Vísir - 06.11.1958, Blaðsíða 4

Vísir - 06.11.1958, Blaðsíða 4
4 VtSIB Fimmtudaginn 6. nóvember 1958 D A G B L A Ð TWr kemur út 300 daga á árl, ýmist 8 eða 12 blatJsíCur. Bltstjórl og ábyrgðaimaður: Hersteinn Pálsson. /Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. MMMniankrifstofur blaðslns eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuSi, kr. 2.00 ->intakiS í lausasölu. Félagsprentsmiðjan hJ. A$ sprengja eða ekki. Fyrir nokkrum dögum komu fulltrúar frá stóveldunum saman í Genve í Sviss til að ræða um mál málanna á vettvangi alþjóðamála og þó einkum áróðurs — bann við kjarnorkutilraunum. Það mál hefir verið dæmalaust mikið þvælt á síðustu mán- uðum og árum, því að ekk- ert atriði af þeim mörgu, sem valda deilum milli stór- þjóðanna, hefir verið notað , til eins gegndarlauss áróðurs og einmitt kjarnorkutilraun- irnar. Hafa kommúnistar sérstaklega verið svo ákafir, að áróður þeirra hefir hvað eftir annað snúizt gegn þeim sjálfum. Ef þess skemmst að minnast að að einn helzti áróðursmaður þeirra, Zorin, varð fyrir fá- einum dögum að leiðrétta ræðu sem hann hafði hald- ið aðeins sólarhring áður. f blindum ákafa sínum hafði hann ekki áttað sig á því, að hann gekk of langt, mönnum leyfðist skyndilega að kynn- ! ast hugsunarhætti komm- únista eins og hann er 'í raun og veru. Hann gerði þeim greiða, sem sízt skyldi með þessu, en hann skýrði líka málin fyrir mörgum, er hafa áður talið, að skjöldur kommúnista væri hreinn að þessu leyti, hvað sem öllu öðru liði. Eins og stendur virðist það ekki aðalatriði, hvort gert verð- ur í fyrstu samkomulag um, að tilraunum verði hætt í eitt ár, ef það verður jafnan endurnýjað, eða hvort til- raunirnar verða bannaðar í eitt skipti fyrir öll. Aðal- atriðið er að sjálfsögðu, að hægt verði að fylgjast með' því og ganga úr skugga um það, að gert samkomulag ' verði haldið. Fram að þessu hefir alltaf strandað á því, að kommúnistar hafa ekki viljað neitt eftirlit í þeim efnum. Skyldi það vera af því, að þeir vilja geta haldið tilraunum áfram, ef það er unnt á laun? Sam- kvæmt venjulegum móral þeirra er ekki ósennilegt, að þeir hugsi þannig. Togarakaup ríkfsstjórnarinnar: Enginn tngari keyptur ug ekkert lán fengik. Fyrirspurn Magnúsar Jónssonar alþm. í Sameinuðu Alþingi í gær. „Utanstefnur viljum vér... // Einhver frægasta setning úr íslands sögu er þessi: „Utan- stefnum viljum vér engar hafa,“ og menn hafa oft tekið hana sér í munn á síð- ari árum. Þeir, sem einna oftast hafa notað hana —• eða öllu heldur misnotað — eru kommúnistar, sem telja sig eina þjóðholla íslend- inga með einskonar patent eða leyfisbréf upp á slíkt upp á vasann. Þó eru það einmitt foringjar þeirra, sem mest eru gefnir fyrir utanstefnur, því að á hverju ári fara fleiri en einn úr þeirra hópi austur til Moskvu til nokkurrar dval- ar. Enginn gerir ráð fyrir, að þeir fari þangað til að hlýða á fuglasöng enda þótt þeir leggi við hlustirnar, en þeirra utanstefnur eru ein- mitt af því tagi, sem um var rætt forðum. Fyrir fáeinum dögum var lokið þingi kommúnistaflokksins danska. Honum var gert svo hátt undir höfði, að þingið sótti einn af helztu foringj- unum í Moskvu. Ekki mátti gera minna til að kenna dönskum kommúnistum mannasiði en senda einn úr sjálfri miðstjórninni í Moskvu. Þetta virðist benda til þess, að eitthvað mikið hafi legið við, enda féll for- ingi danskra kommúnista fyrir áhlaupinu úr austri. Sendimanns er ekki þörf. En rússneskir kommúnistar þurfa ekki að senda neinn mann á fund eða þing ís- lenzkra kommúnista. Þvert á móti, því að þeir hafa ekki við að taka á móti „frjáls- ræðishetjunum góðu“, sem reyna að færa íslendingum sönnur á, hvernig bezt og réttast sé að hugsa. f’etta er hin mesta móðgun við íslenzka kommúnista. Þeir eru settir skör lægri en Dan- ir, enda þótt þeim hafi tek- izt að afla enn meira fylgis í gær bar Magnús Jónsson alþm. fram fyrirspurn í Sam-| einuðu alþingi út af togara-! kaupum ríkisstjórnarinnar, en' eitt af helztu atriðum í mál- efnasamningi stjórnarflokkanna eftir síðustu kosningar og jafn- framt loforð ríkisstjórnarinnar, eftir myndun hennar, var kaup á.15 nýjum togurum til lands- ins. Frumvarp var borið fram af hálfu ríkisstjórnarinnar um heimild til þessara togarakaupa á alþingi 1956, og þá lögð á það áherzla að málinu yrði hraðað svo unnt væri að hefjast handa. Siðan hafi ekkert frétzt úr stjórnarherbúðunum um þetta mál og enginn togari enn kom- inn til landsins. Stjórnarblöðin hafi að visu birt ósamhljóða fregnir um þetta mál og stund- um skæting hvort í annars garð, en ekkert af því sem þau hafi birt jákvætt um málið hafi stað- izt. Nú væru menn orðnir lang- eygðir eftir togurunum og eftir efndunum af gefnum loforðum ríkisstjórnarinnar. Fyrir þá sök kvaðst hann bera fram eftirfar- andi fyrirspurnir: Hvað líður smíði þeirra 15 togara, sem ríkisstjórninni var heimilað að láta smíða, með lögum nr. 94 1956? Hafa lán verið fengin til þess ara skipakaupa og þá hve há og hvar? Lúðvík Jósefsson sjávarút- vegsmálaráðherra varð fyrir svörum af hálfu ríkisstjórnar- innar. Játaði hann fyrir þing- heimi að ekki hefði tekizt að fá lántil togarakaupanna ennþá og því ekki verið unnt að semja um kaup né smíði á þeim. Hann gat þess að hugmyndin hfi ver- ið sú að láta skipasmíðastöðv- arnar, sem önnuðust smíði tog- aranna útvega lán. Snemma á þessu ári var send út sérstök samninganefnd, enda lágu þá einhver lánstilboð fyrir hendi til kaupa á 8 togurum, en samn- ingaumleitanir hefðu farið út um þúfur og enn stæði því allt við hið sama. Það síðasta sem gerzt hafi í málinu væri það, að aðalbankastjóra Seðlabankans hafi verið falið að reyna lánsút- vegun og að því hafi verið unn- ið síðustu dagana. Ef þær til- raunir bæru ekki árangur kvaðst ráðherrann krefjast ann- arra ráðstafana í máli þessu. Þá ^ gat ráðherrann þess enn frem-| ur, að ríkisstjórnin hafi samið, um kaup á 12 minni togskipum. I Væri smíði þeirra senn lokið og það fyrsta afhent 10. þ. m. Auk frummælanda og sjávar- útvegsmálaráðherra tók Sigurð- ur Bjarnason alþm. til máls og bar m. a. fram eftirfarandi fyr- irspurnir til sjávarútvegsmála- ráðherra: 1. Hvort munu togararnir ó- dýrari nú eða fyrir 2 árum? 2. Hve mikið hækka togar- arnir vegna hins nýja 55% yf- irfærslugjalds? 3. Hve mikið kostar hvert þeirra tólf togskipa, sem smíð- uð hafa verið í Austur-Þýzka- landi? Játaði ráðherra, að verð skip- anna hækkaði verulega til kaup- enda vegna yfirfærslugjaldsins og myndu litlu togskipin kosta hátt á 6. milljón króna nú með yfirfærslugjaldinu. Hins vegar hafi verð á skipum erlendis far- ið lækkandi. Kvæðasafn Magniísar Ásgeirs- sonar kemur út í dag. en danskir skoðanabræður þeirra. Maður skyldi ætla, að þeir væru heiðraðir ár- lega með heimsóknum frá æðri stöðum. En það er öðru nær. Þeir verða að koma til að sækja þá línu, sem þeim er ætlað að fylgja. Þeir njóta ekki einu sinni þeirrar þjónustu, gem þykir sjálfsögð í viðskiptum i flestum löndum og tilkynnt er í auglýsingum með tveim orðum: „Sækjum — send- Á um!“ Helgafell sendir í dag á mark- aðinn kvæðasafn Magnúsar Ás- geirssonar. Hér er um að ræða helminginn af heildarútgáfu á kvæðum Magnúsar, frumsömd- um og þýddum, og mun mörg- um þykja það forvitnilegt, að hér birtast nokkur fruriisamin kvæði, sem ekki liafa sézt á prenti áður. Síðari helmingur safnsins kemur út á næsta ári. Annars vita það allir hinir mörgu aðdáenda Magnúsar, að það eru ekki einkum hin frumsömdu kvæði hans, sem halda munu nafni hans á lofti, heldur fyrst og fremst Ijóðaþýð- ingar hans. Og reyndar er það svo um-suma úr þessum hópi, að þejr muna varla eftir þ'ví, að til væri frumsamin kvæðabók 'eftir Magnús. En Ijóðaþýðingar hans eru að flestra dómi hið bezta af því tagi, sem íslenzka þjóðin hefur eignazt, og I,ka fjölbreytt- asta safn þýddra ljóða, sem eftir einn mann liggur. Fyrsta bók Magnúsar, frum- sömdu ljóðin, Síðkveld, kom út 1923. Síðan liðu íimm ár, unz fyrstu þýddu Ijóðin birtust í bók, en þau komu siðan í heftum undir nafninu „Þýdd ljóð“, að undantekinni einni bók þýðinga, sem kallaðist „Meðan sprengj- urnar falla‘“. Tómas Guðmundsson býr býr kvæðasafnið til prentunar og segir í formála, að Magnús hafi sjálfur ákveðið fyrir löngu að ráðast í það verk sjálfur. Nokkuð mun röð kvæðanna verða breýtt frá því er var í fyrstu útgáfu, og er von til, að Tómas geri það samkvæmt á- formum Magnúsar sjálfs, en þeir miklir vinir og samverkamenn í ritstjórn um nokkur ár. Að lokum skal hér birt eitt er- indi úr ljóðinu „Det borde varit stjárnor" eftir Gustaf Fröding, á frummálinu og í þýðingu Magn- úsar: I skimret om din panna var sorgen och musiken, mcn frusen. besviken av toner, din visa. pá lápparne lág. Din váxt var full gratie, men aldrig fick den följa Útflutningur lirossa. Eitt er það mál, sem talsvert hefur verið rætt í blöðum, sem jafnvel börnin og unglingarnir hafa skapað sér skoðun um, en það er útflutningur hrossa. Berg mál fékk fyrir nokkru bréf frá unglingi um þetta mál, og fer það hér á eftir: „Nú er orðið allmikið um út- flutning hrossa til Þýzkalands og einnig hefur eitthvað af hest- um verið flutt til Skotlands. Áð- Ur voru hestar fluttir til Dan- merkur og Bretlands, og þar not- aðir i námum, og áttu vist mis- jafna ævi. Sem betur hefur hrossaútflutningurinn legið niðri um hríð, en nú er farið að flytja út hross aftur. Eg sá í blaði, að 31. október voru flutt út 300 hross. Þótti mér það há talaf alltof há. Stjörnótti klárinn. Þá sá ég í Morgunbl. mynd af stjörnóttum klár, sem verið var að teyma út í dallinn, og undir myndinni stóð: Stjarni leggur upp í sjóferð. Varð mér á að hugsa: Aumingja klárinn, en það sá ég á myndinni, að ekki var Stjarni ánægður yfir óskun- um. Reyndar vorkenni ég öllum hrossunum, sem út eru flutt. Stúlkan og foldaldið. Eg sá í sumar mynd í blaði af þýzkri stelpu, sem er að leika sér með folald, og var það mýlt. Var hún að æfa það í hindrunar- hlaupi og var brosandi út undir eyru, en ég fann til með folald- inu, því að sjá mátti á myndinni, að það var grindhorað. Ef nú hefði verið settur múll á stúlk- una og folaldinu verað lofað að skemmta sér, er hún var æfð í hindrunarhlaupi. Ætli hún hefði þá brosað út undir eyru af kæti? Eg vil banna allan útflutning hésta, og veit ég um fleiri á mín- um aldri, sem það vilja, en við eigum að fara betur með hest- ana okkar. — Hestavinur (14 ára) sitt vásen att bölja med frigjort behag i var linje- vág. Þér hvíldu sorg og söngvar í bjarma um brúnavikin, er bundin og svikin af tónum lá vísan á vörum þér hljóð. Þú áttir vöxt sem gyðja, en aldrei mátti hann fylgja sínu eðli og sig bylgja í mjúklínum frjálsum sem fall- andi í óð. Athugasemd. 1 sambandi við fréttir dag- blaðanna um kauphækkun tog- arasjómanna, er rétt að benda á eftirfarandi: Sagt er að togarasjómenn hafi fengið 22% kauphækkun. En sú hækkun kemur aðeins á fasta- kaup, ekki á aflahlut, sem er svo til óbreyttur. Aflahlutur nemur hinsvegar um og yfir helmingi launa tog- arasjómanna. Er því raunVeru- leg hækkun á kaupi þeirra 9— 11% eftir aflabrögðum. Þá ber að benda á það, að þeg- ar samið var við togarasjómenn í júní s.l. fengu þeir eingöngu lögboðnar hækkanir (þ. e. 5% aug lífsyrissjóð), en siðnn bafa flest stéttarfélög önnur fengið allmiklar kjarabætur umfram þær er lögboðnar voru. Fél. ísl. botnvörpskipáelgenda.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.