Vísir - 06.11.1958, Blaðsíða 8

Vísir - 06.11.1958, Blaðsíða 8
;ert bU8 n édýrara f áskrlft em Víslr. LátiS kanm tora j8nr fráttlr •{ mmmaS Sestrarefnl keins — án fyrirhafnar if jrBar kálfn. i Síml 1-18-66. VXSIR. Fimmtudaginn 6. nóvember 195S M«»uið. a8 þetr, sem gerast áskrifendmr Vísis ettir 10. hvers mánaðar, fá blaSiS ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. 'I Utanríkisstefna Bandaríkfanna óbreytt þrátt fyrir ósigurinn, on Eisenhower býst vii harðri baráttu um fjárframlög vegna útgjalda ríkisins. Persónulegar vinsældir Eisen- howers sömu ádur. Staða flokkanna í Bandaríkjunum á þingi, samkvæmt fregn- xim í morgun, var þessi: í öldungadeild: Demokratar 62 þing- sæti, republikanar 34, en í Alaska verður kosið í tvö þingsæti síðar í mánuðinum. Samtals 98. Fulltrúadeildin: Demokratar 283, republikanar 152, 3 sæti óviss. Hafa demokratar bætt við sig 13 sætum í öldungadeildinni, en 47 í fulltrúardeildinni. — IJrslit kosninganna um fylkisstjóra urðu þau, að demokratar hafa nú 4 fleiri en síðast, alls 34, républikanar 14. — Fylkis- stjóri í Alaska verður kosinn 25. nóv. Alls 49. Eisenhower forseti sagði við f réttamenn í gær, að engin breyt ing yrði á utanríkisstefnu Banda rikjanna. Hann kvað ekki mundu verða komizt hjá þvi, að draga úr erlendri aðstoð, en allt slíkt yrði að athugast gaumgæfilega með tilliti til þjóðaröryggis. Hann bjóst við baráttu milli sín og þiiigmeirihlutans um fjár- framlög til þess að standa straum af útgjöldum ríkisins. Fréttamenn eru þeirrar skoðun- ar, að það muni reynast erfitt fyrir forsetann að koma ýmsum lögum gegnum þingið, og þeir búast við erfiðleikum, að því er varðar afgreiðslu fjárlaga. Truman græddi á andspyrnu. 1 einni fregn er bent á, að Truman hafi á sínum tíma átt í erfiðleikum, vegna þess að hann hafði ekki meirihluta á þingi, en það var fyrir hinn óvænta, mikla kosningasigur hans, en hann hafði getað notað sér það vel, að kenna andstæðingunum um, margt, sem miður fór, þar sem þeir hefðu gert sér eins erfitt fyr ir og þeir gátu. Bent er á, að e. t. v. gæti republikanar hagnast með sama hætti, en sá er mun- urinn þó að Eisenhower verður ekki í kjöri, en auk þess ætla menn ekki, að demókratar muni gefa slíkan höggstað á sér, og að því er þjóðarhagsmuni varð- ar út á við, muni þeir standa með forsetanum. Sern þjóðarleiðtogi, segja fréttamenn og blöð, að Eisen- hower hafi beðið mikinn álits- hnekki, en persónulega sé hann jafn vinsæll og fyrr. Það, sem miklu olli um, að þeir sem sner- ust til fylgis við hann áður auk republikana, greiddu nú atkvæði með demókrötum, hefði ver- ið vegna afleiðingar aftur- kippsins i atvinnulífinu og við- skiptalífinu að undanförau hafa reynzt meiri á úrslit kosning- anna, en ætla mátti, svo og, að bændur í miðvesturfylkjunum eru óánægðir með stjórn land- búnaðarmálanna. Flóð á Indlandi. Flóð mikil eru í Godavari- fljóti á Indlandi, svo að inikill fjöldi manna er í hættu. Fljót þetta rennur um Andra- fylki, og búa um tvær milljónir manna á bökkum þess. Flóðin eru hinsvegar svo mikil, að tvær borgir, sem eru langt frá fljótinu og standa á hálfgerðri eyðimörku, eru umflotnar. Mun minni úrkonta við Sog í ár en í meðalári. Þörf 500 mm. úrkomu til viðbótar til að tryggja orkuframleiðsluna. I lok októbérmánaðar, var’, Enda þótt úrkoma hafi verið úrkomumagnið við stöðina við mun minni en í fyrra, er rennsli Ljósafoss í Sogi orðið 985 mm., í Soginu yfir meðallagi. Það er 110 teningsmetrar á sek- i | frá áramótum og er það nokkuð nú úndu, en þarf að vera 100 tenm. á sek., til þess að rafmagns- undir meðallagi. Vísir hefir aflað sér upplýs- inga hjá Ingólfi Ágústssyni framleiðslan geti gengið með verkfræðingi um vatnsborð íjeðlilgum hætti. Þegar rennsl- Þingvallavatni og rennsli í Sogi ið var minnst í sumar, en það með tilliti til raforkufram- leiðslunnar þar eystra. Gaf Ing- ólfur blaðinu þær upplýsingar, sem getið er hér að ofan og ýmsar fleiri, sem fara hér á eftir. Meðalúrkoma fyrstu tíu mán- uði ársins þar fyrir austan er 1267, og skakkar því yfir 280 mm. Bætti októbermánuður mjög úr, því að í þeim mánuði rigndi sem næst 265 mm. þar eystra, en meðalúrkoma októ- bermánaðar er annars 197 mm. Nytt liásk.ólabíó Hagatorg I’ÍS við á næsta ári. MMyrjunarfrutnkvœntdir hafnar. llásið á að ráma ÍOOO maiins í sæti og verðnr jaíiifraini liljomleikaliöll. Framkvæmir voru hafnar í haust við að reisa nýtt og ný- tískulegt kvikmyndahús ryrir háskólann og verður það jafn- framt hljómleikahöll. Eins og kunnugt er hefur lengi verið á dagskrá að reisa nýtt kvikmyndahús í stað Tjarnarbíós, og hefur nú verið hafist handa um framkvæmdir við hið nýja háskólabíó, sem verður við fyrirhugað Haga- torg á Melunum. Samkvæmt upplýsingum, IMý símaskrá undir- búin. Símanotendur hér 17.500, og 1-2 þús. á biðlista. Eins og lesendum Vísis er kunnugt er ný símaskrá í und- irbúningi og er hún væntanleg næsta vor. Að því er blaðið liefur heyrt mun til athugunar, að liún verði prentuð. Talsímanotendur í Reykja- vík eru nú 17.500. Aðfaranótt 7. júlí 1957 var nýja sjálfvirka viðbótin við bæjarsímakerfið tekin í notkun og fjölgaði þá númerum úr 10.000 í 16.000. Gekk þá ný símaskrá í gildi. Nýbúið er að ljúka stækkun Grensásstöðvarinnar upp í 4500 númer. Einnig hefur verið fjölgað í Hafnarfirði um 1000 númer, Eins og sakir standa mun vanta 1000—2000 númer til þess að unnt sé að fullnægja eftir- spurn. Enn eru um 1000 notendur á austursvæðinu með sín gömlu númer og er smám saman verið að tengja þau Grensásstöðinni. Meðan slík tilfærsla á sér stað er leitast við, unz nýja síma- skráin kemur, að girða fyrir rugling, með því að veita upp- lýsingar frá stöðinni. Þegar hringt er í gamalt númer, eru gefnar upplýsingar frá gæzlu- borði, og menn beðnir að skrifa hjá sér nýja númerið. sem blaðið hefur fengið hjá dr. Alexander Jóhannessyni, for- manni byggingarnefndar, fékkst fjárfestingarleyfi að upphæð 500 þús. kr. til byrjun- arframkvæmda. Hið nýja kvik- myndahús verður staðsett milli Búnaðarfélagshússins og Nes- kirkju en nokkru sunnar, við fyrrnefnt, fyrirhugað torg. Að undanförnu hefir verið grafið þarna fyrir grunni þess og allt unnið með ýtum. Jarðvegur reyndist ágætur til graftar og þetta hefur því orðið tiltölulega ódýrt miðað við allan kostnað við slík verk nú. Næsta vor er svo vonast til, að unnt verði að taka til óspilltra málanna. Byggingin verður 1650 ferm. og öll á einum fleti, engar sval- ir, og í alla staði mjög nýtízku- leg bygging. Þarna eiga að rúmast 1000 manns í sæti. Gengið verður frá henni þann- ig, að fullnægt verður hljóm- burðarskilyrðum, þar sem ætl- unin er að byggingin verði einnig notuð til hljómleikahalds Þetta verður gert með tilfærslu sérstakra veggfleka, og þarf ekki nema að þrýsta á hnapp til þess að færa þá til. Með í ráðum hefir verið danskur sér- fræðingur, dr. Jordan, sem kom hingað á vegum Ríkisút- varpsins, vegna innréttingar hljómleikasals þess í nýju bygg ingunni, þar sem það hefir tekið húsnæði á leigu. Þótti gott að geta notað tækifærið, sem bauðst vegna dvalar þessa sér- fræðings, og fá leiðbeiningar frá honum. Haldist tíð góð er von um, að hægt verði að steypa grunninn í haust. Stjórn Tjarnarbíós skipa: Gylfi Þ. Gíslason ráðherra og Ólafur Jóhannesson prófessor, auk dr. Alexanders, en þeir eiga allir sæti í bygginganefnd- inni, og auk þeirra rektor Há- skólans, Þorkell Jóhannesson prófessor og Finnbogi R. Valdi- marsson prófessor. Með í ráð- um er svo auk fyrrnefndra manna Friðfinnur Ólafsson bióstjóri. var í lok ágústmánaðar, nam það 82 teningsmetrum á sek- úndu. Siðan hefir vatnsborð Þingvallavatns hækkað um-30 sentimetra, er komið upp í 102.4 metra yfir sjávarmál. Ingólfur Ágústsson gat þess einnig, að helzt þyrfti úrkoman þar eystra að verða um 500 mm. fram að áramótum, svo að fyrir safnaðist nægt vatnsmagn til þess að endast til vorleysinga, miðað við að allt annað verði eðlilegt og vetur frekar kaldur. Loks skýrði hann svo frá, að úrkomumagnið við Elliðaár- stöðina hefði mælzt 132 milli- metrar í síðasta mánuði, og kæmi það heim við fyrri reynslu, að venjulega rigndi tvöfalt meira við Sog en hér fyrir sunnan. Sovétlist sýnd hér. 1 dag- verður opnuð sýning á listaverkum frá Sovétríkjunum í bygffingu þjóðnxinjasafnsins. Gylfi Þ. Gíslason menntamála- ráðherra mun opna sýninguna en viðstaddir munu verða for- seti íslands, sendiherra Sovét- rikjanna og fleiri. Tveir sovézkir listfræðingar komu hingað til að koma myndunum fyrir. Siðan mun ætlunin að senda íslenzk listaverk til Sovétrikjanna. Framtíð Bagdadbandalags í nokkurri óvissu. Fundur hermálanefndar þess í Bangkok. Hernaðarnefnd Bagdadbanda- lagsins er komin saman til fundar í Ankara, liöfuðborg Tyrklands. Brezk blöð ræða mikilvægi þessa fundar og horfurnar um framtíðarstarf bandalagsins, þar sem Irak ei- ekki lengur traust- ur hlekkur i því, eins og það áð- ur var talið . Blaðið Western Mail, íhaldsblað, segir allt undir því komið, að arabisku löndin þrjú, Tyrkland, Iran og Pakist- an búi áfram við sterkar ríkis- stjórnir, en telur mest undir Tyi'klandi komið, það sé stjórn- málalega sterkt og hernaðarlega einnig, — hafi þriðja öflugasta landherinn. Blaðið hvetur til aukins efna- hagslegs stuðnings við Tyrkland, en efnahagserfiðleikar séu nokkrir. í þessu blaði og fleirum kem- ur fram sú skoðun, að bandalag- ið hafi veikzt mjög eftir bylting- una í Irak, og talsverð óvissa um framtíð þess. Fimmta umferð í Haustmóti TR. Fimmta umferð í liaustinóti Taflfélagsins var tefld í gær- kvöldi. Þrem skákum varð lokið. —• Reimar Sigurðsson vann Hauk Sveinsson Ágúst Ingimundar- son vann Eið Gunnarsson og Jón Pálsson vann Braga Þor- bergsson. Aðrar skákir fóru í bið og verða biðskákirnar tefld- ar annað kvöld í Grófinni 1. Sjötta umferð verður tefld nk. mánudagskvöld í Breið- firðingabúð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.