Vísir - 13.11.1958, Blaðsíða 2
2
VÍSIR
Fimmtudaginn 13. nóvember 195S
#
Æœjatfoétti?
Úívarpið í kvöld.
Kl. 20.00 Fréttir. — 20.30
Erindi: Kandídat á ' vestur-
vegum. (Páll Kolka héraðs-
læknir). — 21.05 Tónleikar
(plötur). — 21.30 Útvarps-
sagan: „Útnesjamenn“; X.
(Síra Jón Thorarensen). —
22.00 Fréttir og veðurfregnir
— 22.10 Kvöldsagan: „Föð-
urást“, eftir Selmu Lager-
löf; XII. (Þórunn Elfa
Magnúsdóttir rithöfundur).
— 22.30 Hljómleikar sam-
einuðu þjóðanan 24. okt. sl.,
fluttir af segulböndum. —
Dagskrárlok kl. 23.40.
Trúlofun.
Nýlega hafa opinberað trú-
lofun sína ungfrú Unnur
Ólafsdóttir, Nesvegi 64, og
Sigurður Jónsson, Höskulds-
stöðum, Breiðdal.
Sá misskilningur
hefir komið fram í nokkrum
af blöðum bæjarins, að um-
ferðarnefnd hafi samþykkt
að banna allar stöður bif-
reiða á Kirkjutorgi og fjar-
lægja stöðumæla þá, sem þar
voru teknir í notkun fyrir
skömmu. — Hið rétta er, að
umferðarnefnd hefir lagt til,
að bifreiðastöður verði bann-
aðar meðfram gangstéttinni
hjá Dómkirkjunni á torginu
norðanverðu. — Bifreiða-
stöður verða eftir sem áður
leyfðar á torginu sunnan
verðu og stöðumælar þar
ættu m. a. að auðvelda
kirkjugestum að fá stæði
fyrir bifreiðar sínar, (Frá
Umferðarnefnd Reykjavík-
ur). i i - f
Eimskip.
Dettifoss fór frá Swine-
múnde í gær til Rvk. Fjall-
foss fór frá Rotterdam í gær
til Antwerpen, Hull og Rvk.
Goðafoss fer frá New York
18. nóv. til Rvk. Gúllfoss
. fór frá K.höfn í gær . til
Leith og Rvk. Lagarfoss fór
frá Siglufirði í gær til Akur-
KROSSGATA NR. 3658.
Lárétt: 1 Evrópumenn, 5 reið,
7 um tölu, 8 ósamstæðir, 9
samhljóðar, 11 kona, 13 lægð,
15 spíri, 16 bökuðu, 18 í við-
skiptum, 19 svalla.
Lóðrétt: 1 nafn, 2 hey, 3 fisk-
ur, 4 frumefni, 6 býlinu, 8 bær,
10 gælunafn, 12 lík, 14 þrír
eins, 17 ósamstæðir.
Lausn á krossgátu nr. 3657.
Lárétt: 1 hryssa, 5 kór, 7 11,
8 at, 9 tá, 11 illt, 13 urg, 15 Ali
16 gaum, 18 sl, 19 ármir.
Lóðrétt: 1 höstuga, 2 yki, 3
sóli, 4 SR, 6 Attila, 8 aUs, 10
áfcar, 12 la, 14 gum, 17 nú.
eyrar; fer þaðan til Ham-
borgar, Leningrad og Ham-
ina. Reykjafoss kom til Rvk.
í fyrradag frá Hull. Selfoss
fer væntanlega frá Álaborg
um næstu helgi til K.hafnar,
Hamborgar og Rvk, Trölla-
foss kom til Ventspils í
fyrradag; fer þaðan til Len-
ingrad og Hamina. Tungu-
foss fór frá Rvk. í gær til
Gufuness.
Skipadeild S.Í.S.
Hvassafell fór frá Siglufirði
10. þ. m. áleiðis til Finn-
lands. Arnarfell fer vænt-
anlega frá Sölvesborg 17. þ.
m. til Leningrad og Vent-
spils. Jökulfell lestar á Vest
fjörðum. Dísarfell losar á
Austfjörðum. Litlafell losar
á Vestfjörðum. Helgafell er
í Leningrad. Hamrafell fór
frá Rvk. 5. þ. m. áleiðis til
Batumi. Tusken fór 8. þ. m.
frá Genova áleiði stil Rvk.
Ríkiskip.
Hekla kom til Rvk. í gær að
vestan úr hringferð. Esja fer
frá Akureyri í dag á vestur-
leið. Herðubreið kom til
Rvk. í gær frá AUstfjörðum.
Skjaldbreið kom til Rvk. í
gær frá Breiðafjarðarhöfn-
um. Þyrill var væntanlegur
til Rvk. í morgun frá
Vestm.eyjum og Þorláks-
höfn. Skaftfellingur fer frá
Rvk. á morgun til Vestm,-
eyja.
•
Eimskipafél. Rvk,
Katla lestar síld á Norður-
landshöfnum. Askja er vænt
anleg til Kingston á morgun.
Veðrlð;
Horfur: Hvass SA og rign-
ing fram eftir degi, en síð-
an hvass SV og skúrir. All-
hvass norðan eða norðvestan
í nótt og 1—3 stiga frost. —
í morgun var SSA 5 í Rvík
og 3 st. hiti. — Mest frost á
landinu í Möðrudal 8 stig, en
yfirleitt frostlaust á lág-
lendi .
Loftleiðir:
Saga er væntanleg til Reykja
víkur frá Hamborg, Kaup-
mannahöfn og Oslo kl. 18.30.
Fer síðan til New York kl.
20. —
Útdráttur
úr 19. gr. lögrglusamþykkt-
ar Reykjavíkur. — Ungling-
um innan 16 ára er óheimill
aðgangur að almennum
knattborðsstofum, dansstöð-
um og drykkjustofum. Þeim
er óheimill aðgangur að al-
mennum kaffistofum eftir
kl. 20 nema í fylgd með
fullorðnum, sem bera ábyrgð
á þeim. Eigendum og um-
sjónarmönnum þessara
stofnana ber að sjá um, að
unglingar fái þar ekki að-
gang né hafist þar við. —
Börn yngri en 12 ára mega
ekki vera á almannafæri
seinna en kl. 20 á tímabilinu
frá 1. október til 1. maí og
ekki seinna en kl. 22 frá 1.
maí til 1. október, nema í
fylgd með fullorðnum. —
Börn frá 12—14 ára mega
ekki vera á almannafæri
seinna en kl. 22 á tímabilinu
frá 1. október til -1. maí og
ekki seinna en kl. 23 frá 1.
maí til 1. október, nema í
fylgd með fullorðnum. —
Þegar sérstaklega stendur á,
getur bæjarstjórnin sett til
bráðabirgða strangari reglur
um útivist barna allt að 16
1 ára. — Foreldrar og hús-
bændur barnanna skulu, að
viðlögðum sektum, sjá úm
Frægir hijómietkar fluttir
í útvarpinu.
að ákvæðum
fyigt.
þessum sé
Trípáiíhíó:
MæturSif í Piplle.
Þegar sýnd er kvikmynd með
ofannefndu nafni munu margir
ætla, að hér-sé á ferðinni ein
af þessum hvimleiðu nektar-
myndum frá París (Pigalle er
nefnilega alræmt hverfi þar),
en þótt ekki sé gengið fram hjá
slíku í myndinni, og flestir
verði fljótt leiðir á slíkum at-
riðum, hefur myndin talsverða
kosti. Þetta er spennandi saka-
piálamynd og vel leikin, og má
þar helzt nefna Claudine Dup-
uis, sem leikur Arlette eða La
Mome Pigalle. Hún hefur bæði
fegurð og leikhæfileika til að
bera. Apache-dansinn er á-
gætur. — Að sjálfsögðu er
þetta ekki niynd, sem hentar
unglingum.
Sextugur
er í dag Magnús Vernharðs-
son, starfsmaður hjá Eim- (
skip. Magnús býr að Faxa-
skjóli 18.
Farsóttir
í Reykjavík vikuna 19.—25.
október 1958 samkv. skýrsl-
úm 22 (19) starfandi lækna.
Hálsbólga 24 (14). Kvefsótt
73 (56). Gigtsótt 1 (1). Iðra-
kvef 32 (23). Inflúenza 2
(1). Mislingar 27 (11).
Hvotsótt 3 (2).. Kveflugna-
bólga 3 (4). Heilahimnu-
2 (1). Virus infekt
bólga
1 (0).
(Frá borgarlækni).
——•——
I kvöld (fimmtudag, 20.
nóv.), kl. 22.30, útýarpar Ríkis-
útvarpið hljómleikum þeim,
sem haldnir voru í tilefni 13
ára afmælis Sameinuðu þjóð-
anna, hinn 24. október s.l.
Hljómleikarnir hófust með
því, að hinn heimsfrægi
sþænski selloléikari, Páblo
Casals, lék sónötú eftir Bach í
sal allsherjarþingsins í aðal-
bækistöðvum Sameinuðu þjóð-
anna í New York. Síðan lék
Bostonsinfóniuhljómsveitin
sinfónur eftir Hónegger og
Brahms. í París léku Bsuida-
ríkjamaðurinn Yehudi Ménuhih
og Rússinn David Oistrakh
fiðludúett eftir Bach. Því næst
lék Indverjinn Rávi Shankar á
sítar (strengjahljóðfæri), og
loks lék Orchestre Suisse de la
Romande í Genf 'hlutá úr ní-
undu sinfóníu Beethovens með
kór og einsöngvurum frá Eng-
landi. Hljómleikum þessum var
útvarpað í eitthvað 74 löndum.
Áður en hljómleikarnir hóf-
ust beindi Casals nokkrum orð-
um til samstarfsmanna sinna
og hvatti þá til þess að helga
starfskrafta sína aukinni vin-
áttu meðal þjóðanna; „Tónlist-
in, þetta undursamléga al-
þjóðamál, sem allir skilja, hvar
sem er heiminum, ætti að vera
uppspretta betri og nánari
kynna meðal manna,“ sagði
hann. Þá flutti framkvæmda-
| stjóri Sameinuðu þjóðanha,
Dag Hammarskjöld,' stutt á-
varp og lagði áherzlu á hið á-
rangursríka starf Sameinuðú
þjóðanna í þágu friðar og fram-
fara í heiminum og framtíðár-
hlutverk þessárar alþjóðastofn-
unar, sem einungis gæti aukizfc
og vaxið,’ ef einlægur vilji og
skilningur manna er fyrir
hendi.
Á myndinni sést Pablo Gasals
leika með aðstoð pólska píanó-
leikarans Mieczysláw Horsz-
owski og Bostönsihfóníuhljóm-
sveitarinnar undir stjórn.
Charles Munch. Casals er fædd-
ur í Barcelona á Spáni, en héf-
ur búið utan heimalands síns
undanfarin 20 ár. Hann er nú
81 árs gamall og býr í Puerto
Rico.
Organisti frá Þýzka-
landi lelkur í Dóm*
kirkjunni.
Hingað er kominn á vegum
Tónlistarfélagsins þýzki organ-
leikarinn og tónskáldið Wil-
helm Stollenwerk og leikur á
Dómkirkjuorgelið fyrir styrkt-
arfélaga í kvöld.
Stollenwerk er kirkjuorgan-
isti í Frankfurt við Main, kom-
inn Um fimmtugt og talinn með
fremstu organleikurum Þýzka-
lands. Hann hefur haldið tón-
leika í mörgum löndum, t. d.
Austurríki, Belgíu, Frakklandi,
Hollandi og iSviss. Einnig er
hann kunnur sem tónskáld og
leikur eitt af verkum sínm í
Dómkirkjunni: Orgelimprovisa
tion um sálmalagið „Kær Jesú
Kristi“. Einnig leikur hann verk
eftir þá Bach, César Frank,
Cléramault, Jean Baptiste Lo-
eillet og Pál ísólfsson.
Stollenwerk mun einnig
halda tónleika í Hafnarfriði og
á Akureyri. í Hafnarfirði mun
hann „improvisera“. PáU ís-
ólfsson velur honum lag eða stef
þár á staðnum, én Stollenwerk
„prjónarK síðan við það eftir eig
in höfði. Þetta tíðkaðist mikið
fyrr á öldum, einkum. á dögum
Bachs.
Sumarleikhúsið sýnir „Spretthlauparann“ eftir Agnar Þórðar-
son í Austurbæjarbíó i kvöld kL li,30. — Myndin sýnir
Bryndísi Pétursdóttur og Guðmund Pálsson x hlutverkum.