Vísir - 13.11.1958, Side 8
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir.
Látið hann færa yður fréttir og annað
lestrarefni lieim — án fyrirliafnar af
yðar hálfu.
Sími 1-16-60.
WfiSlB.
Fimmtudaginn 13. nóvember 1958
Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur
Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið
ókeypis til mánaðamóta.
Sími 1-16-60.
Ádenauer hvetur til sam-
komulags um Kýpur.
Tveir unglingar skotnir til bana
og hermaður veginn.
Adenauer kanslari Vestur-
Þýzkalands er sagður hafa ein-
dregið hvatt til þess, í viðræð-
unum við grísku ráðherrana,
Karamanlis forsætisráðherra og
Averov utanríkisráðherra, er
nú er nýlokið, að þeir vinni að
samkomulagi um lausn Kýpur-
vandamálsins innan vebanda
Norður-Atlantshafsbandalags-
ins.
Fréttamenn leiða athygli að
því, að gríska stjórnin muni
taka mikið tillit til ráðlegginga
vestur-þýzku stjórnarinnar, en
hitt sé óráðin gáta, hvort það
rætist, sem Adenauer sagði, en
hann lét í ljós einlæga ósk og
von um, að samkomulag næð-
ist, ef áfram væri reynt að
fara þessa leið.
í brezkum blöðum kemur
fram sú skoðun, m. a. í Times,
•að nýtt tækifæri til samkomu-
lags um Kýpur ætti að skapast,
þegar allsherjarþingið tekur
Kýpurmálið fyrir.
Blaðið Yorkshire Post telur,
að það hafi komið skýrt fram
.í greinargerð Harolds Macmill-
ans, að hann vilji í einlægni frið
samlega lausn málsins, en án
þess að beygja sig fyrir ofbeld-
isaðgerðum.
140 Bretar
drepnir.
í gær beið brezkur hermað-
ur bana á Kýpur og 7 særðust,
er herbifreið var ekið þar yfir,
sem sprengja hafði verið lögð í
jörðu. Alls hafa 140 Bretar
verið drepnir á eynni frá því
ógnaröldin þar hófst 1955.
Verkalýðsamtökunum á Kýp-
ur hefur verið tjáð, að Kýpur-
búar verði ekki ráðnir til starfa
á ný í brezkum stofnunum á
eynni meðan haldið sé áfram
ofbeldisaðgerðum. — í gær
kom til eyjarinnar fyrsti hópur
hins brezka fólks sem ráðið
( hefur verið í stað þess, sem sagt
var upp störfum.
Korporálnum sleppt —
dómurinn felldur úr gildi.
Fyrir nokkru var brezkur
korporáll á eynr.i dæmdur til
|9 mánaða kyrrsetningar, vegna
þess að hann hafði dreift flug-
miðum. Leiddi það itl eindreg-
inna mótmæla og harðra, m. a.
íhaldsþingmanna, og var þá
hegningin milduð í 56 daga, en
áframhald var á mótmælum,
og nú hefur dómurinn verið
látinn niður falla.
Unglingar
skotnir til bana.
Herstjórn Breta á Kýpur til-
kynnti síðdegis í gær, að tveir
unglingar hefðu verið skotnir
til bana. Annar hafði ekki hlýtt
fyrirskipun um, að nema stað-
ar, og skaut þá hermaður hann
umsvifalaust til bana, en hinn
var að gera tilraun til flótta úr
fangabúðum á eynni er hann
var skotinn.
Vopn frá Grikkjum?
Leiðtogi tyrkneska þjóðern-
isminnihutans á Kýpur dvelst
nú í Ankara, þangað kvaddur
af stjórninni til skrafs og ráða-
gerða. Hann hefur lýst yfir, að
gríska stjórnin hafi lagt EOKA
til matvæli, vopn og skotfæri.
Fr« liausintúiiatu :
Keppni lokið í 2. flokki og 6
efstu menn færast upp.
Rcimar Sigurðsson efstnr í mcist-
araflokki með 6 v. og biðskák.
Eftir sjö umferðir í Haust-
móti Taflfélagsins er Reimar
Sigurðsson efstur með 6 vinn-
inga og l.iðskák, en ncestur hon-
um Jóna.s ÞorvarlJjson með 5
vinninga.
Sjöunda umferð var tefld í
gærkveldi. Þá vann Sigurður
Gunnarsson Ólaf Magnússon,
Haukur Sveinsson vann Kristj-
án Theódórsson og Gunnar Ól-
afsson vann Eið Gunnarsson.
Jafntefli gerðu Jón Pálsson og
Jónas Þorvaldsson. Aðrar skák-
ir fóru i bið, og verða biðskákir
tefldar á sunnudaginn í Grófin
1, en áttunda umferð n.k. mánu-
dagskvöld.
1 2. flokki Haustmótsins er
keppni þegar lokið. Keppt var
þar I fjárum 9 manna riðlum.
Úrslit í A-riðli urðu þau, að Ant-
on Sigurðsson varð hlutskarp-
astur með 8 vinninga af 8 mögu-
legum, næstur lionum Benedikt
Halldórsson með 7 vinninga. 1
B-riðli sigraði Þorsteinn Skúla-
son með 7 vinningum og næst-
ur varð Egill Valgeirsson með
6V2 vinning. 1 C-riðii varð Guð-
mundur Lárusson efstur með 7
vinninga og í D-riðli Högni is-
leifsson með IV2 vinning. Allir
þessir 6 menn færast upp í 1.
flokk.
1 1. flokki er Sigurður Jóns-
son efstur eftir 7 umferðir með
5% vinning.
1 unglingaflokki er Ólaíur H.
Ólafsson efstur með 6 vinninga
að loknum 8 skákum.
KaEsi nyrðra
í gær.
Reyndi að
stela bíl.
Ilér er svo enn ein mynd af þessum fræga ofni sem kardinálarnir
notuðu til að brenna í atkvæðaseðla sína. Myndin er tekin þegar
verið er að setja ofninn í kirkjuna.
Þjóðminjavörður talar um
gamlar byggingar -
á kvöldvöku Ferðafélagsins annað kvöld.
Annað kvöld (föstudag) kl. 9 .íslands, Ivar Orgland, hefir
efnir Ferðafélag íslands til . tekið norður við Mývatn. Eru
kvöldvöku í Sjálfstæðishúsinu þær allar haustmyndir, sumar
þar sem Kristján Eldjárn þjóð-
minjavörður flytur m. a. er-
indi um gömul liús í vörzlu
Þjóðminjasafnsins.
Er þarna bæði um endur-
byggingu gamalla kirkna og
torfbæja að ræða og mun þjóð-
minjavörður gefa hlustendum
yfirlit um hvað gert hefir ver-
ið í þessum efnum á síðustu
árum. Af kirkjum má fyrst og
fremst nefna Hólakirkju, en
auk hennar torfkirkjurnar á
Víðimýri í Skagafirði, Hofi í
Öræfum og Gröf í Skagafirði,
ennfremur bænhúsið á Núps-
stað í Skaftafellssýslu.
Torfbæirnir, sem þarna hafa
komið til greina, eru Burstar-
fell í Vopnafirði, Grenjaðar-
staður og Laufás í Þingeyjar-
sýslu, Glaumbær, Hólabærinn
gamli og hluti af húsi Skúla
fógeta, sem enn er talið að
standi uppi á Ökrum í Skaga-
firði. Loks er svo bærinn á
Keldum á Rangárvöllum, sem
nýlega hefir verið byrjað á.
Með erindi þjóðminjavarðar
verða sýndar skuggamyndir af
þessum byggingum, en þær eru
í röð fegurstu torfbygginga
landsins og jafnframt hinar
merkustu.
Á eftir þessu erindi verða
sýndar litskuggamyndir, sem
norski lektorinn við Háskóla-
gullfallegar, enda er Orgland
listrænn maður og fátt er feg-
urra á voru landi en tærir
haustdagar, en færri njóta
þeirra en skyldi.
Myndagetraun verður ,á eftir
og að lokum stiginn dans.
Húsið verður opnað kl. 8.30
síðdegis.
í nótt handtók lögreglan
drukkinn mann sem var að
reyna að ræsa stolnum bíl.
Veittu lögreglumenn athygli
manni, sem var að reyna að
koma bíl í gang í miðbænum
en fórst það hálf óhönduglega.
Gáfu þeir sig þá á tal við mann-
inn og kom í ljós að hann var
mjög drukkinn. Fóru þeir þá
með hann í lögreglustöðina og
við athugun þar kom í ljós að
maðurinn átti ekkert í bílnum
sem hann var að reyna að koma
í gang, og vissi heldur ekki hver
eigandinn var.
Maðurinn var færður í fanga-
geymsluna.
Slys.
Síðdegis í gær, eða klukkan
rúmlega hálf sjö varð maður,
Bjarni ísólfsson, BaldursgÖtu 1,
fyrir bifreið á Tryggvagötu og'
meiddist svo að flytja varð
hann í slysavarðstofuna. Blað-
inu er ekki kunnugt um hve
mikil meiðsli hans voru.
Gomulka styður Krúsév
varðandi Þýzkaland.
— Vesturveldin taka ekki í mál aB
fara frá Berlín.
Talsmaður franska utanríkis-
ráðuneytisins hefur skýrt frá
því, að Frakkar muni alls ekki
skila af sér í Berlín £ liendur
austur-þýzku stjórnarinnar.
Hann kvað afstöðu frönsku
stjórnarinnar vera hina sömu
sem ríkisstjórna Bretlands og
Bandaríkjanna.
Gomulka, pólski kommún-
istaleiðtoginn, sem hefur verið
í heimsókn í Moskvu, hefur
lýst pólsku stjórninni algerlega
fylgjandi sömu stefnu og Sovét-
ríkin varðandi Þýzkaland.
Grotewohl forsætisráðherra
A.Þ. hefur skýrt frá því, að
viðræður muni brátt hefjast um
brottflutning rússneska her-
liðsins úr landinu.
Af hálfu vestur-þýzku stjórn-
arinnar hefur verið lýst yfir,
að hún sé algerlega andvíg því,
að allir erlendir herir verði á
brott frá Berlín. Minnti hann
á yfirlýsingar varðandi Berlin
fyrr og síðar. Formælandi kvað
stjórnina hafa ráðgast við
stjórnir Þríveldanna, Bret-
lands, Frakklands og Banda-
ríkjanna, áður en samþykkt var
að taka þessa afstöðu.
Mintov fyrrv. forsætisráð-
herra Möltu er kominn til
Lundúna til þess að leita
sér lreknishjálpar.
Frá fréttaritara Vísis. —•
Akureyri í morgun.
I gær var kuidaveður af
norðri um Eyjafjörð og Þing-
eyjarsýslur með 3—4 stiga
frosti, dimmviðri og nokkurri
snjókomu.
Varð jörð alhvít, en kom þó
hvergi til samgöngutruflana í
hvorugri sýslunni. Hraðferðar-
bíllinn frá Reykjavík kom á
venjulegum áætlunartíma til
Akureyrar og þurfti hvergi að
setja keðjur á.
Vegna dimmviðrisins var
ekki flugfært til Akureyrar í
gær, en árla í dag var flugvél
lögð á stað norður og var henni
ætlað að fara til Kópaskers og'
Húsavíkur, auk Akureyrar.