allskonar lostæta fisk- rétti.“ Hún lyfti glasi sínu og skálaði við gamla kennarann sinn, prakkaraleg á svip. Mark fannst í svip, að hún væri ekki eins þroskuð og hann hafði ályktað. Hann benti þjóninum að fara. „Tuttugu og eins í næsta mánuði.“ ' Sjö árum yngri en hann. Lífsreynd nokkuð og fáguð í fram- komu, og barnslega einlæg. ,,Eg hitti bróður yðar i dag.“ Hún horfði á hann steinhissa. Það var greinilegt, að henni hafði ekki verið sagt frá þessari heimsókn. „Hvernig bar það til — hvers vegna?“ „Eg minntist þess allt í einu, að hann er frægur maður á sínu sviði. Mér flaug í hug, að fá viðtal við hann til birtingar í blaði í Paris, sem eg starfa fyrir. Og — eg var- ekki viss um, að eg mundi geta hitt yöur í dag, og eg eygði þessa leið, í von um að hitta yður, og geta sagt yður það." Voru annars aðeins tvær klukkustundir' síðan Corinne var myrt, — frá því er sejnustu vonir hans um að finr.a Timgad voru að engu orðnar? Hann hratt þessum hugsunum frá sér og horfði á Fleur. Hún hafði kiprað saman augun? „Þér komuð þá bara vegna þess, að þér gátuð ekki frestað því — aðeins kurteisis vegna.“ ,JTei,“ svaraði hann. „Einhvern tíma skal eg segja yður allt af létta um það, sem kom fyrir. En hvers vegna komuð þér?“ „Þér buðuð mér — eða hvað?“ „Segið mér nú alveg eins og er, Fleur,“ sagði hann og setti glas sitt á borðið. „Verið hreinskilinn. Komuð þér — tilbreytingar vegna? í uppreistarhug gegn þeim, sem vilja ráða yfir yður — eða af ævintýralöngun.“ Hendur hennar titruðu dálítið á borðinu, en svo kyrrðust þær. Hendur hennar voru, grannar, fagrar. „Eg kom,“ sagði hún svo hljómlítilli röddu, „vegna þess, að mér fannst það mikilvægast af öllu, að hitta yður.“ Þau horfðu hvort á annað rannsakandi augum. „Þér voruð þá ekki að gera að gamni yðar í morgun, þegar þér sögðuð, að þér hefðuð haldið, að eg ætlaði að biðja yður að flýja með mér?“ „Ekki frekara en þér. Við urðum ástfangin — var ekki svo — og við vorum að reyna að lesa hvort í annars hug.“ „Við urðurn ástfangin,“ endurtók hann í huganum. Ást við fyrstu sýn. Um morguninn hafði hann hugsað um, hvort hann hefði orðið fyrir jafnsterkum áhrif af návist hennar og reynd bar vitni, ef hann hefði ekki verið í hugaræsingu dag hvern um langt skeið. Nú vissi hann, að hún var konan, eina manneskjan í öllum heiminum, sem gæti fært honum sanna lífshamjngju." „Þér þekkið mig ekki.“ Fleur yppti öxlum. „Er það svo nauðsynlegt? Er nokkur elskaður aðeins vegna mannkosta? Virtur, dáður, — ef til vill, en ekki elskaður. Þar að auki — þér þekið mig ekki heldur.“ „Þér hafið líklega rétt fyrir yður,“ sagði hann hugsi, „sönn ást lýsir sér sennilega í því að færa allt til bezta vegar fyrir þann, sem maður elskar, þrátt fyrir alla galla.“ — „Og eg er langt frá því að vera gallalaus. Eg er mislynd til dæmis, stundum löt, hirði ekki allt af um að hafa allt í röð og reglu. Eg er þrá og veiklunduð, stundum, —og svo er eg sjóveik.“ „Eg er eigingjarn,“ sagði Mark. „Stundum finnst mér ekki skipta neinu máli um neitt, nema verkefni, sem eg hefi með hönd- um. Er er stundum óeirinn, óþolinmóöur. Kröfuharður. Geri mikl- ar kröfur — vil njóta lífsins. Viljið þér verða konan mín, Fleur?“ , Hrukka koma í ljós milli augnanna og nú var hún ekki eins ungleg á svipinn, og það vottaði fyrir dráttum í munnvikunum? „Eg sagði yður, að eg ætti til að vera veik fyrir. Eg gæti ekki brugðist langömmu og Guy. Bransky hefur sagt yður hve mikið þau hafa lagt í sölurnar fyrir mig, grunar mig. Eg gæti aldrei tortímt öllum þeirra vonum, nema þér hjálpuðu mér til að —“ Örvæntingin skein úr augum hennar og hann lagði hönd sína á handarbak hennar. „Það er gömul saga,“ sagði hann, „um togstreitu — milli ástar og skyldu. En mundi það tortíma öllum þeirra vonum, ef þér giftust mér. Þér gætuð framast eins fyrir því. Kornið, við skulum aka eitthvað. Við höfum allan daginn og VERZLUNIN 20 ARA Bæjarins mesta og bezta úrval í lífstykkjum undirfötum 03 sokkum Geymið sölunótuna frá deginum í dag. Q Laugavegi 26. £. R. Burroughs - TARZAN - 2755 at the’hisÍÍ pkiestS comjwanp, takzan anp ROPEN WEKE STKAÞPÍpI 'f " TO AM, OWI-MCXS,' BUOOP-STAINÍEI7 ALTAK. 1 " ’ hou' HE EXGLAI.\\EC\ POINTIN& A BOK'y FiNSEK AT TAKZAN. ’VOU SHALL BE THE FIKSTl’ Að skipun æðstaprestsins voru þeir Tarzan og Roden rígbundnir niður á hrylli- legt, blóði atað altari.------ Ludon glotti andstyggilega: „Við skulum nú sjá . , . , UXON SRiNNEP FSJTH— LESSLV *NOW LET ME SEE-WHO SHOU.P I FAVOK- hvem á ég að heiðra með því að verða á undan? — Þú!“ mælti hann síðan og benti beinaberum íingri á Tarzan. „Þú skalt verða á undan!“ 9H - - U met| þrjúkaffinu Franrh. af 3. síðu. ...nýr söngvari að spara sér söngvara og söng sjálfur eitt laganna sinna inn á plötu og fór svo með plöt- una til hins þekkta hljóm- plötufyrirtækis MGM og hugð- ist selja .þeim lagið til útgáfu. Þeir vildu ekki sjá lagið, en réðu Tommy hins vegar á stundinni sem söngvara fyrir hljómplötufyrirtækið. Fyrsta platan hans „It’s all in the game“ „sló í gegn“ og Tommy varð frægur. Nú er beðið eft- ir því, að þeir hjá MGM leyfi honum að syngja inn á plötu lag, sem hann sjálfur hefur samið. Annars höfðu fleiri sungið þetta lag inn á plötur, og þær náðu ekki að verða vinsælar, svo sem Nat King Cole. Og að endingu má smá upplýsingar um þetta vinsæla lag. Það er hvorki meira né minna en 46 ára gamalt, var samið 1912 af hjálpræðishers- foringja. Já, það skeður margt ótrúlegt í heimi dægurlag- anna. ...hlær hver? Bogason í Mánudagsblaðinu, sem eyddi í þetta sem næst hálfri blaðsíðu og tætti þýð- inguna svo í sundur með dæm- um úr leikritinu á frummál- inu og síðan íslenzku þýðing- unni, að það er hreint „kóme- díuspil“ að lesa um hvað vesa- lings Bjarna Benediktssyni frá Hofteigi, blaðamanni við Þjóð- viljan, hefur herfilega mistek- izt kómedíuþýðingin. Hér fer svo á eftir aðeins örlítið brot af því, sem Agnar sagði um þýðinguna: „Yfir allri þessari þýðingu er slíkur drullusokksbragur, að hún er ekki einungis móðgun við höf- unda, áhorfendur, leikara og leikstjóra, heldur og íslenzkt mál og orðsnilld“. Daginn eftir að þessi skrif Agnars birtust, rakst kunningi okkar inn og sagðist vera Agn- ari sammála, hann hefði sjálf- ur verið á frumsýningunni og hann sagði, að sér hefði fund- izt hálfgerð óþverralykt af þýðingunni, hvort BB hefði kannske þýtt leikritið með rófunni eða nágrenni? Og í einfeldni okkar bætt- um við aftan við: „Mundi þetta nú ekki lagast hjá hon-. um, ef hann þýddi næsta leik- rit með hnéskelinni. Ellegar litlu tánni?“ essg. Pappírspokar allar stærðir — brúnir úr kraftpapþír. — Ódýrari en erlendir pokar. Pappírspokagerði?! Sími 12870.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.